Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Síða 14
STÚDENTABLAÐ 1924 (i það gagn, sem hver þjóð hefir af sínum bestu mönnum, verður aldrei metið um of. Læknadeild Háskólans hefir átt því láni að fagna, að njóta krafta eins hins besta og mikilhæfasta manns í sinni stétt, pró- fessors Guðmundar Magnússonar. 1894 hóf hann kenslu í læknisfræði. Fyrst við Læknaskólann og síðar, frá 1911 að Háskóli íslands var stofnaður, við Læknadeild Háskóla íslands, og hefir haft hana á hendi fram á þennan dag. 1 30 ár samfleytt hefir hann því kent miklum hluta allra lækna landsins, ein- hverjar þýðingarmestu greinar læknis- fræðinnar. Honum má þakka það einna mest, að læknakensla vor er nú komin í það horf, að læknar frá Háskóla vorum standa lækn- um annara þjóða jafnfætis. I kenslu sinni leggur hann umfram alt áherslu á skýra og rökrétta hugsun, sanna og haldgóða þekkingu, samvisku- semi og ósérhlífni í öllum störfum. Tvímælalaust eiga fáir kennarar jafn- mikil ítök í nemendum sínum og hann, og “kki mun ofsagt, að hann hafi að miklu leyti mótað hinn vngri hluta læknastétt- ar þessa lands. Hið mikla starf, sem hann hefir þannig af hendi leyst, bæði með kenslunni og hin- um víðtæku læknisstörfum sínum, væri því ærið nóg til að halda nafni hans á lofti.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.