Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 8
» Jón Baldvin. Mér er ekki kunnugt um fleiri en 16 stúdenta við háskólanám í Bretlandi um þessar mundir. Yera má, að þeir séu fleiri, þótt mér sé það ókunnugt. Þetta er ekki stór hópur, sérstaklega þeg- ar þess er gætt, að enska er það tungumál, sem íslenzkir stúdentar hafa hezt tök á. Þrátt fyrir það eru margar skýringar á, að stúdenta fj’sir lítt að vist- ráðast Iijá Bretum. Án efa vex mörgum í augum, að eyjar þess- ar eru að heita má óbyggileg- ar, jafnt af náttúrunnar sem manna völdum. Land er óblítt og eimyrja loftsins verður þús- undum innfæddra að aldurtila ár livert, enda feitmeti lítt hald- ið til alþýðu. Er þetta góð og gild skýring á hrezkri heirns- valdastefnu, þar sem hinir táp- meiri úr hópi eyjarskeggja hafa löngum kvall hús og hund og haldið i húsældarlegri sóknir. Hitt er þó sýnu verra, að þeim hefur víst aldrei hugkvæmzt að gera sér lífið bærilegt við þess- ar andsnúnu aðstæður. Til dæm- is þekkist naumast sá siður, sem vinsæll er með öðrum þjóðum, að hita upp hús. Kunna þeir S>táclentalfa& JÓN BALDVIN HANNIBALSSDN: UM HÁSKÓLANÁM Á BRETLANDSEYJUM ekki önnur ráð liagkvæmari til að vinna hug á kulda, en hóp- ast saman við opinn eld, að hætti hins mikla hugvitsmanns, er fyrstur datt niður á það þjóð- ráð, snemma á steinöld. f seinni tíð hafa hinir nýjungagjarnari þó ráðizt i kaup á hitapokum, enda þjóðin trúuð á mátt fram- faranna, vitaskuld þó í hófi. Slíkir og þvilíkir steinaldarhætt- ir eru skiljanlega mikill þyrnir i lioldi erlendra stúdenta, og þá ekki sizt Islendinga, sem vanir eru hóglífi heiman að. Satt að segja verður ekki á Breta logið um mergrunna afturhaldssemi í búskaparliáttum og veit það sá einn, sem reynt liefur. Nú kann mönnum að vera spurn, hvert erindi íslenzkir stú- dentar eigi á svo saggasaint fornminjasafn. Því er til að svara, að enskir háskólar eru að mínu viti, að minnsta kosti marg- ir hverjir, sæmilegustu stofn- anir, sem margt má sækja til, ef hugur fylgir máli. Bókasöfn eru og víða með ágætum. T. d. er háskólabókasafnið í Edinborg eitt hið bezta sinnar legundar í heimi. Yfirleitt hafa skólarnir nægum starfskröftum á að skipa, og kennsluhættir eru á ýmsa lund til fyrirmvndar. Ekki er látið silja við fyrirlestra eina saman, sem þó er viða annars staðar látið gott heita. Sann- leikurinn er Iíka sá, að þeir vilja reynast misjafnlega nota- drjúgir, nema kennari sé sér- stakur hæfileika- og eljumaður, sem ekki er alltaf fyrir að fara, þvi miður. Auk fyrirlestra hefur síðan liver kennari undir sinni umsjón tíu manna hóp nemenda, sem kemur saman til skrafs og ráða- gerða einu sinni i viku, eða oft- ar. Þetta fyrirkomulag er í alla staði árangursríkt og lofsvert. Nemandinn kemst í persónulegt samband við lcennarann og stofnunina og er þannig firrður þeirri ómennskukennd, að hann sé aðeins liráefni á færibandi. Nemandanum er innan handar að ráðgast við kennarann um allt, sem að náminu lýtur og um alla heima og geima. Það hefur stundum hvarflað að mér, hvort þetta hafi e.t.v. átt ein- hvern þátt í að þroska með liá- skólaborgurum þar í landi þá erfiðu list að tala saman að sið- aðra manna hætti, þótt sjónar- mið séu ólík. Væri sumum is- lenzkum stúdentum ekki lítill fengur í að fá slíka skólun. Af þessu leiðir einnig, að stúdent- um er veitt talsvert aðhald, án þess þó að um neinn barna- skólaaga sé að ræða. Þannig skilst mér, að enskir líti nokk- uð öðrum augum á akademískt frelsi, en hér tíðkast. Ef dæina má af Edinborgar- háskóla, er félagslíf stúdenta lif- andi og grózkumikið, og njóta þeir þar mjög úllendinga, t. d. Gísla Gunnarssonar, sem líklega er eini Islendingurinn, sem

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.