Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 9
StúdentablaS 9 notið prýðilegustu balletlistar. Heimsótt „Moscow Power Ins- titute.“ Varð það all söguleg ferð, því túlkarnir gleymdust og þátttakendur urðu því að hafa sama sem þögn og þolin- mæði og horfa á velviljaðar handahreyfingar sovézkra leið- sögumanna, sem bentu þeim á nytsöm tæki og tól. I þeirri ferð gafst líka kostur þess að kynnast sovézkri rigningu, því rölt var með hópinn góða stund í mikilli rigningu milli húsa. Á einum stað í þessum merka leiðangri var öllum þátttakend- um smalað í einn sal. Síðan var lileypt í réttina álíka mörgum covézkum stúdentum. Þar var setið í 3 klukkutíma og rabb- að um frið og vináttu, hve hættuleg kiarnorkan væri og hve gott og fagurt marknr.ð æðri menntur.ar í Sovétríkjun- um væri: „Always with the people. Together with the ent- ire Soviet psople they are parti- cipating in the buildmg of communism, combiuing study with productove labour. Stud- ents not only attend lectures but share in designing the pro- jects of the seven-year plan, in housing construction and in ploughing up virgin land,“ útskýrði ábyrgðarfullur Rússi fyrir hinum fáfróða íslenzka þátttakanda, sem fannst það svo sem indælt og gott í þvísa landi. Að endaðri setunni var haldið til sýningargarða hinna 15 sovézku ríkja. Einskonar undra- og ódáinsgarðar, þar sem sýnt er allt hið fullkomn- asta í framleiðslu- og atvinnu- háttum og vísindum. Þar var rafmagnstækni og geimkönnun, flugvéla- og þotusmíði, boðið á ótal veitingahús, fjölbreytni danska Tívolís í skemmtitækj- um, syndandi svanir á vötnum, merkjadrengir og pylsuvagnar og litlir sjálfrennungar, eins og á Briisselsýningunni. Semsagt, hliðstæða flestra hluta í munaði og menningu Vestursins á stóru plássi í Moskvuborg, en aðeins til sparinota fyrir bænd- ur af landsbyggðinni, verka- menn í fríi og forvitna ferða- langa. Þátttakemdur komu í skála Armeníu og var borið ljúffengt konjak, heimsótt „El- ektrónía", fullkomnasta sam- safn rafmagnstækni. Einnig komið í eldflaugaskála og sýnd þróun smíðarinnar; skoðuð nýj- asta þotan, sem komið er fyrir á miklu torgi sem næst í miðj- um görðunum. Þá var boðið í leikhús háskólans. Þar var indæl og hugljúf skemmtan, einsöngur djúpra bassa og mjúkróma kvenna, spænskur dans, hrífandi Lizt í túlkun ungs snillings, handhafa verð- launa frá síðustu listahátíð í Moskvuborg. Óviðjafnanlegur ballett Ribakovu nokkurrar, sem talin er líklegasti erfingi Ulanovu prímadonnu. Boltakast eins og í bezta sirkus, leikþátt- ur um ungar ástir og vagnhjól, f jarrænn kínverskur dans og rússneskur vísnasöngur. Á eftir var efnt til dansleiks í enn ein- um salnum — svokallað „get- together with Moscow stud- ents“ —; vestrænir slagarar í hávegum og skemmtan ágæt, m.a. héldu 40 enskir stúdentar, sem þar voru einnig staddir, uppi miklum hringdansi og fylltist fólk hollum galsa. Einn daginn átti að fara með hjörð- ina í ,,Atómstöð“ Sovétríkj- anna, en á síðustu stundu var hætt við þá ferð. Var því borið við, að allir „verkamennirnir og vísindamennirnir sætu á ráð- stefnu og því miður yrði því ekki við komið.“ Var gerður mjög slæmur rómur að þeim málalokum meðal þátttakenda. I staðinn var farið með hala- rófuna í Kreml og grafhýsi fé- laganna Stalins og Lenins, skoðaðar gamlar undarlegar kirkjur, varðveittar frábæra vel að skipan Lenins sáluga, sem viðstödd vitni hins dauða tíma til samanburðar og eftirbreytni hinu kirkju- og trúlausa Sovéti. Einnig könnuð keisarahöll, íbor- Nokkrir þátttakenda staddir i landafræSideild háskólans að kynna sér kortagerS.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.