Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 7
7 ^ðtúdentabíaÁ EJV LEIH -jc borgar, stundaði nám við Listahá- skólann þar í eitt og hálft ár. Nú berst talið að íslenzkri mynd- list, og við spyrjum Kristinn álits á íslenzkum listmálurum, eldri og yngri. — Ef frá er talinn einn gömlu málaranna, Jón Stefánsson, tel ég yngri málarana bera hófuð og herð- ar yfir þá eldri, segir Kristinn. — Eru þá Ásgrímur og Kjarval meðtaldir? — Já. Meðal leikenda verða væntan- lega einn eða tveir úr hópi há- skólastúdenta. Læknanemar vilja ópólitískar kosnihgar. Á aðalfundi Félags lækna- nema var samþykkt tillaga þess efnis, að deildin gengist fyrir breytingum á kosningum til stúdentaráðs, á þá leið að lagð- ar yrðu niður listakosningar (sbr. grein Höskuldar Jónsson- ar). Kjörin var nefnd til að sjá um framgang málsins og eiga í henni sæti: Einar V. Bjarna- son, Halldór Halldórsson, Jón Alfreðsson, Jónas Finnbogason, Páll Ásmundsson og Trvggvi Ásmundsson. — Blaðið liefur fregnað, að nefndin hyggi i fyrstu á viðræður við deildarfé- lögin, en gangist siðan fvrir al- mennum stúdentafundi um mál- ið. Heimildarmaður blaðsins taldi ólíklegt, að af þessum fundum yrði fyrr en i haust, enda áliðið vors. ____________________________ - J Sjálfsmynd. Og Kristinn heldur áfram: — Það er athyglisvert, hvað mikið er til af „original“ mál- verkum á íslenzkum heimilum, jafnvel hjá efnalitlum verkamönn- um. Erlendis sér maður yfirleitt aðeins eftirmyndir málverka í eigu almennings. — Sýningar? — Ég hef haldið þrjár sýningar á Akureyri og œtlaði að sýna hér í vor, en þá reyndist Bogasalurinn upptekinn langt fram á sumar svo að af þessu verður líklega ekki fyrr en í haust. Það er ekki úr vegi að geta þess, að Kristinn vinnur við Vikuna og pródúkt hans birtist alltaf öðru hvoru á forsíðu þess blaðs, sem og innsíðum. Enn fremur höfum við sannfrétt, að áður en langt um líð- ur megi sjá einhver verka hans í Morgunblaðsglugganum og er ekki að efa að sýningin sú kemur til með að vekja athygli, enda maður- inn listamaður af Guðs náð. *

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.