Spegillinn - 01.04.1967, Qupperneq 16
ÆVINTÝRI SKÍÐAMANNS
Um pdskana ég fór á fjöll,
ferðin sú var skrýtin öll.
Töluvert nesti tók ég með:
tólg í öskju ég smyrja réð,
hangiket af holdasauð,
heilnæmt gæðasmjör og brauð,
hókarlsbita með bragðið gott,
af brennivíni hdlfan pott,
af súkkulaði sosum pund,
sælgæti, er gleður lund,
tíu flöskur Thule-öl
til að bæta úr þorstakvöl,
rikling vænan vestfirzkan
og vænan lauk, sem hressir mann,
grænan af myglu gróðaost.
------Gekk ég að heiman með vikukost.
Skíði hef ég harla góð,
sem húrra örugg sína slóð.
Stafirnir eru úr stífu tré
og stingast niður úr fönnina.
— Þæfð er peysan, þykk sem húð,
þú færð ei betri í neinni búð,
lambhúshettu og loðhúfu
læt ég skýla höfðinu.
Gæruúlpan góð er flík,
d Fróni önnur finnst ei slík.
Brókin sterklegt stykki er,
hún stendur sjdlf þó úr ég fer.
Hóir sokkar, hlýir, og
í leiðslunum er talið tog.
Helzt mundu skórnir hæfa d tröll.
--------Og nú er talin útgerðin öll.
Gekk ég svo að heiman hress,
húsfreyju kyssti og sagði bless.
í stórum bíl svo brunað var
beina leið upp á auðnirnar,
sezt að í skíðaskdlanum
(skrambi var svalt í kofanum).
Degi var hallað, komið kveld,
kdtt var sungið við arineld,
lagzt var til svefns með lúin bein,
legurúmið minnti d stein.
Of stutt var kojan, svo krepptur ég Id,
tæplega rann mér biundur d brd.
Fyrir allar aldir var
upp staðið — miskunn var engin þar.
Að söngum hafragraut sezt var fyrst,
síðan í hvelli ferðbúizt.
Brekkan var bæði leið og löng,
leiðin upp hana fjandi ströng,
að ofan að sjd mjög ægileg,
af angist og kvíða titraði ég
16 S p e g i I I i n n