Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 13
SPEG I LLI N N 157 ÞJÓFAR NOKKRIR frömdu í síðastliðnum mánuði það skálka- strik að brjótast inn í hið góðkunna vax- myndasafn í Lundúnaborg, sem kennt er við maddömu Toussaud, og stela þaðan vaxmynd af hinum nýbakaða konungs- fjölskyldulim Amistrong Jones ljósmynd- ara, en létu hinsvegar óhreyfðar allar aðr- ar myndir, sem þarna voru saman komnar. Urðu jafnskjótt uppi ráðagerðir miklar hjá hinni konimgshollu þjóð, og fékk mestan byr sii tillaga að setja alvöru-Jonesinn sjálfan í safnið, vel búinn vopnum og verjum, til þess að hrinda árásum, en búa til nýja vaxmynd og gefa prinsessunni. Úr framkvæmdum varð ekki, því að von bráðar fannst myndin ,lítt skemmd, í ein- um símaklefa í borginni. PORTÚGALAR inoka um þessar mundir upp fiskinum í grænlenzkri landhelgi, og fær danskurinn ekki við neitt ráðið, sökum þess að lögregl- an í Góðvon getur livergi fengið lánaðan bát! En rétt samtímis auglýsa Ferðaskrif- stofa Ríkisins og Flugfélag Islands skemmtiferð lil Grænlands, þar sem m. a. verða farnar langar leiðir á bátum. Gefur þetta allgreinilega í skyn, að þessir aðilar eigi meiri vinsældum að fagna með Skræl- ingjum en þeirra yfirboðarar, og væri lieldur ekki neitt óeðlilegt. ANASTAS MIKOYAN sent mörgum Islendingum er að góðu kunnur síðan hann beiðraði oss með hing- aðkomu sinni, liefur samkvæmt erlendum blaðafregnum, er hingað hafa borizt. „misst hálfan titilinn“, eins og það er svo lögulega orðað í heimild vorri. Enda þótt þetta sé leiðinlegt vegna vina hans hér, finnst oss það ekki neitt ofboðslegt, er þess munu dæmi þama austur í Sovétti, að menn missi allan titilinn og jafnvel hausinn með. TILLAGA hefur komið fram, einhversstaðar að, um að gera Höfða — áður Héðinshöfða -— að húsnæði fyrir listaverkasafn borgarinnar, og ku tillaga þessi jafnvel hafa verið rædd í bæjarráði. Þar eð liér er um gamalt limburhús að ræða, var tillagan samstund- is kveðin niður, og er illa farið, þar sem höfundur herinar mtin áður hafa kynnt sér magn og gæði listasafnsins, og vitað hvað liann söng, þegar liann vildi sama sem bera það á bál. MÁLVERK NOKKUR sem sannfróðustu menn telja, að Hitler hafi gert á unga aldri, þegar hann var veggfóðraralærlingur austur í Vín, hafa nýskeð komið fram í London í eigu konu nokkurrar, sem þarna reyndist ríkari en hún hafði haldið, liafandi enga hugmynd haft. um höfund listaverkanna. Nú hafa nokkrir áliugamenn bundizt samtökum um að kaupa léreft þessi, en síðan ætla þeir að fá að láni nokkur klessuverk hjá Skúrka gamla og efna síðan til samsýningar á af- urðum þeirra félaga. Ennfremur höfum vér heyrt á skotspónum, að Listasafns- vinafélagið hér sé eitthvað að bera víumar í verk þessi, en eigi hefur oss tekizt að fá pottþétta staðfestingu á þeirri fregn. S. H. OG S. I. S. hafa nú tekið liöndum saman (og það eru nú ekki neinar flekkaðar liendur) til að vinna bug á gerlum þeim er jafnan hafa hrjáð íslenzka fiskverkun og verið oss til foráttu á mörkuðum erlendis. Hafa þau fengið hingað útlendan sérfræðing til að kynna sér ástandið á þessu sviði, og var sá fljótur að kveða upp þann úrskurð, að vatnsmenning Islendinga væri á mjög lágu stigi, (með öðrum orðum kunna Islending- ar ekki einusinni að fara með óáfenga drykki). Vér höfum forvitnazt nokkm frekar um það hjá fomstumönnum þess- ara rnála, hvernig ætlunin sé að heyja þetta gerlastríð, en fengum þau svör, að það vissu þeir ekki svoi gerla. BANDARlKIN — eða Júessei, svo að þjóðin skilji orð- ið — hafa í seinni tíð verið að sýna Kúbu hin og þessi önugheit og nú hefur Æk verið gefið umboð til þess að segja upp öllum sykurkaupum við ríki Castros. Jafn- vel kom til mála að taka fyrir öll romm- kaup líka, en þá risu upp félög romm- byttna í ríkjunum og fengu afstýrt þessu á síðustu stundu. Hefur Castro nú sæmt hinar drykkfelldustu byttnanna heiðursmerki. HUGVITSMAÐUR nokkur úti í þeim stóra heimi liefur fund- ið upp svokölluð ráðstefnugleraugu, sem þannig eru úr garði gerð, að á glerin em máluð uppglennt og vökul augu, en hins- vegar getur gleraugnaberinn sofið svefni hinna réttlátu, án þess að nokkur verði þess var. Að sjálfsögðu liafa gleraugu þessi á- unnið sér gífurlegar vinsældir lijá öllum kongressamönnum lieims og ganga út eins og lieitt brauð. Þó er sagt, að einn maður bölvi því, að þau skyldu ekki uppfundin löngu fyrr og það er Hannes, fyrrverandi þingmaður Vestur-Húnvetninga, sem forð- um sofnaði á Alþingi, en gleraugnalaus. THOR THORS afhenti fyrir nokkm í umboði sendiherra allra Noirðulandanna í Wasliington, Æk forseta góða bók í þrem bindum, sem öll Norðurlöndin liafa splæst í og hefur inni að halda margan staðgóðan fróðleik um þau, í nútíð og fortíð. Undanfarið hefur Æk átt marga andvökunóttina sökum á- standsins í alþjóðamálum, sem lieldur ekki er allt í sómanum, en ekki hafði liann lesið nema hálfa síðu í þessari ágætu bók, þegar hann sofnaði eins og skot.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.