Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 24

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 24
Greinargerð ritnefndar Ritnefnd sú, sem annast hefur útgáfu 1. des. Stúdentablaðsins í ár var kjörin af stjórn Stúdentafélags Háskóla fslands í lok október. Hóf nefndin þegar efnissöfnun í hina föstu þætti 1. des. blaðsins. Kjartani Lárussyni var falið að annast auglýsingasöfnun. Alger samstaða var innan nefndarinnar um, að aðalgrein blaðs- ins skyldi fjalla um umræðuefni dagsins — andlegt sjálfstœði. Var í upphafi ætlun ritnefndar að tvískipta efninu og fá, annars veg- ar sagnfræðing og hins vegar sálfræðing til að rita um efnið. Ó- gerningur reyndist að fá nokkra til að skrifa greinar á þessum grund- velli. Er ritnefnd gaf þá von upp á bátinn, var skammur tími til stefnu og því ákveðið að fá rithöfund til að skrifa um efnið og hon- um veitt frjálsar hcndur um skilgreiningu þess. Sigurður A. Magnús- son varð við beiðni ritnefndar og á hann þakkir skilið fyrir að bregð- ast skjótt við málaleitan okkar, Efni blaðsins er að öðru leyti að mestu helgað félagsstarfsemi innan Háskólans og öðrum málefnum stúdenta. Kemur þar tvennt til. f fyrsta lagi hafði ritnefnd mjög lítinn tíma til að afla efnis vegna þess hve seint hún var skipuð. Einkum var örðugt að fá aðila utan H. í. til að skrifa með svo stuttum fyrirvara. í öðru lagi hafði rit- nefnd 1. tölublaðs Stúdentablaðsins, sem Stúdentaráð sér um, rýrt efnismöguleika 1. des. ritnefndarinnar. Verður það að teljast ótækt með öllu að af þremur Stúdentablöðum á háskólaárinu skuli tvö þau fyrstu koma út í sömu vikunni. Er þetta skipulagsgalli, sem ráða verður bót á. Kjör ritnefndar fer einnig allt of seint fram að okkar dómi, en lítið hægt við því að gera meðan kosningar til S. F. H. I. fara svo seint fram. Verður að telja að skylda beri fram- vegis frambjóðendur til að leggja fram skýrar áætlanir um efni 1. des. blaðsins og hafa að minnsta kosti útvegað höfunda að aðal- greinum. Samstarfið innan nefndarinnar var mjög gott, enda ekki kostur á að sóa hinum skamma tíma í innbyrðis karp. Atkvæðagreiðsla var aðeins viðhöfð um kjör ritstjóra. Nefndin var sammála um efnisval og ágreiningur varð einungis um grein Vésteins Ólasonar og Björns Teitssonar. Þeim ágreiningi var vísað til stjórnar S. F. H. f. Stjórnin tók málið fyrir og var samþykkt að veita Eggert Haukssyni eða öðrum heimild til að birta athugasemdir við grein Vésteins, eftir að samþykkt hafði verið að birta grein grein Vésteins, með 4 at- kvæðum gegn 3. Stjórnin samþykkti síðan efnið í heild með 4 at- kvæðum gegn 3. Verður því að álykta að annar andi hafi svifið yfir vötnunum á stjórnarfundum S. F. H. í., en í ritnefndinni. Ritnefndin. ATHUGASEMD: Sakir ýmissa ófyrirsjáanlegra tafa við útgáfu Stúdentablaðs þess, er koma átti út fyrr á vetrinum, hafa ritstjórar blaðanna orðið ásáttír um, að fresta bœri útkomu téðs blaðs til að rýra ekki sölumöguleika hátíðablaðsins. Haraldur Blöndal Clafur Einarsson Staldrað við hjd skógunum / a hríðarkvöldi Ég þykist vita að þennan skóg á þorpsbúi — svo fjarri þó. Ei hann mun sjá að hér ég stend og horfi á skóg hans fyllast snjó. Ég fák minn lítinn furðu slœ svo fjarri að stanza nokkrum bce í skógarjaðri vatnið við svo válegt kvöld í myrkri og snœ. Hann hristir klafann, því um það hann þögull spyr, hvað nú sé að. Auk vinda heyra í myrkri má ég mjöll sem hleðst á blað við blað. Þó skógar lokki og laði í senn, ég loforð halda á við menn og langan veg í náttstað enn, og langan veg í náttstað enn. Hjörtur Pálsson íslenzkaði STÚDENTABLAÐ 24

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.