Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 12
SUNDURLAUSIR
ÞANKAR UM STARFSEMI
S.F.H.I. í VETUR
Starfsemi S.F.H.Í. hefur að ýmsu leyti
verið með svipuðu móti og var í fyrra,
en í öðru hafa verið farnar nýjar
slóðir. Skulu þar fyrst nefndir starfs-
hópar, sem stofnaðir hafa verið um
þrjá málaflokka. Fjallar einn starfs-
hópurinn um ísland og Evrópuhyggj-
una, annar um aðstöðumun til náms
og sá þriðji um þjóðfélagsvaldið. Þátt-
taka hefur ekki verið mikil í þessum
hópum, enda var ekki stefnt að því að
svo yrði, en tveir þeir fyrstnefndu
virðast komnir nokkuð örugglega á
laggirnar. Hægar hefur gengið að koma
starfsemi þess þriðja í fast form.
önnur nýjungin í starfsemi S.F.H.Í.
er ný fundaform. Hefur verið reynt að
tengja fundagesti umræðuefninu nánar
en unnt er á venjulegum fundum í skól-
anum sjálfum. Efndi S.F.H.I. til sér-
stakrar sýningar á „Táknmáli ástar-
innar“ í Hafnarbíói og panelumræðna
á sviði kvikmyndahússins að sýningu
lokinni um ágæti kvikmyndarinnar,
kynferðisfræðslu, klám o.fl. — Einn-
ig var efnt til sérstakrar sýningar á
kvikmyndinni „Z“ í Austurbæjarbíói
og Grikklandsvöku á eftir. — öðrum
framhaldsskólanemum var boðið að
sækja báðar þessar samkomur og voru
þær fjölsóttar. Loks var í desember
efnt til ökuferðar um borgina í hóp-
ferðabifreið og rætt um varðveizlu
gamalla húsa og borgarhverfa. Leið-
sögumaður stúdenta var Þorsteinn
Gunnarsson, arkitekt.
Efnt hefur verið til þriggja leikhús-
ferða á leiksýningar, sem taka á ýms-
um viðfangsefnum þjóðfélagsumræðna
samtímans og hafa farið fram um-
ræður við leikendur og leikstjóra að
sýningum loknum. Einnig hefur verið
efnt til bókmenntakynningar og þjóð-
lagakynningar.
Reynt hefur verið að halda uppi
Sjálfumgleði í Glaumbæ á þriðjudags-
kvöldum, ýmist að viðstöddum sér-
stökum gesti eða án alls sliks. Hefur
aðsókn verið mismikil en þó hvergi
12