Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Side 9

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Side 9
Blað það, sem hér birtist hið fyrsta sinn, er ekki stofnað til þess að vinna fyr- ir neinar ákveðnar stefnur í félags- eða mentamálum. Rétt er að skoða það sem ávöxt sívaxandi félagsanda meðal stú- renta, á síðustu árum, sem lýsir sér eigi síður í ýmsum öðrum hugsjónum, er þeir hafa skapað og reynt að framkvæma sum- ar hverjar. Tilgangur blaðsins er einkum sá, að gefa þeim, er um slíkt hirða, sem fjölbreyttasta heildarmynd af andlegu lífi háskólastúdenta. þeim tilgangi verður ekki náð nema að mjög litlu leyti með einu litlu tölublaði. En það er ætlun stúdenta- ráðsins að blaðið komi út endrum og eins framvegis, og mun það þá, er stundir líða, geta orðið skemtileg og rnerk heimild um það, hvaða málefni hafi verið efst á baugi meðal stúdenta á hverjum tíma. Blaðið á að sýna viðhorf, skilning og áhuga. En því er ekki ætlað að ganga fram fyrir fylkingar í neinni baráttu. þó kynni svo að fara, ef sérstök ástæða gefst, og vafalaust mun það telja sér skylt að halda fram sérstökum málum, er varða hag stúdenta, eftir því sem efni leyfa og þörf gerist. Sökum þess, hve rúm blaðsins er lítið, hefir það ráð verið tekið, að takmarka lengd greinanna. Á þann hátt verður efni þess margbreyttara, en hinsvegar ef til vill naumast jafn rökstutt og tæmandi í hverju einstöku atriði. Má vera, að ein- hver sakni þess. Ilitt ætti enginn að lasta, þó hér sé kom- ið allvíða við. Fer vel á því, að blað stú- denta beri sem ljósast með sér, að kjör- orð þess er hið fornkveðna: Nil humanum a me alienum p u t o!

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.