Stúdentablaðið - 01.02.1971, Page 5
Hundrað
/ krónur brevta encju
en Happdrætti SÍBS
getur breytt þeim
milljón
Þvi ekki að nota möguleikana?
Einu sinni geturðu fengið heila milljón og
einu sinni hálfa. 10 hljóta 300 þúsund og
15 hreppa 100 þúsund, 500 manns fá tiu
þúsund og 1400 fimm þúsund.
Og 14473 sinnum sjá einhverjir að þeir
hafa hlotið tvö þúsund. Aldrei minna en
1000 vinningar á mánuði.
Auk þess Jeep Wagoneer Custom
— bifreið fyrir byggðir og óbyggðir,
vinnuna og fjölskylduna — tveir
bílar i einum. Sterk, rúmgóð og
kraftmikil bifreið sem kostar venju-
lega 570 þúsund, en verðmæti
hennar til vinningshafans verður
725 þúsund vegna sérstaks útbún-
aðar til öryggis og þæginda,
DregiÓ U.janúar
það borgar sig
aö vera meö
í niðurlagi álitsins segir að nefndin
sé tilbúin að gera eftirfarandi tillögur
strax:
1. Krafist verði almenns atkvæðisrétt-
ar kennara og stúdenta við rektors-
kjör.
2. Krafist almenns atkvæðisréttar
kennara og stúdenta við kjör deildar-
forseta.
3. Krafist að allar deildir fái starfs-
kraft til stjórnunarstarfa.
4. Krafist reglna (til bráðabirgða) sem
tryggi stúdentum aðild að öllum
nefndum, sem fjalla um nám og
kennslu eða skipulag Háskólans.
Hér lýkur tilvitnun í álit mennta-
málanefndar. Til að koma í veg fyrir
misskilning vil ég taka fram að ég er
ekki samþykkur öllu sem þarna kemur
fram, þó ég sé sammála hugmyndun-
um í megindráttum.
Hjá menntamálanefnd kemur greini-
lega fram vilji til að byggja upp kerfi
sem líkist atkvæði á mann; bent er á
að kerfinu þurfi að koma á í áföngum
svo að allir aðilar fái tíma til að aðlaga
sig’að breyttum aðstæðum. En það er
ekki nóg að auka áhrif stúdenta á stjórn
Háskólans, um leið þarf að gera aðr-
ar breytingar. Háskólinn þarf að fá
fólk til stjórnunarstarfa, það er ekki
nægilegt að menn annist slíka stjórn
í hjáverkum.
Ýmsum kann að virðast að of langt
sé gengið, þegar farið er fram á að
hver starfsmaður háskóla hafi eitt at-
kvæði. Ætla þessir stúdentar að ráða
Háskólanum eða hvað? En hverjir eru
það, sem ráða Háskólanum? Það er
hinn almenni kjósandi, því að hann
kýs fulltrúa sem hafa æðsta vald í
málefnum skólans. Þarna er því um að
ræða, hvort stúdentar eigi að njóta
jafnréttis á við aðra þegna Háskólans
við innri stjórn hans. Þeir sem ætla sér
að hafa áhrif þar sem kerfið atkvæði
á mann ríkir, verða að skýra mál sitt
og reyna að fá kjósendur á sitt band.
Þetta yrðu prófessorar að gera ef þeir
ætluðu að hafa áhrif á stjórn skólans,
og það myndi væntanlega leiða til
nánara samstarfs á milli þeirra og
stúdenta.
Prófessorar og kennarar ættu eftir
sem áður að geta haft meirihluta, ef
við göngum út frá því að þeir hafi
meiri þekkingu á málunum en hinn al-
menni stúdent.
Á það má líka benda að þó að kenn-
arar starfi yfirleitt lengur við Háskól-
ann heldur en stúdentar, þá eru stúd-
entar að byggja upp framtíð sína, það
er því e.t.v. meira atriði fyrir þá, að
vel takist til um stjórn Háskólans.
Stúdentar hafa því ekki minni hags-
muna að gæta heldur en háskóla-
kennarar.
Stúdentar eru að minni hyggju fær-
ir um að taka þátt í stjórn Háskólans
til jafns við aðra, en það er einn alvar-
legur þröskuldur á veginum, þar sem
er áhugaleysi stúdenta sjálfra á sínum
eigin málum og málefnum Háskólans.
Kerfið hver maður eitt atkvæði krefst
þess nefnilega að fólk fylgist vel með
málefnunum.
Háskóli íslands er lítill háskóli og
þess vegna ætti að vera auðveldara að
koma á þeirri breytingu, sem hér hefur
aðallega verið rætt um. En við sem
viljum aukin áhrif stúdenta verðum
fyrst að snúa okkur inn á við til stúd-
enta sjálfra kynna málin og umfram
allt reyna að ná sem víðtækastri sam-
stöðu um þá stefnu, sem endanlega
verður valin.
Jón Magnússon.