Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 8
152 S PE □ I LLI N N takið þraut, og fann upp togara- uppboðin. Ekki eru togarauppboð að vísu alveg glæný frekar en annað undir sólinni okkar, en að vissu leyti eru þau það þó, því að til skamms tíma hafa ekki verið boðnir upp nema ónýtir ryðkláfar, sem menn annaðhvort seldu aftur sem brota- járn eða sökktu með sæmilegum ábata, en þetta er algjörlega gengið yfir í söguna og nú á síðustu árum eru ekki boðnir upp nema fxnir og fallítt togarar, sem enn eru tiltölu- lega nýir og hægt að fiska niður- greiðslur á, ef ekki annað. Hafa uppboð þessi verið haldin með hæfilegu millibili, stundum úti undir beru lofti og við hin erfiðustu skilyrði, svo að uppboðshaldari og hans gestir stóðu með gaddfreðinn sultardropa á nefinu. Hið síðasta slíkra uppboða var háð í Ólafsfirði norður nú ekki alls fyrir löngu, og voru þar mættir ýmsir nefndarmenn, bæði frá ein- stökum útgerðarfélögum og svo frá ríkisstjórninni, því að hún á nú á tímum í öllum togurum, sem keyptir eru til landsins og verður að lokum að taka við skellum þeim, er af þeim kunna að hljótast. Er skemmst frá því að segja að uppboðsdagurinn rennur uppbjart- ur og fagur og taka gestirnir að streyma að úr öllum áttum, og þurftu hinir fyrstu að sjálfsögðu að bíða eftir hinum síðustu, eins og menn- þekkja á samkomum. Voru allmargir þegar saman safn- aðir í skrifstofu bæjarfógeta stað- arins og gerðu sér það helzt til dundurs að handleika handjárn ein gömul og merkileg, er þar héngu uppi á vegg, líklega við- skiptamönnum embættisins til varnaðar og viðvörunar. Er skemmst frá að segja, að tveir upp- boðsgestirnir höfðu áður en hinir gæti litið við, fest sig saman á handjárnunum, svo sem tíðkast í Bretlandi um lögreglumenn og bófa, og þótti þetta hin mesta skemmtan. En er taka skyldi til hinna alvarlegri starfa, var bæj- arfógeti beðin um lykla að áhöld- um þessum, en þá kom bara í ljós, að slíkir fyrirfundust alls ekki, og höfðu ekki verið til um langan aldur. Vandaðist nú málið, eink- um þótti það kvíðvænlegt ef annar bandinginn færi að bjóða í togar- ann, þá yrði hinn einnig aðili að boðinu. Svo vel vildi þó til, að embættið átti járnsög eina forna í fórum sínum. Var henni nú brugð- ið og gekk maður undir manns hönd að skilja þessa fyrstu Síams- tvíbura Ólafsfjarðar í sundur, og tókst eftir langa mæðu. Hafa járn- in nú verið send á verkstæði til viðgerðar og verður smíðaður að þeim viðeigandi lykill, en hafa síðan verið föluð á Árbæjarsafnið. Að sjálfsögðu höfðu aðrir við- staddir af þessu hið mesta gam- an og hafa látið svo um mælt, að framvegis fari þeir ekki á togarauppboð nema einhver skemmtiatriði ekki lakari verði lát- in fram fara x sambandi við þau. Uppboð geta þurft á sinni viðreisn og endurbótum að halda, ekki síður en svo margt annað, ef þau eiga ekki að verða leiðigjörn með tímanum. Borgarstúlka, sem var úti í sveit, var að horfa á unga, sem voru nýkomnir úr egg- inu. — Ég get nú vel skilið, hvemig þeir hafa komizt út úr skuminni, en hinsvegar get ég ekki skilið, hvemig þeir fóm að því að komast inn í hana. Maður nokkur hafði heimsótt ekkju eina reglulega á hverju kvöldi langan tíma. — Hvers vegna giftistu henni ekki? spurði eirm vinur hans. — Mér hefur oft dottið það í hug, en hvar ætti ég þá að vera á kvöldin? Læknirinn úrskurðaði ,að gamli ofurst- inn þjáðist af vatnssýki. — Já, skiljið þér .... það er of mikið vatn í líkamanum .. Ofustinn hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði: — Nú veit ég það! Auðvitað er það bölvaður ísinn í sjússunum! /; £<3 hef eíki' mei'ra yitf beunzn futnd ei iala ‘ Þangað geystist nú dálítill hópur kommúnistakvenna, ruddist inn í salinn án þess að taka af sér yfirhafnir og einn af forsprökkum komm- únista flutti þar skammar- ræðu yfir borgarstjóra! Að Frú Auður Auðuns geick síðan af fundi í mólmæla- skyni við þessa tilraun komm únista til þcss að nota Kven- réttindafélag íslands sem pólilískt áróðurstæki.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.