Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 27

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 27
- - - —, • \ \ TT blátt bann við að hann yrði hald- inn í húsakynnum skólans. For;n. stúdentafél. Aðalsteinn Eiríksson fór fram á, að leitað yrði álits háskóbi- ráðs alls á málinu, og tilkynnti vara- rektor honum seinna um kvöldið, að hann hefði haft samband við alla há- skólaráðsmenn nema einn, sem ekki næðist til, og væri ljóst að meirihluti ráðsins væri á bak við bann sitt við að nefndur fundur færi fram í skól- anum. Stjórn stúdentafélagsins gat að sjálfsögðu ekki annað en hlírt þessum sérkennilega úrskurði og fór fundurinn fram tveimur dögum síð- ar í húsnæði, sem félagið þurfti að greiða allháa leigu fyrir, og vakti fundurinn miklu meiri athygli en orðið hefði, ef bann vararektots hefði ekki komið til. Þetta einstæða fundarbann vakti almenna eftirtekt. Blöðin hófu þó nokkur skrif um málið, og mikil ólga varð meðal stúdenta. Þóttust langflestir sjá, að framkomu vara- rektors yrði að telja algert frum- hlaup. Blaðaskrifin voru annars nokkuð æsingakennd og ber að harma það. Slíkt mun annars hafa byggzt á því m. a. að ekki var haft samband við þá stúdenta, sem gerzt voru kunnugir málavöxtum. Einnig birtu a. m. k. tvö blöð viðtöl við vararektor, og hélt hann þar fram sjónarmiðum sínum, sem óneítan- lega virtust harla furðuleg. Kvaðst hann vera að koma í veg fyrir póli- tíska notkun háskólans, en sagði þó jafnframt, að fulltrúar alþjóðasam- taka, sem Island væri aðili að, gætu fengið inni í skólanum til funda- halda án þess að til misnotkunar teldist. Fannst stúdentum almennt, að þessi orð vararektors bentu ekki til ýkja mikils skilnings á hugtökutn eins og akademisknr andi og frjáls hugsun, en þessi hugtök eru meðal hornsteina þess menningarskipulags, sem við Islendingar reynum að halda uppi okkar á meðal. Þá virðast orð vararektors ekki sýna mikla þekk- ingu á eðli stúdentafélagsins, því að helzt virðist svo sem hann hafi tahð það pólitísk samtök af einni eða ann- arri gerð. Um hugsanlegar orsakir fyrir að- gerðum vararektors í máli þessu er ekki ástæða til að fjölyrða. Sennilega hefur, eins og þegar hefur verið sagt, ókunnugleiki um eðli og tilgang stúdentafélagsins einhverju valdið. Slíkt er þó ekki til málsbóta, þar eð hann hafði sem starfsmaður við skól- ann haft næg tækifæri til að kynna sér markmið stúdentafélagsins, og er raunar ólíklegt, að öll útgáfustarf- semín í sambandi við stúdentafélags- kosningarnar í haust hafi getað farið fram hjá honum. Ekki er kunnugt um, eins og þeg- ar hefur verið fram tekið, að atburð- ur þessi eigi sér neina eldri hlið- stæðu. Hins vegar er kunnugt um fyrri dæmi þess, að almenn samtök stúdenta eða nefndir á vegum þeirra hafi fengið erlenda aðila, ekki síður pólitíska en Sara Lindman telst, sem staddir hafa verið hérlendis á veg- um aðila utan skólans, til að halda fyrirlestra innan veggja skólans, og hefur slíkt allt til þessa einstæða dæmis jafnan verið látið átölulaust af hálfu rektors og háskólaráðs. Síðan Ármann Snævarr kom heim í byrjun nóv., hefur hann ymprað á því, að einhverjar reglur yrðu settar um afnot stúdenta af húsakynnum skólans til fundahalda. Við umræð- ur um setningu slíkra reglna tel ég, að stúdentar geti ekki annað en staðið fast á því að hin hefðbundna regla, sem virðist hafá gilt ein um slíkt allt til þessa einstæða atburðar, verði btmdin, það er að segja að al- mennum samtökum stúdenta standi lausar stofur opnar til fundahalds, án undantekninga. Þessa kröfu er auðvelt að styðja af okkar hálfu með auðsæjum rökum, s. s. skorti okkar á eigin húsnæði til félagslegra iðkana, og þeirri röksemd, að annað geti ekki samræmzt akademiskum anda og víðsýni né heldur viðleitni þjóðar okkar til að halda uppi samfélagi frjálsrar hugsunar. Niðurstaða framangreinds hlýtur að vera þessi: Lagalegur réttur háskólayfirvalda hverju sinni til yfirráða yfir húsa- kynnum skólans verður tæplega dreginn í efa. Hins vegar er ekki annað sýnna en vararektor hafi með framkomu sinni brotið freklega á siðferðislegum rétti stúdenta til af- nota af húsnæði skólans til fundar- halds. Þessi siðferðislegi réttur styðzt við þau rök, sem ég hef reynt að færa fram hér að framan, þ. e. skort okkar á húsnæði til félagsstarfsemi, hina ríkjandi hefð um lán húsnæðis til stúdenta hinni viðurkenndu og síðast en ekki sízt siðferðislegu skyldu háskólayfirvalda á hverjum tíma til að halda uppi merki aka- demisks anda og frjálsrar hugsunar. Því ber stúdentum að mótmæla framkomu vararektors og háskóla- ráðs, en óneitanlegt er, að sökin á því sem gerðist hlýtur að vera mest hjá \ararektor, þar eð hann átti allt frumkvæði að margumræddu fund- arbanni. 27 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.