Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 26
STJÖRNUSPÁ
Spáin gildir fyrir næsta mánuð og er næstum óbrigðul, eins
og þegar hefur sannazt um stjömuspár Spegilsins.
Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl:
Þú ert alltof eyðslusamur, enda er fjárhagurinn eftir því.
Taktu upp þínar eigin sparnaðarvikur í samráði við hann Svein
Ásgeirsson, en r'arðu ekki með honum í Naustið. Það er enginn
sparnaður í því.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Þú ert hættulega rómantískur, en eins og nú stendur á er
slíkt stórhættulegt. Hafðu hægt um þig og ræddu vandamálin
við Hannes Jónsson félagsfræðing. Hann tekur þér vel.
Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní:
Ástfangnir og ógiftir undir þessu merki ættu að fara var-
lega og stíga ekki feti framar, fyrr en tekin hefur verið greini-
legri afstaða gagnvart væntanlegri tengdamömmu. Það er ekki
að vita hvort ykkar myndi hafa undirtökin í væntanlegu hjóna-
bandi, þú eða tengdamamma.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Blóm frá Þórði á Sæbóli myndu koma mörgum nákomnum
vel, enda kemur það líka Þórði vel að þú verzlir við hann, því
hann stendur í stórræðum um þessar mundir.
Ljónið, 4. júlí til 23. ágúst:
Þetta er merki stangaveiðimannanna ,enda mun veiðilánið
endast í allt sumar. Þeir sem ekki eru með veiðidellu ættu að
fá sér hana, því að framundan er ákjósanlegur tími fyrir veiði-
menn, þó skyldu menn ekki fara upp fyrir þúsund krónu veiði-
daga, a. m. k. ekki til að byrja með.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.:
Varaðu þig, því að algjörs bindindis er krafizt af þér næstu
vikur. Templarar eiga sælar stundir, ef þeir reyna.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þú skalt ekki kaupa þér bíl, ef þú ert í hugleiðingum. Þú
þarft að ganga meira. Gakktu í Hjartavernd (HÆ-félagið).
Drekinn, 24. okt. til 23. nóv.:
Þú ert of morgunsvæfur og latur. Stundaðu morgunböð í
Sundlaugunum, þar kemstu í góðan félagsskap. Þú munt
hressast.
Bogmaðurinn, 24. nóv. til 21. des.:
Hættu að reykja þegar í stað, annars er voðinn vís. Kauptu
happdrættismiða hjá Krabbameinsfélaginu, helzt tvo. Aðeins
reyklausir menn komast vel af undir þessu merki næstu vikur.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.:
Skapið er ekki nógu létt um þessar mundir. Fjárhagsáhyggj-
um mun létta af þér bráðlega, svo að þú þarft að létta skapið.
Þú ættir að gerast áskrifandi að Speglinum.
Vatnsberinn, 21. jan. tii 19. febr.:
Kauptu þér reiðhjól og taktu lífinu létt. Hjólatúr um næstu
helgi hefur undraverðar afleiðingar til góðs. Prófaðu bara.
Fiskamir, 20. febr. til 20. marz:
Blandaðu þér ekki í pólitískar umræður, og ræddu ekki
minkafrumvarpið. Dansiball um helgina hefur sérlega góð áhrif
undir þessu merki. Ef þú hefur ekki fylginaut, þá verðurðu að
bjóða út, annars nærðu ekki settu marki.
Astron.
tm
Undirritaður óskar hér með að gerast áskrifandi
SPEGILSINS
Og fegurðin
mun ríkja ein
frá nýári 1965
frá og með 6. tbl. (strikið undir það, sem við á)
og lofar að leysa út, þegar þar að kemur, póstkröfu
fyrir áskriftargjaldinu, kl. 300,00 fyrir árið, eða kr.
175,00 fyrir 7 blöð.
Níafn
Ueimilisfang (eða pósthólf)
Undir þessari fyrirsögn flyt-
ur Þjóðviljinn frétt um Banda-
ríkjamann nokkurn, sem hald-
ið hefur málverkasýningu í
New York. Hann hefur það sér
til ágætis, að málverkin eru öll
einlit, í fyrsta sýningarsalnum
svört, síðan rauð, og blá í þeim
þriðja - Sýningin ku fá góða
dóma.
Guðs þakka vert væri, ef ab-
straktmálarar vorir og klessu-
meistarar tækju upp þessar
aðferðir í stað skræpóttu
skrímslanna. Þá gætu líka all-
ir húsamálarar haldið sýning-
ar. Notað bara málningarleifar
úr dollum sínum og makað á
tex-plötur.
Og mundi þetta ekki létta
starf djúphugulla listdómara
og gera skrif þeirra loksins
skiljanleg almenningi?
Peningalykf
Peningalyktin er langtum
alvarlegra mál heldur en menn
gera sér grein fyrir. Peninga-
lyktin er nefnilega peningar,
sem verið er að kasta á glæ ’
og það á óskemmtilegan
hátt... ?
Stefán Bjamason verkfr,
í Morgunbl. 25. apríl.
26 Spegillinn