Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 12
1D 5PEGILLINN þessa leið: I aðalbyggingunni við aðalgötuna í höfuðborg landsins handan landsins, sem skaffar ís- lenzkum útgerðarmönnum togara- sjómenn, þegar enginn innfæddur nennir lengur að fara á togara nema Jónas Árnason. — Hvar getur þetta verið, Jón? Hvaða land skaffar útgerðarmönn- um hérna torgarasjómenn, aðra en hann Jónas? — Nei, nú verðum við að leita út fyrir landssteinana. Það kemur sér vel, að mér er nokk sama í hverri Kaupmanna- höfninni ég skemmti mér. (í Kaup- mannahöfn; annað hvort í Tívolí eða dýragarðinum). Jón: Sérðu slánann þarna? Hann spurði mig áðan, hvort ég vildi ekki einn lítinn; en ég sagði hon- um á samnorrænu, að ég vildi annað hvort marga litla eða einn stóran. Þá sagðist hann geta bæði hengt sig og sveiað sér uppá, að ég væri íslendingur, að minnsta kosti í aðra ættina. . . Gunna: Ég ætla nú bara að biðja þig að fara ekki að haga þér eins og embættismaður á vegum ríkis- stjórnarinnar. — Osussu nei. En mikið asskoti eru þær nú þrifalegar sumar hnát- urnar hérna. — Mundu það, Jón, að við er- um ekki að leita að þrifalegum hnátum, heldur stórmerkri bók. Hvar í dauðanum getur bókin ver- ið? Hevrðu, eigum við að leita í Árnasafni? . ' — Hvenær höfum við kannski fengið togarasjómenn úr Áma- safni? Við sem fáum ekki einu sinni handritin okkar þaðan. Nei, þar þarf áreiðanlega ekki að leita. — Jæja, eigum við ekki að koma inn í Skinnbuxurnar og fá okkur snúning heldur en ekki neitt? — Til er ég í það. (Lágt) Ég get alltaf skroppið niður í Nýhöfn- ina seinna. (Hávaði: plötuspil og ýmiskonar garg, sem hlustendur eru vinsamlega beðnir að láta öér þykja gaman að; annars er allt ónýtt). Stjórnandinn tilkynnir alvar- lega: Önnur tilvísun reyndist röng líka, þar eð landið sem fóstrar togarasjómenn handa Islendingum eru Færeyjar; og handan þeirra er ekkert land, heldur ,bara Atlantshafið. Þriðja tilvísun er svona: I fjórðu hillu bókaskápsins sem stendur í norðaustur horni samkomuhússins í fæðingarsveit myrkfælnasta manns á Islandi að fornu og nýju. — Nú eru það hlustendur á Hvammstanga, sem einir hafa leyfi til að senda okkur úrlausnir. Meðan hlustendur á Hvammstanga eru að glíma við þetta, skulum við heyra létt lög af plötum. (Landssíminn hringir) Já, halló, jú það er útvarpið. Halló, já, ha, úrlausnina, já, og hvernig er hún? I bókasafni lestrafélags kvenna í Ytri-Torfustaðahreppi. Jú, alveg rétt. Og hvað heitið þér? Jón Jónsson, já mikið rétt, gaman að heyra það; sælir. — — Þá veit landslýðurinn hvar Hundsskinna er niðurkomin, og hlustendur hafa heyrt Jón Jónsson á Hvammstanga segja nafn sitt hér í útvarpið. — En þar sem færð mun vera orðin þung norður yfir Holtavörðuheiði, verða þau Jón og Gunna sennilega að gista í Fornahvammi í nótt og komast ekki norður í bókaskáp lestrar- félags kvenna í Ytri-Torfustaða- hreppi fyrr en í fyrsta lagi á morg- un. Kveðjum vér þau því að sinni, og vonum að þau hafi það gott í Fornahvammi. ------00O00----- HÁFUR NOKICUR sem merktur var viS Nýfundnaland veidd- ist fyrir nokkru hér í Faxaflóa og átti þá ekki nema skammt eftir til höfuðstaðarina. Var hann í mikilli háfagöngu, en þá halda aðrir fiskar sig sem lengst burtu, því að háfurinn er sonur hákarlsins og grimmur mjög. Ekki hefur ferðasaga háfsins enn verið birt, enda er hún á háfamáli og því erfið í þýðingu.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.