Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 14
15B
SPEBILLINN
ógjaman mátt vera með mosann
í skegginu.
— Já, mér er vel kunnugt um
þann fund, sagði ég. — Þeir voru
að ræða þar samvinnuhugsjónirn-
ar og gildi þeirra fyrir þjóðfélagið,
og á eftir var öllum gestunum boð-
ið upp í Hvalfjörð að skoða mann-
virki þar, og svo var kokteill hjá
Dráttarvélum h.f. í bakaleiðinni.
— Stendur heima, sagði rakar-
inn minn. — En þegar þú nefnir
það fyrirtæki, þá hef ég heyrt, að
þeir séu að stofna einskonar dótt-
urfyrirtæki þess.
— Hvað ætli það verði látið
heita ?
— Fáðu þér sæti og bíddu ofur-
lítið, rétt á meðan ég er að brýna.
Þú getur fengið þér þarna eitthvað
að líta í á meðan. Það á að vera
þarna einhversstaðar bæði Sök og
Lögbirtingur og Kirkjuritið.
— Þú þarft ekkert að vera að
hafa fyrir að brýna; ég ætlaði bara
að biðja þig að sníða af mér óartar-
toppana kring um skallann.
— Ef þú heldur, að ég sé að
brýna rakhníf, þessa dagana, sagði
rakarinn minn, íbygginn á svipinn,
— þá er það vægast sagt misskiln-
ingur. Nú er ég að brýna fyrir
land og þjóð, eða ég get eins vel
sagt þér það strax, af því ég veit,
að þú lætur það ekki fara lengra,
að hann Ólafur minn Thórs bað
mig að ná mestu skörðunum úr
sverðinu, sem þjóðin á að taka sér
einhuga í hönd ,til þess að kljúfa
verðbólguskessuna í herðar niður.
Það var orðið eitthvað ryðgað hjá
vinstristjórninni sálugu, skildist
mér á honum.
— Kom hann sjálfur með það
til þín?
Ertu kolbilaður, maður. Mér er
sem ég sæi hann ganga um allar
götur og vingsa breddunni. Nei,
hann sendi Manga með það til mín
ásamt orðsendingu um, til hvers
vopnið skyldi notað. Nei, andskota
almennilegi maðurinn hér hefur
komið í marga daga; það munu vera
byrjuð hjá þeim sumarfríin. Það lá
við ég yrði feginn þegar hann Vil-
hjálmur minn Þór kom hingað
einn daginn með kippu af norræn-
um samvinnumönnum og bað mig
um að raka af þeim. Ég hef látið
mér fortelja, að þeir hafi verið að
fara á einhvern fund hjá S.I.S. og þá
— Undandráttarvélar h.f. Og svo
voru gestirnir loksins látnir hrósa
landi og þjóð dálítið í útvarpinu,
en sem betur fór, skildi það eng-
inn, svo að það getur eins vel hafa
verið skammir. En vitanlega má
sú stofnun vera fegin að fá ókeyp-
Kvaðst
BjÖrn haía. að athuguðu
máli. bjnt rikisstjórninni á
að sér fyndist óþarflega
langt gengið i kjaraskerð-
ingarátt með frumvarpinu
og hefði hann sagt ráð-
herrunum að alveg nóg
væri að hækka dollarinn i
krónur.