Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 1
stúdenta biad APrIl — MAÍ M 1970 Útgefandi: Stúdentafélag Háskóla íslands. Ritnefnd: Ólafur Thóroddsen, ritstj. og ábm., Jónas Ragnarsson, Sigurður Sigurjónsson. Filmusetning, offsetprentun: Lithoprent h.f. FRÁ RITNEFND: HITT í MARK Mikil áherzla hefur verið lögð á það hin tvö síð- ustu ár að kynna stöðu og þarfir Háskólans fyrir hinum almenna borgara. Bent hefur verið á, hve mjög Háskólann skorti fjármagn til uppbygginga og eðlilegrar þróunar. Einkum hafa stúdentar gengið fram fyrir skjöldu í þeirri viðleitni að vekja almenning til umhugsunar, með kynningarritum, sem dreift hefur verið um land allt með góðum árangri. En áhrifamesta framlagið til þessa af hálfu stúdenta er án efa Háskóladagurinn, sem haldinn var hinn 8. marz. Þá kom greinilega í ljós, að fjöldi fólks hefur fullan hug á að styrkja Háskólann og kynnast því, sem innan veggja hans fer fram. Sú kenning að Háskólinn sé einhver einkastofnun „akademiskra“ borgara beið alvarlegt skipbrot, þegar fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins þekktist heimboð stúdenta á Háskóladag. HLUTUR HAPPDRÆTTISINS Umræddan dag gafst fólki kostur á að sjá, hvað unnizt hefur í uppbyggingu Háskólans. En Há- skólinn á eftir að breytasU Á næstu fjórum árum verður stigið stórt framfaraskref í húsnæðismálum skólans. Ráðizt verður í byggingu lagadeildarhúss, verkfræðideildarhúss og að líkindum einnig lækna- deildarhúss. Má gera ráð fyrir að heildar kostnað- arverð húsanna verði a.m.k. 300 milljónir króna. Háskólinn verður sjálfur að standa straum af þessum kostnaði. Hið opinbera annast rekstur skólans, en veitir nú auk þess 30 milljónir opin- berlega til byggingaframkvæmda. Aðal fjárplógur skólans er Happdrætti Háskólans. Um síðustu áramót voru í sjóði þess tæpar 40 milljónir, og hin næstu ár er áætlað að hagnaður verði um 40 milljónir árlega. Á þennan hátt er unnt að spanna fjárþörf skólans að mestu. Tölur þessar sýna glögglega, hversu mjög fram- farir og nýbyggingar byggjast á hagkvæmum rekstri Happdrættisins. Margir styrkja Happdrætt- ið einungis vegna málefnisins, en ekki gróða- vonarinnar, sem kyndir þó víða undir. Stúdentar ættu ekki að láta sitt eftir liggja. Miði er mögu- leiki, þegar allt kemur til alls.S. SENDUM STÚDENTUM KVEÐJUR: AKURFELL S.F., Umboös- og heildverzlun, Skipholti 5, sími 24966. ALMENNA BYGGIIMGAFÉLAGIÐ H.F., Suðurlandsbraut 32, sími 38590. ÁLMUR S.F., smíðastofa, Ármúla'10, sími 81315. ANISIA ÞÓRÐARDÓTTIR H.F., prjónastofa, Hallarmúla 1, sími 83172. NEON, rafljósagerð, Ármúla/Hallarmúla, sími 33636. KORKIÐJAN H.F., Skúlagötu 57, sími 14231 - 23200. KVISTUR, trésmiðja, Súðarvogi 42. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR, Laugavegi 164, sími 11125. I B M, Klapparstíg, sími 25120. HAUKAR H.F., Grandagarði, símar 16485 - 155579. HEKLA H.F., Laugavegi 170, sími 21240. HÍBÝLAPRÝÐI, húsgagnaverzlun, Hallarmúla, sími 38177.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.