Spegillinn - 01.04.1967, Síða 22
Elzti
prentarinn
Þess var minnzt um daginn
með miklum gný, að Prentara-
félagið átti 70 ára afmæli, og
þótti það hið merkasti viðburð-
ur, ræður fluttar og afmælis-
greinar skrifaðar.
En í ræðunum og greinum
var hvergi minnzt á elzta prent-
arann, sem er jafngamall prent-
verki á íslandi, en það er
PRENTVILLUPÚKINN, sem oft
er umsvifamikill. — Spegillinn
vill bæta úr þeirri gleymsku, i
þeirri von, að púkinn sjái blað
vort sem mest í friði.
Vér höfum beðið Jón Ágústs-
son, formann Prentarafélagsins,
að kynna hinn fasta fylginaut
stéttarinnar, og gerir hann það
hér með.
svörtu regnhlífina og snaraðist í Parla-
mentið.
Ég hafði blaðamannapassa uppárit-
aðan af Kristjáni Bersa, og var mér
strax vísað inn í blaðamannaherbergi
þingsins. Þar gaf heldur á að líta:
fjöldi blaðamanna sat þar reykjandi,
lesandi blöð, leysandi krossgátur. Sumir
voru jafnvel illa klæddir.
Ég var feginn, þegar mér gafst tæki-
færi til að komast inn í þingsalinn. En
þar varð ég fyrir mestu vonbrigðum.
Sú samkoma var sýnu óvirðulegri en
þingið heima í Reykjavík.
Þingmenn voru greinilega í hvunn-
dagsklæðum sínum, og þeim sumum ó-
merkilegum. Þingmenn sátu ekki við
22 S p e g i 11 i n n
nein borð, og þeir sem ekki voru að
rápa út og inn, voru að rýna í blöð,
Times og Punch, sem er Spegill þeirra
ensku. — Aldeilis gekk fram af mér að
sjá hvemig Wilson forsætisráðherra hag-
aði sér, hann lagði báðar lappimar upp
á borð, rétteins og amerískur gangstéra-
foringi.
Ég kom þama í parlamentið á hverj-
um degi í nokkurn tíma, mér til sárrar
raunar. Ég saknaði þeingskörunganna
heima, eins og t.d. Bjöms á Löngumýri,
Matta í Sparísjóðnum, Axels baðvarð-
ar, Sigurðar Ola og margra fleiri.
KYNBOMBAN BIRTIST.
En dag nokkum gerðist loks dálítið
markvert. Ég var viðstaddur fund í
neðri málstofunni og hlustaði á einhverj-
ar nauðaómerkilegar umræður um
nauðaómerkilegt mál. Ég dottaði annað
veifið, en þingmenn sváfu þó ennþá
meira og geispuðu margir ákaft og á-
mátlega.
En allt í einu var sem sterkur raf-
magnsstraumur færi um allan þing-
heim, menn vöktu hver annan með oln-
bogaskotum og allir horfðu sem dáleidd-
ir í sömu átt, og augun í þeim urðu
kringlótt af undran og græðgi.
Enda var ekki að furða. Einn íhalds-
þingmaður, sem ég hafði orðið dálítið
málkunnugur í vínstúkum þingsins, þar
sem hann og margir þingmenn eru tíðir
gestir, -—- hann var nú að leiða kven-
mann inn á áheyrendapallana. Og hví-
líkur kvenmaður! Hún var fríð eins og
liljan í dalnum, ljóshærð og litfríð og
létt undir brún. En þó vakti klæðnað-
ur hennar, eða réttara sagt klæðleysi
mesta athygli. Kjóllinn — ef kjól skyldi
kalla, var fleginn niður undir nafla, og
náði aðeins lítið eitt niður fyrir nafla!
Og hvílíkur líkami! „Hvílík brjóst og
háls og haka, hærra sé ég ekki vel“,
minnir mig að skáldið Heine segði. Þetta
var í einu orði sagt einn sá bólfimlegasti
kvenmaður, sem ég hef barið augum.
Aldrei hafa mér birzt svo dásamlega
dýrðir kvenlegs holds.
Kynbomban fékk sér sæti og brosti
yndislega. I þingsalnum ríkti dauða-
þögn, allir störðu sem dáleiddir, opnurn
munni á þennan viðburð, og aldrei hef
ég séð mannlega náttúru bregðast svo
snarlega við. Liðu svo nokkrar mínútur
í þögn, aðdáun, undrun og fýsn. Loks
mannaði forsetinn sig upp og sleit fundi
í ofboði. — Ég verð að segja Bjama
rækilega frá þessu, hugsaði ég með mér.
SKÝRSLAN FÆRÐ BJARNA.
Eftir þennan atburð dvaldist ég stutt
í London ,enda fátt á parlamentinu að
græða, það er ekki var hægt að læra á
Alþingi heima. Þingmenn eru skrýtnir
fuglar, hvar sem er í veröldinni.
Ég lét ekki bíða að fara upp í Stjórn-
arráð að gefa Bjarna skýrslu mína, og
ég dró ekkert undan, sérstaklega lýsti
ég líkamlegum dásemdum kynbom-
bombunnar Jane Mansfield út í æsar.
Bjarni hlustaði mjög gaumgæfilega á.
Að skýrslunni lokinni sagði Bjarni
fyrst: „Þú segir að Wilson forsætisráð-
herra hafi lagt báðar lappirnar upp á
borðið fyrir framan sig. Heldurðu að
það mundi afla mér vinsælda að gera