Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 6
150 SPEGiLLINN Bjargráðastöðum, 28. 6. 1960 Sæll og blessaður ævinlega, Her- mann minn! Ég skammast mín nú fyrir að vera ekki búinn að skrifa þér og þakka þér fyrir útvegunina á rakstrarvélatindunum,semégfékk með beztu skilum. Ég byrjaði nú aðeins að slá í gær, nei, á laugar- daginn vildi ég sagt hafa, ég bar út niður á Brunnhúsflötinni eins og venjulega, það er alltaf bezt sprottið þar. Svo eru nú nýju slétturnar ljómandi vel sprottnar, og aldrei horfi ég svo yfir þær að ég minnist þess ekki, hvað þú gekkst vel og drengilega fram í að útvega mér jarðabótastyrkina út á þær. Guðrún mín segir nú stund- um, að ég ætti nú orðið skilið að fá annað hvort riddarakross eða verðlaunin úr sjóði Kristjáns kon- ungs tíunda (eða var það sá ní- undi?) fyrir allar jarðabæturnar, en það er nú held ég of mikið sagt. Annars hljóta svosem ýmsir viður- kenningu fyrir minni framkvæmdir en ég hef staðið í, það er ekki þar fyrir. En þú hefur ekkert með neitt þessháttar að gera, er það ? Ég man ekki, hvox*t ég var búinn að segja þér, að sauðburðurinn gekk mikið frekar vel hér, lambadauði með minnsta móti og talsvert margt tvi- lembt. Gráa tvævetlan, sem þér leizt bezt á í fyrra var nú bara þrí- lembd, þú hefur svo sem kimnað kind að sjá þar, þetta ætlar að verða kostaskepna. Ég vona að það verði nú sæmileg heyskapartíð í sumar, svo að heyin verkist vel, annars þarf ég endilega að fara að koma mér upp stærri votheysturni, en það árar nú ekki vel til að ráðast í svoleiðis framkvæmdir núna. Jæja, Hermann minn. Held- urðu að íhaldsstjórnin missi þetta ekki allt út úr höndunum á sér?, mér líst nú þannig á málin, að það hljóti að verða stjórnarskipti áður en langt um líður. Hvernig held- urðu að það sé; er ekki að myndast traustur grundvöllur fyrir nýrri vinstri stjórn, mér heyrist þessi vera með eindæmum óvinsæl, svo ég man aldrei eftir að hafa heyrt fólk hér tala jafnilla um stjómina, og hef ég þó lifað milli tuttugu og þrjátíu ríkisstjórnir. Þetta er orðin aldeilis óskapleg dýrtíð, og nú var það einmitt dýrtíðin sem stjórnin ætlaði að stöðva, ég get t. d. sagt þér, að einn pakki af girðingar- kengjum hefur hækkað um þrjátíu krónur og venjuleg stunguskófla um einar tuttugu krónur. Nei, ég hef enga trú á, að slíkt geti blessazt til lengdar; og ég vona, að þú verð- ir tilbúinn að koma nýrri stjórn á laggirnar, þegar þessi hrekst frá. Já, vel á minnst, hvemig var þetta þarna í Genf? Það sögðu einhver blöðin um daginn að hann Lúðvík hefði alveg umturnazt og hótað öllu illu. En Alþýðubandalagsbóndinn hérna í útsveitinni, sem fær alltaf Þjóðviljann, sagði mér nú að þú hefðir heldur betur borið þessa frétt til baka, og ég skil nú bara ekkert í blöðunum að vera að skrökva þessu upp, þegar þau máttu vita, að jafn traustur og ör- uggur maður og þú yrðir kallaður til vitnis í málinu. Já, meðan ég man; ég þyrfti helzt að fá mér ungling í sumar til léttis; ekki kannast þú náttúrlega við. neina röska stráka, sem mundu fást til að vera hér í sumar fyrir sanngjarnt kaup? Já, og svo var það fjaðra- hengslið í jeppann, ég ætlaði að biðja þig að útvega mér það og senda það með kaupfélagsbílnum, hann er nú alltaf á ferðinni núna. Það hefur dálítið verið unnið að skógrækt hér í vor, eitthvað um tvö hundruð trjáplöntur voru gróður- settar í brekkunni upp af félags- heimilinu, og ég flutti smátölu við það tækifæri, ég á sko að heita formaður skógræktarfélagsins hér. Mér var nú að detta í hug að stinga því að þér, hvort þú mundir ekki geta, þér að óþæginda og út- látalitlu sent okkur nokkrar plönt- ur til að gróðursetja x hvamminum sunnan við samkomuhúsið; það mundi verða vinsælt, og hver veit nema ég gæti þá komið því til leiðar, að hvammurinn yrði kennd- ur við þig, kallaður Hermanns- lundur, til dæmis. Það væri alls ekki einskis virði, svona pólitískt séð, þú skilur. Ég fer nú að slá

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.