Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Page 16

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Page 16
112:13. 3 SÁTU HJÁ. — STÚDENTAFUNDUR UM KÍNA OG S.Þ. „Almennur félagsfundur í Stúdenta- félagi Háskóla íslands 24. nóvember 1970 gagnrýnir harðlega ríkisstjórnina fyrir afstöðu hennar að sitja hjá í yfir- staðinni atkvæðagreiðslu hjá Samein- uðu Þjóðunum um rétt Kínverska al- þýðulýðveldisins á sæti Kína. Jafnframt skorum við á ríkisstjórn- ina að hefjast þegar handa um stjórn- málalega viðurkenningu á Kínverska alþýðulýðveldinu og hefja samskipti við það að öðru leyti.“ Umræddur fundur hefði getað sent frá sér ályktun í nafni stúdenta hefðu a.m.k. 163 stúdentar setið fundinn. Þegar atkvæði voru greidd voru 128 stúdentar viðstaddir. Þegar fundurinn hófst, var 1. kennslu- stofa troðfull og a.m.k. 30 stóðu fram á gangi og samtals voru örugglega yfir 170 á fundinum. Þeir sem stóðu fram á gangi áttu erfitt með að fylgjast með þvi sem fram fór og tíndust því brátt í burtu þegar fundurinn drógst á langinn, ásamt ýmsum er inni sátu, enda umræður ófrjóar. í byrjun fundar sagði Baldur Guð- laugsson af sér fundarstjórn. Bárust þá tillögur um Guðmund Sæmundsson og Harald Blöndal sem fundarstjóra. Var þá afl atkvæða látið ráða og náði Guð- mundur kosningu. Björn Bergsson bar þá fram tillögu um að atkvæðagreiðsla yrði skrifleg. Upphófst þá þref um mismunandi túlkun á 10% ákvæðinu við skriflega eða handauppréttingaatkvæðagreiðslu. Að því loknu féll Björn frá tillögunni, en Haraldur Blöndal tók upp þráðinn og krafðist skriflegrar atkvæðagreiðslu. Nægir að einn krefjist þess til að skrif- leg atkvæðagreiðsla verði viðhöfð og voru því atkvæði greidd á þann hátt, þó Haraldur Blöndal ætti fáa sam- sinnendur. Var síðan gengið til at- kvæða og reyndust 112 vera tillögunni sammála, 13 á móti og 3 sátu hjá. Voru því ekki 163 viðstaddir, en þess er krafist eigi almennur félagsfundur Stúdentafélags H.í. að vera ályktunar- fær. Er það ekki að furða þar sem fundurinn hafði dregizt á langinn og verið í alla staði leiðinlegur. Fundurinn sýndi þó ljóslega hug stúdenta í þessu máli; 87,4% fundar- manna greiddu tillögunni atkvæði, en aðeins 10,2% reyndust vera henni mót- fallnir. Fundurinn sýndi líka annað; ill- mögulegt er orðið að halda ályktunar- færan félagsfund í Stúdentafélagi H.Í., þar sem engin salarkynni innan Há- skólans geta með góðu móti rúmað þau 10% stúdenta er til þarf. Fyrir- sjáanleg er mikil aukning á stúdenta- fjölda á næstunni svo að 2-3 árum liðnum verður ómögulegt að halda ályktunarfæran fund innan veggja Há- skólans. Kemur þá þrennt til greina, halda fundina utan Háskólans, sætta sig við að ályktunarfær almennur félags- fundur Stúdentafélags H.í. tilheyri lið- inni tíð, eða fella 10% ákvæðið úr lög- um. Er enginn kostanna góður, en svona liggur landið. Eiríkur Brynjylfsson. STÚDENTAR! ÞAÐ ER FLJÓTLEGAST OG ÓDÝRAST AÐ PANTA BÆKURNAR í GEGNUM BÓK- SÖLUNA Bóksala stúdenta útvegar allar fáanlegar bækur og hefir bein sambönd við yfir 100 fyrirtæki víðs vegar um heim. BÓKSALA STÚDENTA 16

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.