Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 17
HALLGRÍMUR GUÐMUNDSSON: Hinn fáránlegi skollaleikur Verðandi og Vöku varðandi hátíðahöldin 1. des. hefur vafalaust orðið mörgum aðhlát- ursefni. Ályktun aðalfundar Verðandi olli Vökumönnum miklu hugarangri. Brugðust þeir skjótt við og boðuðu til sellufundar til að fjalla um kröfur „niðurrifsmannanna“ (orðið er fengið að láni úr grein ritstjóra „Stúdenta“- blaðs). Þessi fundur, sem var álíka fjöl- mennur og aðalfundur Verðandi, tók þá ákvörðun fyrir hönd Vökumanna að vísa kröfum Verðandimanna um 2 ræðumenn á bug. Eftirfarandi klausa úr greininni „Hvað veldur, hver heldur“ kemur því eins og skrattinn úr sauðaleggnum: „Er það málefnaleg skoðun allra vinstri manna, sem greiddu Verðandi sitt atkvæði í undangengnum kosningum, að haga málum hátíða- haldanna á þann hátt sem fyrr er greint í „ályktun aðalfundar Verðandi", að reyna að knýja fram kröfur sínar með slíku gerræði sem fyrr greinir, ég spyr. Hverjir sátu svo þennan aðalfund Verðandi ? Voru það þeir 580 menn sem greiddu þar atkvæði sitt. . .“ Að sama skapi má spyrja, hverjir hafi setið sellu- fund Vökumanna og hvort það hafi verið þeir 588, sem greiddu þeim at- kvæði ? í þessari sömu grein koma fram hin furðulegu rök fyrir því að vísa kröfum Verðandi á bug: „Ef ræðu- mönnum væri íjölgað má lýðum ljóst vera að slíkt yrði til að eyða áhrifum orðanna, það mundi dreifa athyglinni og áðurgreint hnitmiðað markmið og gildi einnar ræðu mundi þannig að mestu glatast. . .“ En ræðurnar voru 2 á Háskólahátíðinni og í Mbl. 6. des. stendur: „Ef innan Háskólans finnast margir menn á borð við H.S.K. og B.G. ættu Háskólastúdentar ekki að þurfa að leita út fyrir raðir sínar, er þeir velja ræðumenn.“ Klofningur þessi er því allur hinn undarlegasti en þess ber þó að gæta að þar er ekki einungis við Vökumenn að sakast. Eftirtaldir aðilar senda stúdentum kveðju sína: HEKLA HF. Verkfræðiþjónusta Guðmundar Óskarssonar Laugavegi107—172 FJARHITUIM SF. ráðgefandi verkfræðingar Álftamýri 9 ISIÝJA BLIKKSMIÐJAN Ármúla 30, sími 81172. 17

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.