Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 6
6 3 údentab(at) >f SKEMMTMLEGRA III EARA MEÐ LITl — Ég byrjaði aS lœra mynd- högg, þegar ég var tólf ára gam- all, og lagði stund á það í tvö ár. En síðan sneri ég mér að málara- listinni. — Hvers vegna? — Það er miklu skemmtilegra að fara með liti en leir. Og þetta fannst okkur svo vel sagt, að við settum það í fyrir- sögnina. Við höfðum mœlt okkur mót við Kristinn Jóhannsson á „skrifstofu embættisins“ — Gilda- skálanum. Aðalerindið var að veita viðtöku nýjum „haus“, sem Stúdentablað skartar nú í fyrsta skipti, en okkur þótti hlýða að kynna Kristinn nokkuð lesendum Stúdentablaðs, ekki sízt vegna þess, að hans er heiðurinn af þeim stórglæsilegu auglýsingum, sem prýtt hafa hið umdeilda anddyri háskólans í vetur og vakið mikla athygli og aðdáun allra þeirra er séð hafa. — Hver kenndi þér myndhögg? — Jónas Jakobsson myndhöggv- ari á Akureyri. Hann var lœri- sveinn Einars Jónssonar. — Hvað geturðu sagt okkur um þitt myndlistarnám að öðru leyti? — Fram að stúdentsprófi lœrði ég hjá Hauki Stefánssyni á Akur- eyri. Það má geta þess til gamans, að Haukur var í skóla með Walt Disney á sínum námsárum. Nœsta veturinn eftir stúdentspróf var ég í Handíða- og Myndlistarskólan- um, en síðan lá leiðin til Edin- VETTVANGIR Félagslíf innan háskólans stendur með litlum blóma, það er öllum kunnugt. Brýna nauð- syn ber til að bæta þar eitthvað úr. Allir eru sammála um það. En allar tilraunir í þá átt mæta slíku áhugaleysi hjá stúdentum, að með ólíkindum verður að teljast. Ferðaþjónustan efndi til skíðaferðar í vetur. 1 fyrstu til- raun varð að fresta förinni vegna þátttökuleysis, í annarri tilraun gáfu sig fram 13 — þrettán — manns til ferðarinn- ar, en voru að vísu orðnir 16, þegar á áfangastað var komið. Það mál, sem nú er efst á baugi í íslenzkri þjóðmálabar- áttu, er kjördæmamálið. Á sumri komandi fara framtvenn- ar kosningar vegna þessa máls. Þegar svo efnt er til umræðu- fundar meðal háskólastúdenta um þetta stórmál og til fram- sögu fengnir tveir stúdentar, sem túlkuðu þau tvö meginsjón- armið, sem nú eru uppi í þessu efni, hversu margir háskólastúd- entar mæta þá á fundi? Rúm- lega 20. liafði hér aðeins stutta viðdvöl, svo að úr framangreindri söng- skemmtun gat ekki orðið. Full- trúar stúdentarácjs fóru hins vegar með kórfélaga í stutta kynnisför um hæinn. Kjallaraleikhúsið. Svo sem kunnugt er, hefur STUDEINITA Stúdentakór frá Heidelberg. Eins og skýrt var frá í febrú- arhefti STÚDENTABLAÐS, hafði stúdentakór frá Heidel- berg viðkomu hér í Reykjavik á leið sinni vestur um haf. Kom þá til tals, að hann liéldi hér söngskemmtun í bakaleiðinni. Mun það mál bafa verið komið nokkuð vel á veg og allar líkur bentu til, að úr þessu yrði. Á síðuslu stundu komu fram ein- liver vandræði í sambandi við flugfélögin og heimför kórsins, og varð það til þess, að kórinn verið í undirbúningi starfræksla kjallaraleikhúss hér í bæ, og hefur hið nýstofnaða Leikfélag stúdenta átt þar nokkurn hlut að málii (sbr. grein í 1. tbl.). Nú hefur blaðið aflað sér þeirra upplýsinga, að fyrsta viðfangs- efnið verði STEINGESTURINN eftir Puskin. Æfingar voru hafnar, en hafa legið niðri um skeið sökum anna leikstjóra, sem er Erlingur Gíslason, og annarra leikara við Þjóðleikhús- ið. Vonir standa þó til, að unnt verði að hefja sýningar í vor.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.