Spegillinn - 01.05.1965, Qupperneq 12
ekki frekar vit á nýtízku leiklist en ný-
gotinn hvolpur eða Vilhjálmur Þ.“ Síðan
tíndi þessi nýi Yonescu saman blöð sín
og gekk grátandi út.
Frá dyrum og inn að skrifborði Þjóð-
leikhússtjóra er sosum 25 metra vega-
lengd. — Hann tók mér alúðlega.
„Ég þarf að fá hjá þér einn miða að
frumsýninpunni," byrjaði ég.
„Ja sko,“ sagði Rósinkrans og drap
tvo tittlinga, “bæði er nú húsið fullt af
heldra fólki á frumsýningum, og svo
veit ég ekki til að þú sért Önfirðingur,
Framsóknarmaður eða Samvinnuskóla-
maður. - Nei, því miður.“
Ég: „Dómsmálaráðherrann skipaði
mér að fara á sýninguna."
Guðlaugur tók hart viðbragð og
drap heilan tittlingahóp.
„Af kvurju srgðirðu ''etta ekki strax,
mannfýla? Það er nú ekki um annað að
gera en gegna því, annars eru helvítin
viss með að skella á mann annarri rann-
sóknarnefnd."
Og miðann fékk ég.
Svo fór ég til Hauks Óskarssonar og
fékk klippingu .höfuðbað, spíra og Ad-
reV í hárið, rakstur og Óld Spæs á eft-
ir.
Smókingurinn minn gamli var orð-
inn dálíiið snollaður á mér, en ég hélt
samt, að hann gæti gengið enn.
Klukkan 10 mínútum fyrir átta var
ég mættur uppi í leikhúsi. Við dyrnar
stóð maður með sýslumannshúfu.
„G tt kvc'^ fógeti". sa 3i ég og bar
höndina upp að hattbarðinu. En hann
rétti bara fram hönd sína op sagði: „Að-
göngumiðann.“
Svc komst ég klaklaust í sæti mitt,
c0 sá þá að var ekki valið af verri
12 SpegilHnn
endanum: Á gagnrýnendabekknum á
milli Sigurðar A. Magnússonar á Mogg-
aum og Ólaf'- Jónssonar á Alþýðumogg-
anum, en þeir tveir eru taldir allra
krítikkera djúpvitrastir. Þeir töluðu
saman þvert yfir mig, og skildi ég fæst
af því ,en þar mátti heyra orð eins og
„raunhlítur", „absúrdismi," „avant
garde,“ etc., etc.
Mig langaöl til að leggja orð í belg
líka, hefst upp úr eins manns hljóði
og segi: „Eruð þið aldrei hræddir hér,
piltar?“
„Hræddir? Við hvað?“ spurðu þeir
tómlega.
„Við það, að allt stuðlabergið hans
Guðjóns sáluga pompaði niður úr loft-
inu í hausinn á ykkur?“
Þeir hlógu kaldahlátur, og Ólafur
svaraði:
„Það eina, sem við erum hræddir við
á þessum stað, er slæm leiklist.“
„Og það er alltaf hér,“ hreytti Sigurð-
ur út úr sér.
„Þeir cýndu nú samt leikritið þitt,
Siggi minn," "ði ég, en sá brátt ,að
þetta hefði ég ekki átt að segja, því að
þögn Sigurðar var hyldjúp og fyrirlitn-
ingin eftir því. Ég reyndi því að gera
gott úr öllu saman og slá því upp í grín,
segjandi:
„Þú kallaðir stykkið þitt „Gestagang"
en þessir fáu 'korfendur kölluðu það
bara „Draugagang", ha-ha-ha-“.
En Sigurður þagði enn fastar, og Ólaf-
ur ræskti sig, „A-hemm!“, en ég gat
ekki betur séð en helvítið Olotti.
Nú fór teppið frá, og Helga og Róbert
komu blaðskellandi inn. Mér varð fljótt
ljóst ástandið á Helgu.
„Hún er bara áðí, ún Elga,“ tautaði ég
fyrir munni mér. „Já, og meira að segja
blindfull, manneskjan! Og ég sem hef
aldrei heyrt annað en að þetta væri
mesta reglumanneskja."
Ólafur sagði: „Uss-þei-þei,“ en Sig-
urður þrumaði lágt: „Silencium," hvað
ég hélt að væri gríska, því að SAM hef-
ir, að eigin sögn fengið gríska orðu (en
ég hef nú alltaf haft lúmskan grun um
að þetta væri bara heiðurskoparhlunk-
ur frá Friðrikku drottningu — þau eru
nebblilega bæði dálítið gefin fyrir að
láta bera á sér). En þegar ég fór upp á
Safn daginn eftir og spurði Halldór Þor-
steinsson bókavörð og málagarp, hvað
„silensíum" þýddi, þá kom í ljós, að
þetta var bara banvítis latína og þýðir
„Þögn!“
Og svo byrjaði leiksýningin fyrir al-
vöru, og úm hana gildir að hafa sem
fæst orð á prenti. Það var nú ljóta sam-
komulagið á þeim hjónum, Helgu og Ró-
berti. Þau skömmuðust allan liðlangan
tímann með bölvi og svívirðingum og
klámið í þeim var aldeilis ofboðslegt,
meira að segja svo, að ég skildi ekki
sumt af því, enda langt síðan ég hefi
verið til sjós eða í vegavinnu. Helga var
fjandann ekkert betri með þetta. —
Já það var margt torskilið í þessum leik.
T.d. það að Helga segir eitthvað á þá
leið, að margur maðurinn ’ildi fúslega
fórna báðum höndum sínum fyrir að fá
tækifæri til að giftast dóttur háskóla-
rektors, eins og hún væri sjálf. Þá
svaraði Róbert, að útkoman yrði hins
vegar sú, að menn fórnuðu öðrum leynd-
ari lim. Það skildi ég ekki fyrri en ég
var að hátta mig um kvöldið.
Rifrildið magnaðist, og þar kom, að
þau flugust á í illu. Róbert rétt hafði við
Helgu, þótt full hún væri. Hann hnoð-
aði henni yfir sóffabak og bjóst til að
kyrkja hana Þá var mér öllum lokið,
ég spratt upp úr sæti mínu og hróp-
aði: „Ætlið’ að láta mannskrattann
drepa konuna svona fulla!“ En þá tóku
sessunautar mínir í mig og keyrðu mig
niður í sætið aftur, enda sleppti Róbert
Helgu í þeim svifum. Og Helga var
bara rólegri á eftir og það rann af henni.
„Svona á víst að taka þær,‘ ‘hugsaði ég.
Og þvf meir sem leið á sýninguna því
meir prísaði ég mig c-’-n fyrir að vera
piparkarl.
Aðrir leikarar voru: hann þarna pilt-
urinn úr Keflavík. (Það er slatti af leik-
urunum við Þjóðleikhúsið úr Keflavík).
Með honum var kona hans, sem heitir
að eftirnafni Sauðskinn, eða eitthvað
þess háttar - og lék litla, hvíta mús,
og var alltaf spúandi — þó ekki á
stofugólfið. Og Gísli þessi sá átti nú
heldur erindi í lónið! Þegar Róbert var
búinn að hella hann fullan, æsti Helga
hann upp í að dansa við sig og það var
jafnvel klúrari dans en í myrkrinu á
sveitaböllunum í dentíð. Strákurinn
hélt báðum höndum utanum rassinn á