Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 14
14 r ‘n STÚDENTABLAÐ Ritnefnd: Jósef H. Þorgeirsson, stud. jur., formaður; Benedikt Blöndal, stud. jur. Unnar Stefánsson, stud. oecon. Útgefcmdi: Stúdentaráð Háskóla Islands. Félagsprentsmiðjan h.f. ^______________________________7 Stúdentalíf i Anstur-I»f)zhalandi Framh. af bls. 7. og Vestur-Þýzkaiand nú. Hundraðs- tölur stúdenta í Þýzkalandi úr þess- um stéttum undanfarna áratugi lita þannig út: 1920: 1,8%, 1930: 2,8%, 1940: 3,5%. Og í Vestur-Þýzkalandi nú 4,6%. f þýzka Alþýðulýðveldinu er ekki verið að draga dul á það, hvað á að vera leiðarijós stúdenta við nám- ið. Það er hið marxistíska sjónar- mið, og þeim ber að hafa það í huga, að þeir eru að nema til að starfa I framtíðarríki sósíalismans. f háskólastefnuskrá FDJ frá síðast- liðnu hausti stendur þessi setning: ,,Hinn sósíalistiski stúdent verður að þekkja og geta nofært sér lög- mál þjóðfélagsins, ekki síður en lög- mál náttúrunnar. Þessi þekking á að vera höfuðatriðið í menntuninni og uppeldinu." Út frá þessu sjónarmiði er lögð mikil áherzla á kennslu pólitískra fræða i háskólunum. Þetta pólitíska nám stendur yfir þrjú fyrstu árin sem aukagrein í öllum háskóla- deildum og er auðvitað mjög mikil- vægt og sjálfsagt í landi, þar sem verið er að gjörbreyta þjóðskipu- laginu. Samkvæmt nýju háskólastefnu- skráni hefur nú verið ákveðið að stúdentar skuli vinna við fram- leiðslustörf í eitt ár, þ. e. fyrsta árið eftir stúdentspróf. Þetta er úr- ræði til að bæta úr vinnuaflsskort- inum, þótt látið sé heita, að þetta sé gert til að knýta fastar böndin milli stúdenta og verkalýðsins, og er náttúrlega ekki útilokað, að það geti haft áhrif í þá átt. Önnur aðgerð i sama tilgangi er vinna sú, sem stúdentar vinna allt- af öðru hvoru allt árið við ýmis líkamleg störf, t. d. í kolanámum eða við tínslu jarðávaxta á sam- yrkjubúum. Lengd námsársins er hvorki meira né minna en 10% mán., að meðtöldu ,,Praktikum“ eða verk- fegu námi, sem er sex vikur á ári hverju. Sumarleyfið er því býsna stutt, aðeins fimm vikur. Og tvær vikur af þessum fimm er ætlazt til, að stúdentar vinni eitthvað föður- landsástarverk eða „patrioicshe Tat“, eins og það heitir —, annað hvort við framleiðslustörf eða við heræfingar á baðströndinni við Eystrasalt. Frí í sumarfríinu er því aðeins þrjár vikur og þá er betra að slappa vel af. Nú kynni einhver að spyrja, hvort þessi strangi námsagi ásamt kartöflutínslu og öðru slíku hafi ekki ill áhrif á lífsánægju stúdenta og hvort nokkuð sé í það varið að stúdera án akademisks frelsis. — Þessu myndi ég svara þannig: Aust- ur-þýzkir stúdentar gera sér Ijóst, hvað þeir eru að leggja út i, er þeir hefja háskólanám, og velta því aka- demisku frelsi yfirleitt ekkert fyr- ir sér. Ekki eru þeir heldur þung- lyndari en stúdentar hér vestra. Þeir skemmta sér oft kröftuglega, en að vísu hefur okkur íslenzku stúdentunum fundizt skemmtana- máti þeirra oft heldur tilbreytinga- iaus og ókryddaður. Því miður voru Austur-þjóðverjar svo skammsýnir i ákafa sínum við nýskipan háskólakerfisins, að þeir afnámu svo að segja allar „traditi- onir“ stúdenta og greindu þar ekki milli hismis og hveitis. Til dæmis voru þýzkir og alþjóðlegir stúdenta- söngvar lagðir tryggilega niður. 1 stað hinna fornu stúdentasöngva, sem þóttu bera vott um fúlnandi kapitalisma, voru þeim fengin bar- áttuljóð, en slík söngljóð verða af- slöpp og leið við mikla notkun. Þess vegna syngja austur-þýzkir stúd- entar væmna slagara á gleðifund- um, oft með hræðilegu sentimenta- iiteti bæði í orðum og tónum. ^tádentaLÍa^ Enda þótt knæpa sé á öðru hverju horni i stórborgum, eins og t. d. Leipzig, þar sem ég dvaldi lengst af, þá er þar engin sérstök stúd- entakrá eða neinn slíkur staður, þar sem stúdentaandrúmsloft ríkir, svo að fólk geti auðveldlega komizt í „stimmung". Auerbachskjallari, þar sem sjálfur Mefistófeles gekk um forðum og æsti stúdenta til drykkju, er orðinn heldur leiðinlegt ferða- mannaöldurhús. Að vísu er f lest með svipuðum blæ og fyrrum í þessum 500 ára gamla kjallara. Þar eru nokkur fornleg herbergi hvert öðru dýpra í jörðu niðri. Gamlar vín- ámur eru þar á stokkum og veggir skreyttir mörgum myndum af mikl- um drykkjulátum. En staðurinn hef- ur misst aðdráttarafl sitt fyrir stúdenta, enda er liðin sú tíð, er Me- fistófeles gekk þar um sali ogútveg- aði gnóttir drykkjarfanga með því að bora sjálfskeiðing sínum í borð- brúnina, svo að út bunaði vínið rautt. Að lokum vil ég minnast litillega á líf okkar íslenzku stúdentanna i Austur-Þýzkalandi. Fyrsti íslenzki stúdentinn fór þangað til náms haustið 1954. Það var Tryggvi Sig- urbjarnarson, sem stúderar raf- magnsverkfræði í Dresden. Síðan hafa nokkrir bætzt við og alls eru nú sjö íslenzkir stúdentar við nám þar í landi. Mikill fjöldi útlendinga er við nám í landinu. Flestir eru þeir frá Asíulöndum, einkum frá Kina, Kóreu, Viet Nam og Arabalöndun- um, en sárafáir eru frá vesturlönd- um. Vel er búið að erlendu stt'id- entunum, þeim er t. d. örugglega séð fyrir húsnæði á stúdentagarði, þar sem húsaleiga er mjög lág. Það er mikils virði fyrir Islend- inga erlendis að halda vel saman á hverjum stað og hafa með sér góða samvinnu. Samvera okkar íslenzku stúdentanna í Austur-Þýzkalandi hefur verið mjög ánægjuleg. Við höfum haft fjöruga félagsstarfsemi og verið samstilltir i öllum ákvörð- unum og gerðum. Háskólarnir þar í landi eru áreiðanlega samkeppnis- færir við háskóla í Vestur-Evrópu og tækniskólarnir eru meðal þeirra allra beztu sinnar tegundar. Eysteinn Þorvaldsson.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.