Spegillinn - 01.04.1967, Side 20

Spegillinn - 01.04.1967, Side 20
Snarfari skreppur í PariamentiB í STJÓRNARRÁÐINU. Bjarni boðaði mig á sinn fund rétt þegar ég var að ljúka við að borða litla skattinn, dag nokkurn skömmu eftir páskahretið. Ég auðvitað eins og eld- flaug niðrí Ráð. Þar biðu eftir samtali við forsætiss: Einn útlendur ambassor, 5 útgerðar- og frystihúsaeigendur á gjald- þrotsbarmi og eitthvert slangur af auð- mjúkum íhalds agítatorum úr borg og byggð. En mér var umsvifalaust hleypt inn til ráðherra á undan öllum hinum. Barni var önnum kafinn að undirrita skjöl, en ráðuneytisstjórinn stóð yfir honum, kengboginn af undirgefni. „Góðan og blessaðan daginn, há- göfgi“, ávarpaði ég ráðherra. Við Bjami vomm dús hér fyrr á tíð,en þeg- ar hann varð ráðherra í fyrsta skipti ætlaði ég að fara að þéra hann, en Bjami er bæði altilegur maður og vinur vina sinna, og aftók annað en að ég héldi áfram að þúa hann. Við kveðju mína leit Bjarni upp úr skjaladraslinu: „Nú, ertu þama kominn strax, Snar- fari? — Ut með þig, Birgir, ég þarf að tala við þennan mann undir fjögur augu“. Ráðuneytisstjórinn hljóp út eins og byssubrenndur. „Er ekki ósköp pirrandi fyrir þig að hafa svona Framsóknartitt sveimandi í kringum þig allan daginn?“ spurði ég. „O, svo má illu venjast að gott þyki. — En hvað um það, ég ætla að senda þig í skottúr til London“. „Verði þinn vilji“, sagði ég, „ertu 20 S p e g i 11 i n n búinn að semja við fjármálaráðherrann um að borga ferðakostnaðinn úr ríkis- sjóði“. „Mangi frá Mel getur étið það, sem úti frýs fyrir mér“, hreytti ráðherrann út úr sér. „Það er ég, sem ákveð, og regera á þessum stað og mínum á- kvörðunum verður ekki haggað“. „Karlmannlega og höfðinglega mælt“, varð mér að orði, „og þessi orð þín minna mig á einn stað í Heilagri ritningu, sem er eitthvað á þessa ieið: — „Það sem ég hef sagt, það hef ég sagt“, sagði sá heilagi Pílatus og gekk út og hengdi sig“. „En hin heilögu orð hrinu ekki á Bjarna, hann tók þeim með tómlæti“. „Þú getur þulið ritningargreinar þín- ar yfir Jóhanni kirkjumálaráðherra — til einskis að vera að spandéra þeim á mig. — En sem sagt: Þú ferð strax í fyrramálið til London“. „Og hvert er erindið með leyfi að spyrja? A ég kannski að reyna að hugga hann Guðmund I., eftir níðið, sem hann Kiljan skrifar um hann í íslend- ingarspjall, handa Svíum?“ „Sá rógur kemur lítið við Guðmund I., meðan hann er ekki ambassador hjá Svíum“. —- En sjáðu nú til, Snarfari minn. Nú fara kosningar í hönd, og aidrei ríð- ur meira á að hegða sér á viðeigandi hátt. Auðvitað kann ég ósköpin öll af venjulegum mannasiðum handa hinum almenna borgara. En ég þarf að kunna meira. Ég hef undanfarin ár tamið mér , framkomu landföðurins fram í fingur- góma.. .“ „Já, kannski óþarflega mikið, því að

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.