Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 19

Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 19
5PES1LLINN 17 Hvalasprautur. Fúkkalyfin víkka enn starfssvið sitt, svo að með ólíkindum má telja. Nýjasta nýtt á þessu sviði er að sprauta þeim í nýskotna hvali til þess að ekki slái eins fljótt í þá, og hafa tilraunir með þetta verið gerðar á hvalveiðistöð einni x Suður-Georgíu. Nú geta menn fengið 90% af öllu lýsinu — eða olíunni, eins og heimild vor kallar það í fyrsta flokk, en áður lukkaðist sjaldan að fá nema 70% ef hvalirnir voru dregnir langa leið. Hefur gróði hvalaranna auk- izt verulega við þetta og svo eftir- spurnin eftir fúkkalyfjum. Græða þannig allir aðstandendur og allir geta verið ánægðir. Sextantinn, Allar horfur eru á því, að hið gamla góða tæki, sextantinn verði bráðum ekki til nema helzt á Ár- bæjarsafninu. Gallinn á þessu aldagamla siglingatæki var aðal- lega sá, hversu seinvirkt það var, og kom það oft fyrir, að um leið og skipstjórnarmenn voru búnir að finna út sólarhæðina, voru þeir akkúrat strandaðir. Þessu er ekki til að dreifa með afkomanda sex- tantsis, en hann heitir SOPF og er uppfundinn af starfsmanni í Fordverksmiðjunum í Ástralíu. Þessi maður lenti í skipreika á stríðsárunum úti á miðju Atlants- hafi og þótti þá köllunum ganga seint að taka sólarhæðina, sem von var til, því að þeir voru svo skjálf- hentir, að þeir fengu alltaf þrjár sólarhæðir og höfðu ekki vit á að taka meðaltalið af þeim. Nú er sem sagt úr þessu bætt með þessu ágæta siglingatæki. Umferðamálastjórar Bandaríkj- anna eru heldur betur guðhrædd- ir þessa dagana, því að þeir hafa verið að skoða nýjustu módelin af bílum, sem eiga að koma á mark- aðinn á þessu ári. Það er ekki ein- asta, að bílarnir hafi breikkað, sem gæti nú verið fyrir sig, heldur hafa þeir lengzt líka, svo að t.d. Lincoln, sem er þeirra lengstur, er 5.82 metrar. En bak við þetta liggja eins og við mátti búast, djöfulleg klókindi. Þessir bílar komast sem sé alls ekki inn í bílskúra af venju- legri stærð, en verksmiðjurnar eru líka farnar að framleiða bílskúra, sem þeir láta fylgja bílunum, gegn sanngjarnri þóknun. Onnur vand- ræðin hljótast af því, að stæðin við stöðumælana verða með þessu móti ekki nógu löng. Þetta hafa framleiðendurnir líka séð í hendi sér, og hafa því smíðað litla bíla, sem nota skal í mestu þrengslun- um inni í borgunum. Er litli bíll- inn látinn standa uppi á þakinu á þeim stóra, sem er skilinn eftir utan við mestu þrengslin og svo keyrt á þeim litla á leiðarenda. Telja framleiðendur þetta hámark- ið af nútíma þægindum. V etrarbrautin. Kjarnorkuvísindamenn eru sem óðast að rannsaka Vetrarbrautina og vilja halda því fram, að rúmið milli stjarnanna í henni — en þær eru þó nokkuð margar — sé aldeil- is stútfullt af vetnisskýjum. Er nú heill hópur vísindamanna önnum kafinn við þessar rannsóknir, og er jafnvel talað um að senda nokkra þeirra hingað til Reykjavíkur og láta þá æfa sig á Miklubrautinni, sem gengur næst Vetrarbrautinni að ófærð. Eitrað andrúmsloft. Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar — en það þykir að vonum nokkuð langt nafn og þess- vegna hafa enskumælandi þjóðir skírt hana WHO, af því að þær vita lítil deili á henni — hefur ný- lega haft nýtt vandamál til með- ferðar á fundum sínum, sem sé eitrun frá allskonar iðjuverum, sem verða oft og tíðum að fram- leiða og fara með ýmiskonar ó- þverra. Voru flestir fundarmanna á því, að lágmarks mannréttinda- krafa væri að hafa hreint loft til að anda að sér, og virðist það nokkuð sanngjarnt. Sitja nú vís- indamenn á rökstólunum til að finna aðferðir, sem gæti komið svona eiturlofti fyx-ir kattarnef, og bíða allir hlutaðeigendur með ó- þreyju eftir árangri. Hér heima þekkjum við þetta lítilsháttar, þar sem er ilmurinn frá þorskhausa- versksmiðjunni á Kletti, en fleira má telja og þar á meðal eitt, sem menn hafa komizt í kynni við, einmitt þessa dagana og það er sú foreitrun andrúmsloftsins, sem blöðin standa fyrir í tilefni af bæjarstjórnarkosningunum, og enginn virðist hafa neitt við að athuga. Hefðu þó þeir róttæku menn, sem stóðu fyrir nýafstaðinni forbetrun á kosningalögunum, við eigandi getað bætt þar inn í klausu, þar sem blöðum er bann- að að koma út næsta mánuðinn áð- ur en kosningar fara fram. Von- andi verður þetta tekið til athug- unar næst þegar gera þarf breyt- ingu á lögunum. -----ooOoo---- CTVARPSTRUFLANIR lxafa verið allmiklar undanfarið, einkum á norðurhveli jarðar, og tjá fræðingar oss, að þetta stafi frá einhverju óstandi í Jón- ósferunni. Vér trúum því nú trauðlega, að maður þurfi að lieita Jón til þess að vera lítið hrifinn af útvarpinu á köflum og gera truflanir, en vitanlega eru Jónamir lið- sterkastir.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.