Spegillinn - 01.05.1965, Qupperneq 5

Spegillinn - 01.05.1965, Qupperneq 5
FYRIR OG EFTIR FERM- INGUNA Fermingin er ein merkilegustu tíma- mót mannsævinnar, og margir minnast fram í háa elli með helgiblandinni á- nægju þr iags, er þeir gengu fyrir gafl og komust í kristinna manna tölu. Meðan vér íslendingar vorum bara fátæk kotþjóð, sem dró fram lifið á fiskveiðum °g öðru óþrifastriti, stóð ekki annar eins Ijómi um ferminguna eins og nú gerir, síðan vér urðum svo rík þjóð, að fisk- stritið þykir ekki borga sig lengur. I voru ungdæmi mátti t. d. gott heita, ef fermingarbarn fékk vasaúrshjall með billegri festi, auk sálmabókar í skinn- bandi, sem var hin venjulega gjöf. Efn- uðustu bændur gáfu þó stundum börnum sínum golsóttan lambkettling eða brún- skjótt folaldsgrey. Svo var kannski splæst lummukaffi á heimilisfólkið í til- efni dagsins, — og þar með búið. En nú er sem sé önnur öldin. Nú þyk- ’r það léleg ferming, ef ekki er efnt til dýrlegrar veizlu fyrir fimmtíu til hundr- að manns. Og veizlan hljóðar sko ekki UPP á súkkulaði og rjómatertu, eins og fullgott þótti hér áður fyrr, nei, matur skal það vera, með kaffi og pakkaís á eftir. Því miður búa ekki allir svo rými- lega, að þeir hafi aðstöðu til að halda bundrað manns veizlu í heimahúsum, en þá er veizlan haldin í Sigtúni eða á Borg- inni> jafnvel í Súlnasal Bændahallarinn- ar; kannski má líka bjargast við Lídó, ef í hart fer. Hvað fermingargjafirnar snertir þykir skítt nú til dags, ef barn- ungarnir fá ekki svo sem tvö skrifborð °g eins og tuttugu Iengdarmetra af hansahillum, radíófón og tíu til tólf þús- und krónur í reiðu fé, auk sjálfsagðari gjafa eins og gullarmbandsúra, penna- setta, silfurnæla, ermahnappa og ilm- vatna, sálmabóka og Nýja testamenta. Þar sem allmikils ósamræmis mún kenna í verðmæti fermingargjafanna yfir alla fermingarbarnalínuna, viljum vér hér með gera tillögu um hvað vér teljum sómasamlegt að hvert barn fái í ferm- ingargjöf. Eru tillögur vorar miðaðar við algert lágmark; en hámarkið teljum vér að verði að fara eftir efnum og ástæðum vandamanna barnanna, svo og gjafmildi hvers um sig. Líta tillögur vorar þá svona út; Til þess að ferming geti talizt lögmæt, þarf barnið að fá eftirtaldar fermingar- gjafir (að minnsta kosti); Eitt skrifborð, 15 lengdarmetra hansahillur, gullarm- bandsúr, 5 pennasett, 10 pör skyrtu- hnappa úr silfri (drengir), 10 silfurnælur til alhliða brúks (stúlkur), einn radíó- grammófón ásamt nýjustu bítlaplötum, 12 þúsund krónur í peningum (og séu seðlarnir lagðir inn í þar til gerð kort, en vér tökum fram, að börnin eru vita- skuld ekkert skyldug til að lesa sálma- versið, sem prentað er á kortið, það er sem sé seðillinn, sem gildir, en ekki vers- ið). Þá teljum vér sjálfsagt, að hvert barn fái sálmabók og Nýja testamenti, ljóð- mæli Einars Ben og biblíuna og svo sem eina málverkabók. (Val bókanna skal sem sé miðað við að þær fari laglega á hansahillu og séu ólíklegar til að verða börnunum neinn tímaþjófur síðar á æv- inni). Það skal tekið fram, að sé barnið lík- legt til að vera efni í nóbelsskáld eða kerlingabókahöfund, mættu skrifborðin gjarnan vera tvö og pennasettin tíu. Biðj- um vér svo allt sannkristið fólk að íhuga þessar tillögur vorar gaumgæfilega. Ekki getur hjá því farið, að jafngífurlegt fyr- irtæki og fermingin er orðin framkalli umstang mikið og áhyggjur þungar hjá foreldrum fermingarbarna. Síðasta mán- uðinn fyrir ferminguna grennist húsmóð- irin dag frá degi af áhyggjum og kvíða fyrir því ,að áleggið á smurða brauðinu verði nú ekki nógu fallegt eða sósan út á ketið ekki nógu bragðgóð, þegar til veizlunnar kemur. Að sama skapi rýrn- ar svo innstæðan f bankabók föðurins, því fyrirtækið reynist fjárfrekt, og hefði manntetrið eins vel getað startað útgerð heils togara með aðstoð Stofnlánadeild- ar sjávarútvegsins. Þegar fermingin svo lo'. er afstaðin og veizlan um garð gengin, standa ves- lings foreldrarnir, sem með elju og ráð- deild voru komin í sæmilegar álnir, uppi þrælblönk og víxlum vafin um ófyrirsjá- anlega framtíð, úttauguð á sál og líkama. En fermingarbarnið sjálft húkir með fýlu svip í djúpa stólnum sínum með lappirn- ar uppi á skrifborðinu, mænir sljóum augum á hansahillurnar ,þar sem sálma- bókin og Nýja testamentið taka sig rétt miðlungi vel út innan um Benna-historí- ur og ungpíuskruddur, — og nennir ekki einu sinni að kveikja á radíófóninum til að hlusta á nýjustu S. G. plötuna meS hinum víðfrægu Hljómum úr Keflavík syðra. H. Kristinn. Spegillinn 5

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.