Spegillinn - 01.05.1965, Side 8

Spegillinn - 01.05.1965, Side 8
r vj.ii ' • • - Eintal smáborgarans Ýmsir eiga Taunus, eii sumir Chevrolet svífa um götur borgarinnar, elegant og nett, sýna þeir sín farartæki furðu dásamleg, — allir nema ég. Sumir eru þingmenn og mestu mælskutól, mala dátt í þingveizlum, í hvítu bæði og kjól, þræða að stjórnarstólunum um stuttan greiðan veg, — aliir nema ég. Margir fá þeir orður og kostulegan kross, kannski jafnvei Dannebrog - það dýrlegasta hnoss, sitja boð á Bessastöðum, virðing með og veg, — allir nema ég. Sumir fá í happdrættinu hús og fínan bíl, húsgögnin í lange baner - nýtízku stíl, þeir njóta sannrar heppni, sem er harla ótrúleg, — allir nema ég. Sumir eiga velvaxnar og fallegar frúr, sem fara svona öðru hverju í megrunarkúr og kannski líka frillu, sem er furðu gimileg — allir nema ég. Ýmsir eiga bamahópa, ofvita og flón, eftirmyndir pabba síns að vitsmunum og sjón, sem ýmist em hlýðin eða óviðráðanleg, — allir nema ég. Margir eiga villu með valmaþak og kvist, voða fínar stofur, sem fullar em af list, garða hlaðna skrúði með skrautblóm kostuleg, — allir nema ég. Loks fá margir útför með stórri pomp og pragt, og presturinn um líkið margt fallegt getur sagt, og minnismerki á grafir sínar fá þeir frækileg, — allir nema ég. rj- $ Spegillinn

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.