Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6
m MEMORIAM LUÐVÍG GUÐMUNDSSON, SKÓLASTUÓRI Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri Handíða- og myndlistaskóla ís- lands, lézt 25. ágúst síðastliðinn. Útför hans var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þann 31. ágúst 1966. Lúðvíg Guðmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní árið 1897. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson bæjarfógeta- ritari og Ingveldur Kjartansdóttir. Lúðvíg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1917, en sigldi utan til Kaup- mannahafnar um haustið og lagði þar stund á náttúrufræði. Hann lauk heimspekiprófi árið 1918, las síðan náttúrufræði og læknis- fræði bæði við Hafnarháskóla og Berlínarháskóla næstu ár, en hvarf síðan heim til föðurlandsins aftur. Lúðvíg innritaðist í Há- skóla íslands og las þar guðfræði um hríð. Lét hann lokið námi í háskólanum um 1925 og tók að helga sig kennslustörfum og síðar skólastjórn, sem síðan varð ævistarf hans. Starfsferilll Lúðvígs Guðmundssonar hófst, er hann gerðist stundakennari við Samvinnuskólann 1923, en auk þess kenndi hann og við Menntaskólann og aðra skóla í Reykjavík. Hann stofnaði þýzkuskóla félagsins Germania og kenndi við hann. Árin 1927— 1931 var Lúðvíg skólastjóri Alþýðuskólans á Hvítárbakka. Árin 1931—1938 var hann skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði. Lúð- víg stofnaði merkilega verknámsdeild við skólann og sumarvinnu- skóla ungmenna á ísafirði, sem var algert brautryðjendastarf í skóla- málum. Hann stofnaði vinnuskóla Reykjavíkur 1937, en Handíða- og myndlistaskóla Islands árið 1939 og var skólastjóri hans allt frá upphafi unz hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests haustið 1961. Það má óhikað segja, að enginn stúdent, sem nám hefur stundað við Háskóla Islands, hefur markað jafn gifturíkan þátt í sögu Háskól- ans sem Lúðvíg heitinn Guðmundsson. Stúdentar við Háskóla ís- lands um alla framtíð munu standa í ævarandi þakkarskuld við Lúð- víg Guðmundsson fyrir þau f jölmörgu störf, sem hann vann í þeirra þágu og Háskólans. I Kaupmannahöfn og Berlín kynntist Lúðvíg gömlum og vel virtum háskólum, sem voru í nánum tengslum við hámenningu Evrópu og einkenndust mjög af hefð og venjum langrar starfrækslu. Er Lúðvíg sneri heim og hóf nám við Háskóla Islands fann hann glöggt til fátæktar og smæðar hinnar ungu menntastofnunar. Efling Háskólans varð honum hjartans áhugamál og svo sannarlega fékk hinn ungi háskóli og nemendur hans að njóta starfskrafta hans. Lúðvíg sveið sárt, hve aðstaða stúdenta var átakanlega fátækleg, hve tækifæri þeirra til félagslegs þroska voru fá, að engin sambönd voru við aðra háskóla og síðast en ekki sízt sveið honum, að félags- legt athvarf áttu stúdentar ekkert. Reykjavík var fátæk að þeim menningarlindum, sem auðga og dýpka þroska stúdenta í gömlum og grónum háskólabæjum. Þannig var Háskólinn og allt háskólalíf svipað óplægðum akri í augum baráttumannsins Lúðvígs Guð- mundssonar. Að mörgu, sem hér verður drepið á, átti Lúðvíg fyrst- ur hugmyndina, að öllu gerðist hann ósérhlífinn og hugkvæmur baráttumaður. Lúðvíg vann að stofnun Stúdentaráðs, hann kom upp mötuneyti stúdenta, Mensa academica, á góðum stað í bænum. Mensa academica var mörgum stúdentum annað heimili á þeim árum, sem hún starfaði og eini samkomustaður háskólastúdenta. Lúðvíg vann að stofnun upplýsingaskrifstofu stúdenta og var forstöðumaður hennar um árabil án nokkurra launa. Hann vann að því að koma á stúdentaskiptum við önnur lönd og hann vann að stofnun lána- sjóðs stúdenta. Lúðvíg barðist allra manna ótrauðlegast að stofnun fyrsta stúdentagarðsins og sennilegast er, að hann hafi verið sá, sem hugmyndina átti. Hann var formaður stúdentagarðsnefndarinnar ár- um saman. Lúðvíg var hvatamaður þess, að halda fullveldisdaginn 1. desember hátíðlegan, og að skemmtanir og hátíðahöld dagsins voru fyrstu árin helguð fjársöfnun til stúdentagarðsins. Óhikað má mæla það í fullri þökk allra stúdenta við Háskóla ís- lands, að þeir skulda Lúðvíg Guðmundssyni það að minnast hans varanlega með virðingu og þakklæti á meðan þessar stofnanir þeirra standa og starfa til blessunar. Lúðvíg Guðmundsson var kvæntur frú Sigríði Hallgrímsdótt- ur frá Grímsstöðum í Mýrasýslu. Lifir hún mann sinn. Þeim hjón- um varð fjögurra barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi. íslenzkir háskólastúdentar votta frú Sigríði og fjölskyldu sína dýpstu samúð. Megi minning Lúðvígs Guðmundssonar lifa um alla framtíð. STÚDENTABLAÐ 6

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.