Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 9
5FEGILLINN
7
— Gleðilegt nýár og þökk fyrir
viðskiptin á liðnu ári.
— Sömuleiðis og engu betra,
svaraði ég.
— Það er heldur rólegt hjá
manni núna, sagði rakarinn minn.
— Ég hef tekið eftir því á löngum
starfsferli, að ekkert hár sprettur
eins seint og jólahárið.
— Ætli það stafi nú ekki mest
af því, að menn eru í sparnaðar-
þönkum í janúar og vilji fá sem
mest fyrir aurinn, sagði ég, til
þess að starta rakarann minn, því
að mér fannst hann eitthvað með
slappara móti, eins og reyndar fleiri
eru á nýárinu, hvort sem það er
nú vinstristjórninni að kenna eða
einhverju öðru.
— Kann að vera, sagði hann,
— en annars er ég nú hálffeginn,
að hér skuli ekki vera nein blindös.
Ég er hreint ekki vel frískur eins
og er.
— Hefurðu kannske lagt þér til
flensuna, síðastur manna?
— Nú talar enginn um flensu
lengur, heldur finna þeir upp á
einhverju nýrra, sem þurfa að
skrópa úr vinnu. Þetta, sem að
mér gengur, er bara ómerkilegt
vinstrakvef, og ég veit meira að
segja hvar ég fékk það og hvers-
vegna. Ég fór nefnilega, skal ég
segja þér, í Þjóðleikhúsið — þú
veizt musterið okkar — til þess að
sjá hana Úllu Vínblað.
— Veiztu, að hún var sett á
fjalirnar til þess að stríða Eining-
unni, sem er bindindisblað ? skaut
ég inn í.
— Ekki veit ég það, en ekkert
kampavín var að minnsta kosti
serverað milli þátta og hefði þó
ekki veitt af, x öllum helvítís kuld-
anum.
— Já, það er mikið talað um
þennan kulda, sem hefur verið í
musterinu í vetur, sagði ég. — En
hitt veiztu líklega ekki, að þetta er
með vilja gert. Rósinkrans ku gera
það til þess að menn neyðist til að
klappa.
— Ef svo er, hefur sú ráðstöfun
vei-ið mislukkuð, sagði rakarinn
minn. Enginn klappaði en aftur á
móti fóru allir að berja sér, nema
hvað tveir úr Þjóðleikhúsráðinu
„slóu svensk“ sér til hita.
— Það hefur verið á misskilningi
byggt, ef þeir hafa haldið, að það
ætti við þarna, sagði ég. — Svíar
hafa aldrei viljað líta við þessu
leikriti, og skoða það frekar sem
móðgun við sig, enda eru þetta svo
menntaðir menn, að þeir vita að
Þýzkarinn ætti ekki að hætta sér
út á húmoristiska sviðið.
— Þá, hefur Rósinkransi orðið
illilega á í messunni, sagði rakar-
inn minn. — Það var einhver að
segja mér, að hann hefði komið
með þetta til þess að verða for-
maður í Norræna. Nei, kall minn.
Eftir mínu litla leikviti, er Skráp-
skinna betri. Það er þó að minnsta
kosti mikil og djúp hugsun í henni
og góð tilbreyting frá Islands-
klukkunni sem framhaldsleikrit í
útvarpinu.
— Hvað segirðu um kosningarn-
ar? spurði ég og iðraðist eftir að
hafa nokkurntíma hleypt rakaran-
um mínum út í leiklistina.
— Hvern skrattann eins og mað-
ur sosum þori að segja? Ég hef
heyrt það utan að mér, að það
kosti fjögur þúsund kall í sekt að
segja nokkrum, hvern maður ætli
að kjósa.
— Nei, þetta er misskilningur,
sagði ég. — Þeir vísu feður
gleymdu einmitt þessu fjárafla-
plani og lögðu bara sektina við