Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 34
«lón Þ. Þóp skrifar um
Athugasemd við grein
Vésteins Ólasonar
um stofnun SÍH
Stjórn Stúdentafélags Háskóla ís-
lands hefur fallizt á, að undirritaður
fengi að gera athugasemd við grein
Vésteins Olasonar „Um stofnun
Sambands íslenzkra háskólastúd-
enta" (SÍH), sem birtist hér í blað-
inu. Astæðan er sú, að í téðri grein
er drepið á allmörg atriði, sem orka
tvímælis, og gætu gefið lesendum
hennar rangar hugmyndir um málið,
einkum er varðar afstöðu Stúdenta-
ráðs til stofnunar SIH.
Astæðuna fyrir því að Vésteinn
ritar grein sína, segir hann vera þá,
að hann vænti, að þeir sem ákvörð-
un eiga að taka um þetta mál verði
einhverju nær eftir lesturinn, því að
hann telji það mjög miður farið, ef
skortur á þekkingu og skilningi á
þessu mikilvæga máli yrði til þess að
hindra framkvæmd þess!
Síðan heldur Vésteinn því fram,
að þeirrar skoðunar hafi gætt mjög
meðal stúdentaráðsmanna, að þessi
sameiningarmál væru þeim svo ó-
kunn, að þeir ættu erfitt með að
mynda sér rökstudda skoðun um
þau, og jafnvel, að raddir hefðu
heyrzt innan Stúdentaráðs, sem
mæltu gegn stofnun SÍH. í þokka-
bót hefði komið fram gagnrýni á
samkomulagsgrundvöll þann, sem
gerður var með Stúdentaráði og
Sambandi ísl. stúdenta erlendis árið
1965.
Það fer ekki fram hjá neinum,
sem les grein Vésteins, að í henni
felst mikil gagnrýni á Stúdentaráð,
þar sem það er ásakað fyrir að sýna
málinu tómlæti og jafnvel fyrir að
vilja sameininguna feiga sökum
þekkingarskorts og skilningsleysis.
Hið rétta í málinu er, að Stúdenta-
ráð hefur fylgzt mjög vel með mál-
inu frá því, að það var tekið til um-
ræðu. Stúdentaráðsmenn hafa fengið
öll málsgögn í hendur og hlýtt á
boðskap Andra Isakssona.r, sem helzt
hefur verið í forsvari fyrir SISE. Það
hefur aldrei komið annað fram en að
stúdentaráðsmenn hafi verið hlynnt-
ir stofnun SIH, og hafa allir stúd-
entaráðsmenn staðið að viljayfirlýs-
ingu um það mál.
Það sem hingað til hefur staðið í
vegi fyrir, að málið kæmist lengra
áleiðis en raun ber vitni, er hvorki
þekkingarskortur né skilningsleysi
stúdentaráðsmanna eins og Vésteinn
vill vera láta, enda verður að gera
ráð fyrir, að þeim stúdentaráðsmönn-
um, sem koma til með að gefa mál-
inu mestan gaum, og ráða úrslitum
þess, séu þau rök löngu kunn, sem
fram koma í grein Vésteins.
Það sem staðið hefur í vegi er, að
þeim fulltrúum Sfúdentaráðs og
SISE, sem skipa viðræðunefndina um
sameiningarmálin, hefur ekki enn
tekizt að útfæra hugmyndina í formi
laga, þar sem málið hefur reynzt
miklu flóknara heldur en það leit út
fyrir í upphafi, — og miklu flókn-
ara en Vésteinn vill vera láta í grein
sinni. Af grein Vésteins verður því
naumast sá dómur dreginn, að hann
geti veitt nefndarmönnunum það lið-
sinni, sem þarf til að koma málinu
í höfn.
Þær tillögur, sem Vésteinn kemur
fram með í grein sinni, eru síður en
svo nýjar af nálinni. Þær eru, eins
og hann sjálfur segir, byggðar á
samkomulagsgrundvellinum frá
1965, en hann hefur við nánari at-
hugun sætt gagnrýni af hálfu beggja
málsaðila, SHÍ og SÍSE. Tillögur Vé-
steins eru ágætar svo langt, sem þær
ná, en við nánari athugun hefur
það komið í ljós, eins og áður er get-
ið, að ekki nægir viljinn einn sam-
an, ef ekki tekst að útfæra hugmynd-
ina í öllum nauðsynlegum smáatrið-
um, þannig að unnt verði að semja
lög sambandsins. Þess vegna hefði
Vésteinn unnið þarfara verk, hefði
hann notað það mikla rúm, sem
hann fær í þessu blaði, til að leysa
þann vanda í stað þess að bera stúd-
entaráðsmönnum á brýn þekkingar-
leysi og skilningsskort, — en segja
svo ekkert sjálfur til viðbótar því,
sem stúdentaráðsmönnum mátti öll-
um vera kunnugt.
Eggert Hauksson.
XIII.
heimsmeistara-
mót stúdenta
í skak
Heimsmeistaramót stúdenta í skák,
hið XIII. í röðinni, var haldið í
Örebro í Svíþjóð dagana 30. júlí til
14. ágúst á næstliðnu sumri. Það
var árið 1952, að ákveðið var að
halda slíkt mót í fyrsta skipti, bæði
til þess að gefa stúdentum frá hin-
um ýmsu þjóðum heims tækifæri til
að reyna með sér við skákborðið svo
og til þess að auka kynni á meðal
stúdenta. Hið fyrsta stúdentaskák-
mót var svo haldið í Liverpool árið
1952 og var þá einstaklingskeppni,
og sigruðu þá Sovétmeistararnir
Taimanov og Bronstein. Á næsta ári
var svo mótið haldið í Brussel, en
eingöngu með þátttöku V.-Evrópu-
þjóða, þá var og sú breyting gerð á
keppnisfyrirkomulagi, að keppt var
í sveitum og heur verið svo jafnan
síðan. Hér fylgir skrá yfir sigurþjóð-
ina hverju sinni svo og frammistöðu
íslendinga. 1953 nr. 1. Noregur, ís-
land í 4. sæti, 1954 nr. 1 Tékkó-
slóvakíu, Island í 5. sæti, 1955 nr. 1
U.S.S.R. ,ísland í 6. sæti, 1956 nr. 1
U.S.S.R., ísland í 9. sæti, 1957 nr. 1
U.S.S.R., ísland í 8. sæti, 1958 nr. 1
U.S.S.R., ísland í 10. sæti, 1959
sigruðu Búlgarar, 1960 Bandaríkja-
menn, 1961 Sovétmenn, 1962 Sovét-
menn, 1963 Tékkar, en í þessum
mótum tóku Islendingar ekki þátt,
1964 sigruðu Sovétmenn en þá lentu
ísiendingar í 19. sæti, 1965 sigruðu
Sovétmenn enn, en þa voru Islend-
ingar ekki með.
Snemma á þessu ári vaknaði svo
áhugi íslenzkra stúdenta á því að
taka þátt í mótinu 1966, og voru
gerðar ráðstafanir til undirbúnings
þátttöku. I lok maímánaðar var svo
liðið valið og þátttaka tilkynnt og
stuttu síðar hafnar æfingar undir
stjórn Friðriks Ólafssonar stórmeist-
ara. Að morgni 28. júlí s. 1. lögðu
eftirtaldir menn af stað til mótsins.
Trausti Björnsson, Bragi Kristjáns-
son, Jón Þ. Þór, Guðmundur Lárus-
son og Jón Friðjónsson. Að morgni
30. júlí var mótið sett af Folke
Rogard forseta alþjóðaskáksam-
bandsins F. I. D. E. en daginn eftir
hófst sjálf keppnin. Þar sem þátt-
tökuþjóðirnar reyndust of margar til
þess að hægt væri að láta allar tefla
í einum riðli var það fyrirkomulag
haft á, að fyrst var öllum þjóðunum
skipt í 6 riðla til undanrása, og
skyldu tvær efstu í hverjum riðli síð-
an tefla í A-úrslitum en hinar í B-úr-
slitum. Er dregið var í riðla til und-
anrása, lentum við í riðli með Tékk-
um og Holllendingum, við töpuðum
með sama hlutfalli fyrir báðum 2VÍ
— 1 Vl og lentum því í B-úrslitum.
Þar gekk okkur svo aftur á móti
mjög illa og höfnuðum við í 6.
sæti í riðlinum, 18. sæti yfir allt mót-
ið. I A-riðli sigruðu Sovétmenn með
yfirburðum, hlutu 34x/2 v. 2. Tékk-
ar með 281/2 og í 3.—4. sæti urðu
Danir og Júgóslavar með 2714> v,
hvor, í B-riðli sigruðu Svíar. Hér
skal ekki á neinn hátt reynt að af-
saka hina lélegu frammistöðu ís-
lenzku sveitarinnar, heldur einungis
hvatt til þess, að undirbúningur
undir næsta mót, sem væntanlega
verður háð í Tékkóslóvakíu að ári,
verði hafinn helzt ekki síðar en
um áramót. Það er mjög gagnlegt
að taka þátt í slíkum mótum, því að
þau auka kynni og vináttu meðal
stúdenta um allan heim.
STÚDENTABLAÐ
34