Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Page 19

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Page 19
1924 II STÚDENTABLAÐ fyrir Pan, Kaldalónslagið og ógroidda happdrœttisseðla........... 15,088,15 5. Gjaí'aloforð innanlands.............. 2,050,00 89,808,44 Við 3, a. og b.: Eint. þessi af Pan og lagi Kaldalóns ligg.ja hjá nefndinni. Við 4.: Liðurinn er óviss og verður eigi sagt hvers virði hann getur talist, en má gera ráð fyrir talsverðum afföllum á honum. Auk þess eru loforð tveggja manna um árl. tillag til æfiloka (annar kr. 100,00, liinn kr. 50,00). Enn eru ótalin gjafaloforð í Kbh. c. kr. d. 5600,00, auk, ef til vill, kr. d. 5000,00. Alls nemur þetta rúml. 100 þús. kr., 90 þús. vissar er varla of hátt reiknað. En það er ekki nærri nóg! Stúdentagarð- urinn kostar miklu meira! I-Iér hefir verið stiklað á stærstu stein- unum. Nöfn fjölmargra styrktarmanna hefði átt að nefna; það verður gert þótt síðar verði. Hafi þeir allir kærar þakkir fyrir góðan stuðning. Margt handtak er óunnið enn áður en stúdentagarðurinn rís. En næsta sumar verður að leggja hornsteininn — og meira: næsta sumar á að reisa a. m. k. íbúðir handa 25—30 stúdentum! petta er hægt, lafhægt, ef allir leggjast á eitt! Ludvig Guðmundsson stud. theol. p. t. form. stúdentagarðsnefndarinnar. ——o-------------------- Brúðkaupskvæði. Heill sé þér með hjónabandið, höfn er náð í draumalandið, inn þú smaugst í egtastandið, eins og kristnum manni ber. Heilagi maður, eg heilsa þér! þú hefir orðið, og að vonum, ofan á í viðskiftonum, eins og fleiri — á undan mér. 4l) Misjafnt drottinn mönnum velur, misjafnt gæðin fram hann telur, æðsta hnoss hann einum selur, ystu myrkur hinum býr. Vegum sumra í villu’ hann snýr. Einum fær hann ástarmeyna, aðra dæmir hann piparsveina, eg skil þig ekki, ó, drottinn dýr! Margur er ríkur, margur snauður, misskiftur er drottins auður: einn er hafur, annar sauður, alt er í hendi dómarans. þú ert einn af höfrum hans. þér fórst vel, og það að vonum, þú kant orðið tök á honum, en — víða er snara á vegi manns. Mér er sem eg sjái í anda séra þorstein í hempu standa, sannheilagur á svip að vanda, sá hinn góði hirðirinn. Hvessir hann sjón á söfnuðinn. En heyrðu! Grein mér, helgi maður, hví ertu svona fátalaður, langar þig enn í lomberinn? þetta er mannlegt, mikli drottinn, þótt misjafnt búið sé í pottinn, þarna sé eg vísdómsvottinn: vér erum allir falli nær. Og víða hefir ,,sá vondi“ klær. Við skulum okkur vara á honum, vinna bug á freistingonum, við skulum sjá hver síðast hlær. Hér mun best að hætta að sinni, heilsaðu frá mér konu þinni, gerið það í mínu minni, mætist í einum löngum koss. (Æ. annara sæla er sumum kross!). Styrkist ykkar ást og blíða eftir því sem tímar líða. Friður sé með öllum oss. Gústav A. Jónasson.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.