Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 8

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 8
8 'ittídentalfcuf HJÓNAGARÐUR Eitt glœsilegasta stúdentdheim- ilið á Norðurlöndum er hinn svo- nefndi Egmont-stúdentagarður í Kaupmannahöfn, en hann hefur nýlega að fullu tekið til starfa. Á þessum stúdentagarði eru tœplega 500 herbergi. Er þeim þannig fyrir komið, að hver tvö herbergi hafa sameiginlegt salerni og bað, þann- ig að þau mynda litla íbúð, sem hentug er fyrir hjón. Garður þessi er því jafnframt hjónagarður. — Samt er þessu þannig fyrirkomið, að þótt tveir einstakir stúdentar búi í herbergjunum eru þeir alveg ótruflaðir hvor af öðrum og þurfa ekki að hafa meiri samgang sín á milli en þeir kœra sig um. Á efstu hœð hússins er vöggu- stofa og barnaheimili, sem annast um börn stúdenta og hefur á hendi gœzlu þeirra mestan hluta dagsins. Þeir stúdentar, sem þess óska, geta eldað sjálfir sinn mat og eru allmörg eldhús í byggingunni, sem stúdentar eiga aðgang að. Enn- fremur er unnt að fá keyptan mat í veitingasölum hússins við vœgu verði. Hús þetta er jafnframt félags- heimili fyrir þá stúdenta, sem þarna búa. Þar er unnt að halda Herberg-in eru vistleg og nýtízkuleg. ★ 'k ★ Á meðan íslenzk yfirvöld synja stöðugt stúdentum um leyfi fyrir heppilegum vinningi í happdrœtti, til að afla fjár fyrir nýjan íslenzk- an stúdentagarð, sem ef til vill gœti jafnframt orðið félagsheimili, — verða íslenzkir stúdentar að láta sér nœgja að horfa á myndir frá þeim mörgu stúdentagörðum, sem risið hafa upp erlendis á síð- ustu árum. Á Norðurlöndum hafa til dæmis á siðustu árum verið byggðir mjög glœsilegir stúdenta- garðar, sem jafnframt eru félags- heimili fjölda stúdenta. Hluti af Egmont-stúdentagarðinum, sem er ein glæsilegasta stofnun sinnar tegundar á Norðurlönilum.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.