Spegillinn - 01.05.1965, Side 7

Spegillinn - 01.05.1965, Side 7
Löngu- mýrar- þáttur Þessi saga er m. a. sögð af Bimi alþingis- bónda frá Löngumýri: Björn var á yfirreið fyrir kosningar og kom á stórbýli. Skipaði Björn bónda nokkr- um, sem var meðreiðarmaður hans, að tjóðra hestana. Þá varð bónda að orði: „Þú hleyptir þeim nú bara á túnið heima hjá mér“. „Já“, svaraði Bjöm. „Maður gerir sér nú dælt við kotbændurna". 1. læknir: (íhugandi) Jú, það væri kannski rétt að taka mynd af hausnum á honum og heilanum. Sjúkl.: Þarf ég þá að fasta enn einu sinni eða fá pípu? !• læknir: O, nei, þú skalt bara passa þig á að hugsa ekkert í dag — til að hvíla heilann. (Nú brosa allir, hjúkrunarkonan líka) Og ef eitthvað sést athugavert á þeirri mynd, þá getur verið að við þurfum að gera á þér hryggstungu. Sjúkl.: (Rekur upp sárt örvæntingaróp) Ó-ó-ó-ó-ó-ó! Er það ekki alveg hræðileg aðgerð? t- læknir: Sei-sei-nei. Flestir lifa hana af. Sjúkl.: (andstuttur) En ekki allir? !• læknir: Tja, hvað veit maður. Annars held ég ekki að þess þurfi, Pétur minn. (Við 2. lækni) Mér sýnist þú nokkurn veg- m normal. Viltu hlusta hann, meðan ég !:íki nánar f sjúrnalin. 2- læknir: Sjálfsagt. Gera svo vel að anda djúpt .. Hvað þá, ertu hættur að anda ... heldurðu niðri í þér andanum? Nei, það er ekki meiningin, þú átt að anda regiulega. Svona já. Gott. Bezt að líta á hálsinn. Opna munninn og segja A-a-a. Sjúkl.: A-haaa, A-haaa ... 2- læknir: Nei, nei, ekki segja A-ha. Ég sagði þér bara að segja Aaaaa. Svona já. (1. læknir) Þetta virðist vera í lagi, Hjart- slátturinn dálítið óreglulegur. Sjúkl.: Það er hann aldrei nema þegar þið eruð hérna inni. *• l*knir: Fröken Pálína, hvað er hann búinn að fá margar vítamínssprautur. Hjúkrunarkonan: Átta. 1. læknir: Og finnst þér þær ekki hressa þig, Pétur? Sjúkl.: Æi-nei, ekki held ég það. 1. læknir: Það fjörgar þig kannski nóg, að hafa allt þetta fall- ega kvenfólk í kringum þig. (Allir brosa, stúdentarnir mest). 1. læknir: Já, det er .ú det. Fröken Pálína, við höldum meðala- kúrnum áfram. Það eru Tablette Stromboli, ekki satt, og Val- ería Valera undir svefn, Recerpini Reception og Tabblette Cloratortazini við tensíó. Hjúkrunarkonan: Það skal gert læknir. 1. læknir: (Við aðstoðarfólk sitt) Díagnósan ætti að vera tilbúin eftir tvo daga. Og þegar hitinn er kominn í lag, sendum við hann heim. Ég fæ ekki séð, að það gangi neitt að mannskratt- anum, nema þá kannski hysterí.. .Jæja, Pétur minn. So long. — still going strong! (Prósessía fer að næsta rúmi.) EFTIRMÁLI Það skal tekið fram að framanritaður þáttur var skrifaður up) eftir Pétri í heimsóknartímanum þá seinna um daginn. Er þvl ekki útilokað að eitthvað hafi skolazt til og ruglazt tæknileg og læknisfræðileg atriði og orð. Lazarus. Spegillinn 1

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.