Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 21

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 21
AAMMiX Háskólahátíð Háskóli Islands var settur laugardag- inn 22. október, og fór athöfnin að venju fram í Háskólabíó. Strengja- sveit lék undir stjórn Björns Olafs- sonar, forseti heimspekideildar af- henti prófessor Sigurði Nordal dokt- orsbréf, en Sigurður þakkaði með nokkrum orðum. Stúdentakórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarinssonar, tónskálds. Rektor, prófessor Armann Snævarr, flutti setningarræðu, auk þess sem hann ávarpaði nýstúdenta og afhenti há- skólaborgarabréf. Af hálfu nýstúd- enta svaraði í þetta sinn Gunnlaugur Claessen. Háskólastúdentar almennt eru furðu tregir að sýna skóla sínum þann sjálfsagða sóma að mæta á há- tíðinni og er því illa farið. Þetta er eina hátíðin, sem Háskólinn býður stúdentum til, og þar sem tengsl stúdenta við skólann eru ekki nógu sterk, er það ekki vansalaust, að stúd- entar skuli ekki vilja gera sitt til að þau tengsl styrkist og vaxi. Hér fara á eftir nokkur atriði úr ræðu rektors um kennaralið háskól- ans, byggingarframkvæmdir, gjafir og gesti svo og nýstúdenta. Háskólak ennarar Skipaður hefur verið einn nýr pró- fessor frá síðustu háskólahátíð, dr. Olafur Bjarnason, í meina- og sýkla- fræði. Dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, hefur verið veitt lausn frá prófessors- embætti sínu frá 15. sept. s. 1. að telja. Prófessor Símon Jóh. Ágústs- son hefur leyfi frá kennslu þetta há- skólaár í því skyni að helga sig rannsóknarstörfum. Kennir fil. kand. Bjarni Bjarnason í hans stað. Nýr gistiprófessor í bandarískum bók- menntum með styrk frá Fulbright- stofnuninni, er kominn hingað að skólanum. Er það prófessor Ward L. Miner frá Youngstown University Ohio. Franski sendikennarinn, Anne Marie Vilespy, hefur látið af störf- um, en við tekur lic.-és-lettres Jac- ques Raymond. Lektorarnir Arin- björn Kolbeinsson og Snorri P. Snorrason hafa verið skipaðir dósent- ar frá 15. sept. s. 1. að telja. Frá sama tíma hafa verið skipaðir dós- entar þeir Guðmundur Björnsson yfirverkfræðingur í verkfræðideild og dr. Róbert A. Ottósson í söng- fræði í guðfræðideild. Guðmundur Skaptason, cand. jur. & oecon. hóf kennslu í skattarétti s. 1. ár, og verð- ur starf hans gert að dósentsstarfi. Stofnað hefur verið sendiherrastarf í finnsku. Fyrsti lektorinn hum. kand. Juha Kalervo Peura frá Ábo hefur nú tekið við störfum. Einnig hefur verið stofnað sendikennara- starf í rússnesku hér við háskólann. Kom fyrsti sendikennarinn, Vladirn- ir Alexandrovich Milovidov, til landsins í okt. s. 1. og hóf þá þegar námskeið í rússnesku. Á síðasta Al- þingi voru sett lög um stofnun fimm nýrra prófessorsembætta, fjögurra í heimspekideild og eins í lagadeild. Samkvæmt kennaraáætlun Háskól- ans skyldi lögfesta fjögur embætti árið 1966, en Alþingi bætti hinu fimmta við og er ætlunin að sá pró- fessor fjalli um þróun síðustu ára- tuga í pólitískum efnum hér á landi. Fjögur þessara embætta hafa verið auglýst til umsóknar. Þá hefur einn- ig verið samþykkt starf lektors í lagadeild og fleiri störf eru í vænd- um. Nýtt fréttablað, Fréttir frá Há- skóla Islands, hóf útkomu á s. 1. vori. Er því ætlað að flytja fréttir af starf- semi skólans og ræða um ýmis al- menn háskólamálefni. Byggingarframkveemdir Raunvísindastofnun Háskólans hef- ur nú tekið til starfa. Byggingu fyrir stofnunina er að kalla fulllokið, en þó skortir enn fé til búnaðar fyrir rannsóknarstofu í efnafræði og raun- ar sitthvað fleira. Nýr búnaður, stól- ar og borð, hefur verið smíðaður á hátíðasal Háskólans. Eru hinir nýju stólar hreyfanlegir, en ekki festir í gólfið svo sem hinir eldri voru. Há- tíðasalur verður framvegis til ým- issa nota. Á vetrum verður hann notaður sem lestrarsalur alla virka daga; en þó verður þar fundahöld og fyrirlestrar o. fl., þegar þörf kref- ur. Því miður auðnaðist ekki að byrja á byggingu Háskólans og Handrita- stofnunar sunnan Iþróttahúss á þessu ári, svo sem vonir stóðu til, en lagt verður kapp á að byggingarstarfsemi hefjist í vor. Vinnu við Norræna húsið hefur skilað sæmilega í sumar, en tilkoma þess er fagnaðarefni fyrir Háskólann, því að vissulega verða náin tengsl milli þessara tveggja stofnana. Heimspekideild stofnaði til nám- skeiðs í íslenzku hér í sumar fyrir stúdenta einkum frá Norðurlöndum. Kennarar á þessu námskeiði voru ýmsir kennarar í íslenzkum fræðum, en nokkrir aðrir fræðimenn fluttu þar einstaka fyrirlestra. Forstöðu- maður námskeiðsins var Baldur Jónsson, lektor. Nýstúdentar Alls innrituðust til náms í haust 342 stúdentar þar af 19 erlendir stúd- entar. Nýstúdentar skiptast þannig: Guðfræði 2, læknisfræði 68, tann- lækningar 11, lyfjafræði lyfsala 5, lögfræði 43, viðskiptafræði 31. B. A. 106 (þar með teljast íslenzk fræði), heimspeki 39, verkfræði 30 og B. A. nám í verkfræðideild 7. Á síðast- liðnu ári tóku lokapróf við H. 1. 96 kandidatar. Hinn 14. júní s. 1. var stofnað til sérstakrar hátíðar í há- tíðasal Háskólans til að kveðja kandídata, er þá höfðu nýlokið prófum. Var það nýjung í starfi Há- skólans, er þótti vel takast, og er ætlunin að halda áfram slíkum at- höfnum. Rússagildi og aðrir fagnaðir Stúdentafélag Háskólans gekkst fyr- ir rússagildi fimmtudaginn 3. nóv. í Sigtúni. Magister bibendi var cand. mag. Björn Þorsteinsson, en ræðu kvöldsins flutti cand. mag. Aðal- steinn Davíðsson. Jakob Þ. Möller, stud. jur. ávarpaði nýstúdenta, en af þeirra hálfu svaraði Reynir T. Geirs- son, stud. med. Talið er, að samkom- an hafi heppnast með ágætum. Átta- dagsgleði var haldin á nýársnótt í fordyri Háskólabíós. Formaður gleðinefndar var Guðjón Magnússon 21 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.