Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 18

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 18
Frá Félagi studenta í heimspekideild þessu, má benda á að umrætt her- bergi getur aðeins tr.lizt bráðabirgða- lausn. Það er svo 11 gluggalaust og loftræstingarlaust með öllu og hlýtur því af þessu og ýmsum öðrum á- stæðum að flokkast undir heilsu- spiilandi húsnæðis, þótt enn sé ekki kunnugt um meiri háttar heilrutjón af þess völdum. A síðastliðnu starfsári gekkst Mímir fyrir alls kyns fræðslu og félagsstarfsemi sem á undanförnum árum. I nóvember flutti Haraldur Sigurðsson bókavörður erindi um kortagerð yfirleitt, en þó með hlið- sjón af þá nýkunngerðu Vínlands- korti, sem hafði valdið mönnum ýmsum heilabrotum og sálarkvöl- um. Nokkru síðar varð próf. Halldór Halldórsson við þeirri bón félagsins að flytja erindi um kennslufyrir- komulag og málefni deildarinnar, sem þá voru ofarlega á baugi. Þáverandi sendikennari Thorkil Damsgaard Olsen fiutti erindi um ýmis vandamál í sambandi við kon- ungasögur. Hlutust af nokkrar um- ræður, og sýndist sitt hverjum að vanda. I febrúar flutti Jón Böðvarsson cand. mag. hið fróðlegasta erindi um kjaramál háskólamenntaðra manna og þó einkum íslenzku- manna, og þótti mönnum það heldur ófögur lýsing. Þó að Mímismönnum sé fátt ógeðfelldara en að taka undir sultarsöng mataráhyggjumanna nú á dögum, þótti mönnum þó einsýnt, að við slíkt mætti ekki una mögl- unarlaust. Var því í samræmi við önnur félög í Heimspekideild sam- anborin yfiriýsing ein, harðorð nokk- uð, og send æðstu máttarvöldum til umsugsunar og íhugunar. Nokkru síðar kom próf. Sigurður Nordal á fund í félaginu, og flutti hann skemmtilegt og fróðlegt erindi um íslenzk fræði fyrr og nú. Þótti sá fundur takast með afbrigðum vel. I apríl var haldinn síðasti félags- fundur Mímis. Var þar á boðstólum ýmislegt efni í samantekt stúdenta í íslenzkum fræðum. Rannsóknaræfingar voru tvær að vanda og skipulagðar í samræmi við Félag íslenzkra fræða. A hinni fyrri flutti próf. Bjarni Guðnason erindi um siðgæði Islendingasagna, en á hinni síðari f jallaði Olafur Halldórs- son cand. mag. um heimildir Fær- eyingasögu. Að erindum loknum lyftu menn glösum í þakklætisskyni fyrir inntekinn fróðleik. Þorrablót félagsins var að þessu sinni haldið á góu sökum húsnæðis- skorts. Blótið þótti takast með ágæt- um, enda voru veitingar góðar og allur viðurgerningur. Ymis skemmti- atriði voru, bæði undirbúin og ekki. Að lokum var stiginn dans. Um vorið gekkst félagið fyrir ferðalagi um Dalasýslu undir leið- sögn Árna Björnssonar cand. mag. Voru þátttakendur mjög ánægðir með ferð þessa. Félagið Mímir sá að venju um út- gáfu samnefnds blaðs. Efnið var að sjálfsögðu nokkuð misjafnt, en í heild var blaðaútgáfan félaginu til sóma. Að lokum má minnast á það, sem efst er á baugi hjá Mími þessa stund- ina, en það er undirbúningur afmæl- is félagsins, en Mímir verður tvítug- ur 11. des. n. k. Hyggst félagið hafa viðbúnað allmikinn vegna þessara merku tímamóta. Hyggja ýmsir gott til glóðarinnar í sambandi við af- mæli þetta, og er vonandi, að menn verði ekki fyrir vonbrigðum. Olafur Oddsson stud. mag. Félag stúdenta í heimspekideild var formlega stofnað 3. febr. 1966, og sátu 30 manns stofnfundinn. Undir- búningsfundur hafði verið haldinn 6. okr. 1965 og þar kosin nefnd til að undirbúa og boða til stofnfundarins. I Iögum félagsins segir, að allir stúdentar í heimspekideild séu sjálf- krafa meðlimir í félaginu. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Björn Teits- son, formaður, Björn Þorsteinsson, gjaldkeri, og Rafn Guðmundsson, ritari. Einn almennur félagsfundur var haldinn á s. 1. vetri. Var það 30. marz og var Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, fenginn til að hafa fram- sögu á fundinum um stöðu skólans í þjóðfélaginu. Fjallaði hann m. a. um æskilega stefnumörkun í sam- bandi við breytingar á íslenzka skólakerfinu. Fundurinn var því miður fámennur, en umræður urðu samt sem áður fróðlegar og skemmtilegar Hinn 17. apríl efndi félagið til rannsóknarferða um Borgarfjarðar- hérað. Þrátt fyrir fremur slæmt veð- ur reyndist þetta hin bezta ferð. Komið var í Reykholt, að Bifröst og Borg og víðar, og voru Borgfirðing- ar hinir ágætustu heim að sækja. Leiðsögn önnuðust Jón Böðvarsson cand. mag. og Böðvar Guðmundsson stud. mag. Þátttakendur voru 44. Ferðakostnað greiddi menntamála- ráðuneytið. Hér má einnig geta þess að félagið hlaut í vor styrk af fé há- skólans til félagsstarfa og fé til stúd- entaskipta frá stúdentaráði. Fyrir þessar fjárveitingar er félagið þakk- látt. As. 1. vori sendu stjórnir Félags stúdenta í heimspekideild, Mímis, fé- lags stúdenta í ísl. fræðum, og Félags stúdenta í Iandafræði frá sér álits- gerð til dagblaðanna og ýmissa op- inberra aðila, þar sem mótmælt var eindregið þeirri stefnu, sem ríkj- andi virðist vera í launamálum kennara. Fylgdi með rökstuðningur, þar sem bent var á, hve nám í heim- spekideild hefur verið þyngt og jafn- framt þó af Kjaradómi minnkaður launamismunur milli háskólamennt- aðra kennara og réttindalausra. Er hér vissulega um að ræða mál, sem stúdentar í heimspekideild geta ekki látið með öllu afskiptalaust eða óá- talið. Eitt af höfuðmarkmiðunum með stofnun félagsins var að vinna að framgangi hagsmunamála stúdenta í deildinni. I samræmi við þetta skrif- aði stjórn félagsins í febr. s. I. bréf til háskólayfirvaldanna, þar sem kvart- að var yfir of litlu lestrarrými í húsa- kynnum skólans. Heimspekideild tók með bréfi til háskólaráðs undir óskir okkar í þessu máli. Mál þetta leystist skömmu síðar í bili með því, að há- tíðasalurinn var tekinn til afnota sem lestrarhúsnæði. I marz skrifaði stjórn félagsins Heimspekideild bréf, þar STÚ DENTABLAÐ 18

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.