Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 7
S P E G I LLI N N 151 (jtóandli 'ókefttffltaHalítf Það er engin von, að þeir sem aldir eru upp við rímnakveðskap og sagnalestur sem einu skemmt- un, séu mjög kröfuharðir um fjöl- breytni í skemmtanalífi á efri árum, en slíkum er bara farið mjög að fækka í landinu og nýjar kynslóðir koma í þeirra stað, sem krefjast síaukinna nýjunga. Nú semstendur eru dægurlögin helzti arftaki rímn- anna og textunum svipar reyndar til þeirra bvað leirburð snertir, sláandi langsamlega út á því sviði bæði erfiljóð og sábna, og er þá langt til jafnað. Er jafnvel svo komið að einlægir unnendur skáld- skapar eru í örvæntingu sinni farnir að heimta atóm framan við þessar skáldskapargreinar, segjandi sem svo, að verra geti það að minnsta kosti aldrei orðið. En sem betur fer virðist vinsældum dægur- laganna heldur fara hnignandi, og má nefna því til sönnunar, að í síðustu tíð þykir nauðsynlegt að láta fegurðardrottningar — fyrr- verandi, núverandi eða tilvonandi — flytja þau, í þeirri veru, að gæj- arnir, sem oft eru lítt skáldlega sinnaðir, muni láta nægja að hafa eitthvað fyrir augað og ekki taka það svo sérlega nauið þó að fegurðardrottningamar hafi verið valdar í myrkri. botninn í þetta Hermann minn. Vertu ævinlega blessaður og sæll og skilaðu kveðju til kunningj- anna. Þinn einl. Jón Jónsson. P.S. Guðrún mín biður kærlega að heilsa til þín með beztu þökk- um fyrir móttökumar í vor. Sami. Eins og plagar að vera þegar einhver afturför eða stöðnvm gerir vart við sig í þjóðlífinu, rísa upp einhverjir þjóðhollir menn og hug- myndaríkir og leitast við að sporna við afturförinni. Gildir þetta ékki hvað sízt um skemmanalífið, að klókir menn eru alltaf að finna einhver ný ráð til að auka fjöl- breytni þess. Þannig er áberandi, hve margir leikflokkar hafa risið upp á síðustu árum, sem ferðast um landið og þéna með því minnst þreföldum tilgangi: Ávinna sjálf- um sér aura, auka listræmma með þjóðinni og stuðla að jafnvægi x byggð iandsins, sem er nú líklega það allra bezta af þessu þrennu. Sem dæmi um áhugann má nefna, að stundum er skipt um nafn á gömlu og útgengnu leikriti og bor- ið fram fyrir sveitamanninn með nýja nafninu. Eitthvert rövl var verið að gera yfir því í blöðxmum nýlega, að leikrit, sem einusiimi hét „Dorothy eignast son“ heiti nú „Lily verður léttari" og sé slíkt hin mesta ósvinna. Mér finnst nú lítið gera til eða frá, hvað kvensan heitir; hitt er aðalatriðið, að í báðum tilfellunum hefur hún verið kas, svo að allir ættu að geta verið ánægðir, enda eru það ekki nema einangraðar hjáróma raddir, sem geta verið þekktar fyrir að vera að pípa út af svona smámun- um. En mikið vill alltaf meira. Fólkið heimtar brauð og leiki, engu miður en skríllinn í Rómaborg forðum. Hvað það fyrra snertir má segja, að allt sé í lagi hjá okkur; engin þurrð mun vera á hráa rúgaranum, sem mönnum er boðið upp á, að minnsta kosti biður enginn um meira af honum hér í höfuðstaðn- um, en það eru bara leikirnir, sem fólkið heimtar æ meira af. Og til þess að fullnægja eftirspurninni, tóku máttarvöld vor málið í sínar hendur, þar sem einstaklingsfram- Gylfi Þ. Gislason og kona hans fóru i Kíerniorcuii. 18. júni. i hcimsókn tii Sovétrikjanna i boði menntaniálarádhcrra Sovét- rikjanna. ðlunu ráðherrarnir eifta viðræður um samskipti land- anna um nienningarmál. ^3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.