Spegillinn - 01.04.1967, Page 7

Spegillinn - 01.04.1967, Page 7
Svo mælti Grettir forðum í einstæð- ingskap sínum. Og þetta geta íslenzkir bændur sagt í dag. Þeir hafa margir um áratuga skeið talið sig eiga öflugan bróð- ur að baki í pólitík, þar sem er Fram- sóknarflokkurinn, sem hefur talið sig sérstaklega flokk bænda, og það jafnvel eina bændaflokkinn. í Tímanum eru bsendur jafnan taldir aumastir allra. En misvitur var Njáll. Nú virðast Framsóknarforingjarnir vera að hætta að púkka neitt upp á bændur, og sjást um þessar mundir a.m.k. tvö dæmi deg- inum ljósari: Halldór sálmaskáld á Kirkjubóli er einhver hundtryggasti Framsóknarmað- ur, sem sögur fara af. Hann átti að fá öruggt sæti á lista þar vestra og hafði þó nokkuð fylgi í kjördæminu, þótt ótrú- legt kunni að virðast. Auk þess studdi Spegillinn hann af alefli, því að hann ætlaði Halldóri að verða annar þing- maður Spegilsins. (Fyrsti þingmaður er Björn á Löngumýri). En forystumenn flokksins gerði Dóra afturreka og settu í staðinn piltkúk nokkurn úr Reykjavík, son fyrrverandi formanns flokksins. Pilt- urinn er innsti koppur í búri hjá NATO og telur álframkvæmdir sáluhjálparatr- iði fyrir þjóðina. Halldór er sanntrúað- ur og hlýðinn flokksmaður, og rýrndi fyrir piltinum. Hins vegar kom gremja hans og sorg fram í því, að hann settist niður og skrifaði grein í Tímann eitt mesta ramakvein og píslargrát, sem til er í bókmenntunum, næst Píslarsögu séra Jóns þumlungs. Þó birtist þar hundflöt auðmýkt fyrir flokksvaldinu. Og þar með var einn bóndinn enn úti- lokaður frá þingsetu. En sjaldan er ein báran stök. Á flokksþingi Framsóknar gerðist það helzt, að helzti forystumaður bænda- samtakanna, Þorsteinn á Vatnsleysu var hrakinn úr miðstjórn. Virðast þeir „bæjarradíkölu“ í Fram- sóknarflokknum stefna markvíst að því að hrekja helztu forsvara bændastéttar- innar út í yztu myrkur. Geta bændur því sagt með íullum rétti: Guð varðveiti míg fyrir vinum mínum! S p e g i 11 i n n 7

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.