Spegillinn - 01.04.1967, Blaðsíða 26
Hver fjandinn, og ég sem hélt að það væri búið að leysa öll vandamól.
— Humm, ég var ekki á síðasta
Landsfundi, var ekki orðinn flokksbund-
inn Sjálfstæðismaður þá, þú hlýtur að
taka feil á mér og einhverjum öðrum,
sagði hann.
— Jæja, skítt með það. En hvernig
er ástandið á Suðurnesjum, er ekki allt
í blómanum og sómanum og lukkunnar
velstandi?, spurði ég hressilega.
— Nú, ekki vil ég nú segja það,
vandamál bátaútvegsins hafa sjaldan
verið meiri en núna, og það er brýn
nauðsyn að þau verði leyst tafarlaust,
sagði Suðurnesjamaðurinn í hálfum
hljóðum.
— Hver fjandinn, og ég sem hélt að
það væri búið að leysa öll vandamál,
mér skildist það á ræðunni áðan, sagði
ég-
— Það hefur verið misskilningur,
annað hvort hjá þér eða í ræðunni, ég
hlustaði nú satt að segja ekki svo gaum-
gæfilega á hana, sagði fulltrúinn lágt.
— En hvernig er það, er nokkur fót-
ur fyrir þessum sögusögnum um óháð
framboð í kjördæminu?, spurði ég. Mað-
urinn leit flóttalega í kringum sig.
— Það veit ég ekki, ég held það geti
svo sem verið, það er bölvaður kurr í
smábátaeigendunum, sagði hann og
snerist á hæli frá mér.
Þá leitaði ég uppi einn Vestfjarða-
fulltrúa og heilsaði honum kunnuglega,
enda var þetta ungur og sætur piltur.
— Hvað viltu segja mér um helztu
hagsmunamál ykkar vestra? spurði ég
rétt til svona.
-—- Þau eru nú mörg og ekki eitt öðru
brýnna, það þarf að bæta samgöngurn-
ar og efla atvinnulífið, svo eitthvað sé
nefnt. Skemmtanalíf er aftur á móti
mikið og gott, sagði fulltrúinn rösklega.
— Fólk hefur kannski ekki annað að
gera en skemmta sér, sagði ég.
— Annars er ég bjartsýnn á kosn-
ingamar í mínu kjördæmi, þar dettur
fólki yfirleitt ekki í hug að kenna ráð-
herrunum okkar um verðbólguna, nú
og Vestfjarðaáætlunin hefur borið góð-
an árangur, sagði Vestfirðingurinn
hvergi feiminn.
— Vestfjarðaáætlunin? Er hún ekki
algert leyndarmál enn þá, og á norsku
þar að auki, mig minnir að ég hafi ein-
hversstaðar séð það? sagði ég.
— Jæja, nú er það? það getur svo
sem vel verið, en áætlunin sem slík er
eins góð fyrir því, anzaði Vestfirðingur
og blandaði sér snarlega í hóp annara
fulltrúa.
Ég gaf mig þá á tal við nokkra bænd-
26 S p e g i 11 i n n
ur, sem stóðu sér í hóp og buðu hver
öðrum í nefið.
— Sælir verið þið, og velkomnir á
Landsfundinn? Hvemig er hljóðið í ykk-
ur bændunum? romsaði ég. Bændurnir
litu hver á annan og síðan á mig. Svo
spurði einn, hvort ég væri frá Morgun-
blaðinu og hvort ég ætlaði að fara að
taka mynd af þeim, bændur utan af
landi eru nefnilega alveg óðir í að fá
myndir af sér í Mogganum, og helzt dá-
lítið viðtal líka, þótt það þurfi nú ekki
endilega að fylla hálft blaðið eins og
viðtölin hans Matta leikritaskálds, „í fá-
um orðumsagt“. En þegar ég sagðist
ckki vera frá neinu blaði, ekki einu
sinni Nýjum Stormi, Lögréttu eða
Frjálsri þjóð, þá höfðu karlamir engan
áhuga fyrir mér Iengur. Þó gat ég fisk-
að það upp úr þeim, að þeir teldu mál-
um bænda hafa verið farsællega stjóm-
að á líðandi kjörtímabili og voru bjart-
sýnir á kosningamar.
Ég reyndi þá næst að hafa tal af
nokkrum fulltrúum yngri kynslóðarinn-
ar þama á fundinum, en þetta vom
svoddan spjátmngar og merkikerti, að
það var ekkert á þeim að græða. Ég
stakk því af, af fundinum, og samdi
svohljóðandi ályktun í huganum á leið-
inni heim: Mikil ánægja ríkjandi á
Landsfundi Sjálfstæðismanna með
stjórnarstefnuna, vandamál sjávarút-
vegsins aldrei meiri en nú, áberandi
samdráttur í atvinnulífinu um allt land,
greiðsluerfiðleikar iðnfyrirtækja dagvax-
andi, sem sagðt: gott.
Frönsk transistor-viðtæki með
plötuspilara og bótabylgjusviði.
Spilara bæði meno og Stereo.
LAUGAVEG 83
h.ff.
SÍMI 16525