Spegillinn - 01.04.1967, Síða 13

Spegillinn - 01.04.1967, Síða 13
Menningarmálasérfræðingur Spegilsins Fer á fund með þjóðhdtíðnrnefnd Spegillinn leyfir sér hér með að kynna fyrir háttvirtum lesendum sín- um nýjan sérfræðing, er hann hefúr nýskeð ráðið í sína þjónustu sem ráðu- naut og sérfræðing í mennta- og menningarmálum. Þetta er ungur maður, sem heitir Styrmir Sturla Fornólfsson. Faðir hans var stórbóndi fyrir norðan ,hrepps- stjóri, sýslunefndarmaður, sóknar- nefndarformaður og meðhjálpari. — Hann var mikill fræðimaður á alþýðu vísu, ættfróður vel, hafði verið einn vetur í Möðruvallaskóla og var bú- fræðingur frá Ólafsdal. Fornólfur bóndi var mest hrifinn af Sturlungaöldinni í sögu íslands og kunni mikið af Sturlungu utan að. Þessvegna skýrði hann son sinn í höf- uðið á þeim fræðimönnunum, Styrmi fróða og Sturlu Þórðarsyni lögmanni. Styrmir Sturla er geysilega lærður, ekki eldri maður. Hann er magister úr norrænudeild, lærði allt það um Jón Thoroddsen, sem prófessor Stein- grímur gat kennt honum, af prófessor Guðna lærði hann bæjaröðina í Stokkseyrarhreppi og að rekja Bergs- ætt og Bolholtsætt. Nokkra tilsögn fékk hann í knattspyrnu hjá prófessor Bjarna Guðnasyni, en varð að hætta því, því að nemandanum hætti til að verða viðutan og sparka þá í alit annað en boltann, og í slíku kasti varð honum það á að sparka í rass- inn á kennaranum, og lauk þar með kennslunni. En þetta er eina námið, sem Styrmi Sturlu hefur mistekizt. Hann varð magister frá Norrænu- deild, fyrir djúphugsaða ritgerð um framættir fornkonunga á Norðurlönd- um, og hlaut einkunnina: magister cum egregia lande, hvað útieggist: með miklum ágætum. Eftir magisterspróf dvaldist Styrmir Sturla við ýmsa fræga háskóla til framhaldsnáms, svo sem í Uppsölum, Heidelberg, Basel, Oxford, Cambridge og loks Harward í Bandaríkjunum. Hann má teljast jafnvígur á allar and- legar menntir — talar gotnesku og latínu eins og innfæddur. Hann kynnt- ist ýmsum ismum í París, og er dús við Jean Paul Sartre og Friedrich Durren- matt. Hér heima hefur hann um stund unnið að ritstörfum, m. a. skrifað blaðakrítikk um listir og menningar- mál, og dæmir flest það, sem hann skrifar um, niður fyrir allar hellur; er dómharður og harðskeyttur. Hann vinnur nú að geysimikilli doktorsrit- gerð, er hann nefnir: „Kvennafar höfðingja á Sturlungaöld og fram um ár 1450“. Þrátt fyrir óhemju lærdóm sinn, er Styrmir léttur í málum hversdagslega, og getur verið hæddinn og launfynd- inn — á kostnað annarra. Spegillinn væntir sér góðs af sam- vinnu við jafnsnjallan mann og Styrmi Sturlu. Þjóðhátíð væntanleg, 1974, er nú á hvers manns vörum, og þótti sjálfsagt að það yrði fyrsta málið, sem Styrmir Sturla fjallaði um á vegum blaðsins. — Gefum vér honum hér með orðið. Ég, Styrmir Sturla Fornólfsson, mag- ister artium, hef ákveðið að fylgjast vel með því, sem nú má kalla mál málanna á menningarsviðinu. Nefnd mikil hefur starfað að málinu, ef starf skyldi kalla. Veltur mikið á að vel sé valið í svo þýðingarmikla nefnd, og hefur þetta val ekki tekizt sem skyldi, fremur en aðrar opinberar nefndir. Til dæmis vantar þar algerlega unga og harðvítuga menningarvita, eins og mig, Sigurð A. Magnússon, Ólaf Jónsson — og mi g. Vel er það samt valið, að hafa skáld í æðstu embættum nefndarinnar: Ljóð- skáld (hér má prentvillupúkinn ekki að setja „leirskáld!) í fonnannssæti, róm- anaskáld í ritarasæti (Þetta skáld fór vel af stað í upphafi, því að það vann sér verðlaun fyrir klámsögu, slíkt er ungra skálda). Þá er leikhússtjóri nokk- ur í nefndinni, og er ekki nema gott að vel verði séð fyrir leiklistinni á þjóðhá- tíðinni. Hins vegar er það ofrausn að hafa líka leikaratitt nokkurn, sem jafn- framt nefndarstörfum hefur leikið kláða- gemling í Marat-Sade, ólátaleik í Þjóð- leikhúsinu. Þá er í nefndinni banka- stjóri nokkur svo og barnabætir norðan af Akureyri, og loks þjóðsagnaritari af Vestfjörðum, sem mundi eiga að standa að 60 binda bókmenntaútgáfunni, milli þess sem hann skiptir um stjórnmála- flokka .... En sem sagt, þarna vantar algerlega mestu menningarvitana, mig, SAM, Ólaf og mig. Ég óskaði, sem menningarmálasér- fræðingur Spegilsins, að fá að vera við- S p e g i 11 i n n 13

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.