Spegillinn - 01.04.1967, Side 21

Spegillinn - 01.04.1967, Side 21
Nauðsynlegt er að þingmenn haldi sér vakandi, einkum þegar ég og samróðherrpr mínir erum að flytja langhunda, sagði Bjarni. það klæðir þig ekki“, skrapp upp úr mér svona óvart. En mér til stórfurðu varð ráðherrann ekkert móðgaður: „Það má vel vera“, sagði hann, „enda er það fjandi þreyt- andi að vera alltaf í þessum virðulegu skorðum. En ég hef frétt núna upp á síðkastið, að stjórnmálaforingjar í út- löndum séu farnir að haga sér frjálsleg- ar en áður hefur verið siður. Mér er til dæmis í minni hvernig hann Híp, leið- togi enskra íhaldsmanna, gat látið á pressuballinu héma í vetur. Svei mér, ef mannskrattinn var ekki fullur. Til dæmis hló hann eins og íífl, þegar strák- himpigimpið, Ómar Ragnars, trúi ég hann heiti, var að syngja eitthvert gam- anvísnaröfl um sjálfan hann á gagn- fræðaskólaensku, — ekki gat ég fundið neitt púðrið í þeim asnalátum“. „Bæði er nú það, að þú hefur ekki fundið upp púðrið, Bjarni minn“, sagði <%> „og svo annað hitt, að þú hefur aldrei húmoristi verið“. Forsætiss hlustaði ekki á þessa at- hugasemd mína. Hann hélt áfram: „Og nú ætla ég að biðja þig að skreppa niður til London að kynna þér siði og háttu enskra heldri manna, sér- staklega ráðherra og annarra þing- manna. Eg treysti þér manna bezt til þess, því að þú kannt vel að vera með tignum mönnum og hefur þekkt þá svo marga. En því vel ég England, að þar er elzta þingið, fyrir utan okkar þing, og brezkir heldri menn og aðalsmenn þykja bera af öðrum hvað virðuleik snertir---------“ „Já, og hvað snertir wiskydrykkju, og þar aflciðandi lifrarveiki og héra- veiðar“, sagði ég. „Já, rétt segir þú,“ kvað ráðherra, „ef það gæti talizt ráðlegt fyrir mig að stæla enska fyrirmenn, væri kannski rétt að ég reyndi að drekka meira wisky í veizlum, — en það á bara ekki beint vel við mig. Læt aðra flokksmenn mína — og suma hátt setta, um það. En þú reynir að taka eftir því, hvaða siði — etikéttur, á ég við, brezkir fyrir- rnenn temja sér, svo að ég geti haft eitt- hvert gagn af utan þings og innan. Leggðu sérstaka stund á að kynnast parlamentinu. — Og farðu svo guði á vald, í grátt brókarhald“. í PARLAMENTINU. Ég skrapp heim til að taka til það nauðsynlegasta til ferðarinnar, m.a. eld- gamlan city-dress, sem ég hafði fengið mér óralöngu, svartan jakka og rönd- óttar buxur, því heldri menn í Englandi munu ganga í soleiðis dressi. Líka svarta regnhlíf. Harðkúluhatt átti ég ekki, en ætlaði að kaupa hann úti. Þann ig klæddan taldi ég mig vel sóma í hópi betri borgara brezkra. Að fluginu til London var ekkert sér- stakt að segja. Ég leigði mér verelsi á frekar ódýru hóteli, og hugsaði þá í sparnaðarskyni til Magnúsar frá Mel. Ég heimsótti nokkra „pöbba“ til að liðka mig í málinu, og gekk það vel, því að ég hef rnikið bætt Samvinnu- skólaenskuna mína á síðari árum. Eftir hæfilega marga bjóra, fór ég í city-dressið, setti upp harða hattinn og S p e g i 11 i n n 21

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.