Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 19
STJÖRNUR
☆
svavar gests og hljómsveit
eiga geypilegum vinsældum að
fagna meðal ungra sem gam-
alla. Raddir heyrast um að
svavar sé að hætta með hljóm-
sveit sína og muni ráðast til
hins væntanlega íslenzka sjón-
varps. Ekki er að efa, að þar
muni svavar eiga vinsældum
að fagna og verða þar hár f
loftinu einnig á þeim vett-
vangi.
☆
KISTA
Frestinum fíest
til lista lagt
Skólastjóri hér í bæ, Jón
nokkur Giss, hefur eitthvað
veriC; að nöldra út af því, að
einn frægasti prcstur landsins,
séra Árelíus, hefur ort dægpr-
lagatexta, og eitthvað blandað
Heilagri guðsmóður í málið. Er
texti þessi afar vinsæll, bæði í
heimahúsum og • .rkum dans-
húsum, Röðli, Þórskaffi o. s.
frv.
En þetta sýnir ekkert annað
en það, að nútíma prestar láta
sér ekkert óviðkomandi.
Annars minnir þetta ofurlít-
ið á smásögu af gö ’um presti,
sem þótti anzi féglöggur. Hann
átti graðhest góðan, og þóttist
eitt sinn hafa vissu fyrir þvi,
að hesturinn hefði fyljað
hryssu bónda nokkurs þar f
svei«nni. Vildi prestur inn-
heimta toll fyrir þetta afrek
folans.
Næst, þegar messað var,
gekk klerkur til viðkomandi
bónda eftir messu og sagði við
hann:
„Ég á fyl í merinni yðar, Jón
minn“.
„Ja, margt berið þér nú við,
prestur minn“, svaraði bóndi.
*
Harðdrægur
Akureyringur
Vísir skýrði á sínum tíma
frá fiskdráttarkeppni niður um
ís á Akureyrarpolli. Taldi blað-
ið upp nokkra menn, sem
harðdrægastir“ urðu, svo að
notað sé orðalag blaðsins.
Það kom á óvart, að banka-
stjóri sá, sem tók þátt í keppn-
inni, h’—'t ekki fyrsta sætl
f „harðdrægni“, heldur var
bara þriðji harðdrægasti.
Það liggur í augum uppi, að
hvorki skattalögreglan né
gjaldheimtan hafa átt fulltrúa
f keppninni. Þá hefði svo sem
ekki neinn vafi Ieikið á því,
hverjir hefðu orðið harðdræg-
ari.
*
Vandir að
virðingu sinni
Úr blaðaauglýsingu:
„Múraramei staraf élag
Reykjvíkur og Múrarafélag
Reykjavfkur vilja, að marg-
gefnu tilefni, aðvara húseig-
endur við því að fara eftir aug-
lýsingum ilöðum, um vinnu
við flísa- og mósaíklagnir og
aðra múrvinnu, þar sem f flest-
um tilfellum er um að ræða
ófaglærða menn, sem auglýsa,
og að auki okra á vinnunni
og eyðileggja efnið, sem þeir
vinna úr“.
Þetta eru orð í tíma töluð.
Enda er það á allra manna vit-
orði, r.3 múrarar — og málarar
eru allra manna sanngjarnast-
ir og vinna fyrir ótrúlega lágt
kaup. Þeir taka að sér aðeins
eitt verk í einu og fylgja því
fast efiir. Húsbyggjendur og
eigendur ættu að kunna vel að
meta slíkan þegnskap og fórn-
arlund, í stað þess að elta uppi
einhverja L'JIvaða fúskara. -
Skattar múrara sýna Iíka ber-
lega, hve tekjulágir þeir eru.
Þvældur bankc
„Þjóðrækinn" skrifar Hann-
esi á horninu um það, að það
sé helvítis ómynd hvernig
margir færu með seðlana mcð
fallegu myndunum af Jóni t •
Tryggva.
Satt mál er þetta, og mörg-
um þykir svo vænt um pen-
inga, að hann vildi feginn
ramma þá fallegustu inn og
festa þá upp fyrir aftan rúmið
sitt.
En þá held ég að yrði nú
ljón á veginum. Hvað haldið
þið að yrði um blessaða elsku
seðlana ef skattalögreglan og
gjaldheimtan sæju peninga
þannig á glámbekk?
Spegillinn ' 19