Spegillinn - 01.05.1965, Síða 6
STOFUGANGUR
Svið: Sjúkrastofa í spítala. Einn sjúklinganna Pétur c.ð nafni ligg-
ur og bíður læknanna með eftirvæntingu og kvíða... Nú opnast
dyrnar snögglega upp á gátt og inn stormar prúð prósessía.
Fyrst kemur meiri háttar læknir, á eftir honum minni háttar
læknir, þá kandidat, þá tveir stúdentar, og hjúkrunarkona rek-
ur lestina. Allt þetta fólk er í hvítum kyrtlum, sæmilega hrein-
um.
Fyrsti Iæknir (víkur sér snöggt og hressilega að Pétri)
Gúmorin, gúmorin, signor Pétur, heilsan fín hjá okkur 1 dag,
er það ekki?
Sjúklingurinn (umlar) U-humm.
1. Iæknir: Já, er það ekki? Það þóttist ég strax sjá. Sofið eins
og steinn?
Sjúkl .: Framan af nóttu.
1. læknir: Bravó, bravó, og dreymt vel... um fiskirí og kvenna-
far, ekki satt? (Nú hlær fylgdarlið læknisins, en þó mismun-
anc mikið eftir stigi og stöðu. Læknir nr. 2 og kandídatarnir
hlógu svo að sá í úfinn á þeim. Stúdentarnir hlógu mest til
málamynda, en hjúkrunarkonan lét sér nægja krampakenndar
viprur kringui.i hægra munnvikið). — Nú, nú, og temperatúr-
inn í morgun, hvað er hann?
Hjúkrunarkonan: 39.3
1. læknir: Hm, þetta er nú svo sem enginn trópiskur hiti, og
6 Spcgillinn
hann fer lækkandi. Verður kominn niður f heimskautakulda
eftir helgina. Allt í framför, ekki satt- — Og matarlystin,
hún er sallafín, er það ekki?
Sjúklingur: (grátklökkur) En til hvers er að hafa matarlyst,
þegar maður verður að fasta annan hvern dag og éta hinn?
1. Iæknir: Það er nú akkúrat lóðið, hreinsa sig vel út og
fasta annan hvern dag og eta svo og drekka eins og tröll
hinn daginn. Svoddan gerir gott í kroppinn.
Sjúkl: (æstur) En ef það er nú eins í fyrrakvöld? Þá borð-
aði ég mig pakksaddan af indælis mat. Og svo var mér sett
pípa rétt á eftir, og þar með fór víst allur góði maturinn.
I. læknr: Já, og með tilheyrandi hornamúsík. En góði maður,
með þessum mikL. og góða mat, urðu áhrifin af pípunni miklu
stórfenglegri... Jæja, en nóg um það. Hvað hefu** hann far-
ið oft í röntgen, kandídat?
Kandidatinn: Fjórum sinnum: maga, nýrna, lifur, hjarta og
lungu.
1. læknir: (athugar skjöl sína, byrjar síðan lágt hljóðskraf við
aðstoðarmenn sína. Það fer að mestu fram á latínu. Þegaf
Iæknarnir sletta latínúnni sem mest, kinkar hjúkrunarkonan
ákaft kolli til samþykkis, en hún skilur lítið í latínunni) Jamm,
þá er nú varla hægt að taka af honum flei_] myndir, nema
þá helzt Ijósmynd.
Sjúkl.: Guði sé lof, þá þarf ekki að fasta meira,