Stúdentablaðið - 01.02.1971, Side 15
hjá Jóhannesi, og þar væri ég
sennilega ennþá, ef hann hefði
ekki selt.
Hann er eftirminnilegur maður,
Jóhannes á Borg. Hann þéraði
mig alltaf, hann þéraði alla, þang-
að til þeir lentu með honum í
veizlu og drukku með honum,
eftir það var hann dús við þá, en
þar sem ég drakk aldrei, þá urðum
við aldrei dús.
Eitt sinn var ég að fara til Lon-
don, þá kom Jóhannes til mín með
stórt umslag og sagði: „Þér gætuð
kannske haft not fyrir þetta, kaup-
ið eitthvað á börnin.“ Þegar ég svo
opnaði umslagið, þá ultu út úr
því eitt hundrað pund-seðlar.
Ég man líka eftir því þegar hann
réði mig, þá sagði hann: „Ef gest-
irnir hrósa matnum við mig, þá
mun ég koma því á framfæri við
yður, en kvarti einhver, þá mun-
uð þér eiga mig á fæti.“
Sp: Svo tókstu við Loftleiðahótelinu.
Fr: Ég var nú m. a. hjá sjálfum mér í
millitíðinni og bjó til veizlumat
fyrir fólk út í bæ. Síðan tók ég
við hótelinu og var með það í
u.þ.b. þrjú ár, þá var ég látinn
víkja fyrir öðrum manni. Trúmálin
hafa ef til vill spilað einhverja
rullu þar, ég er nefnilega í sér-
trúarflokki, Vottum Jehóva.
Sp: Er ekki trúfrelsi á íslandi?
Fr: Jú, einhversstaðar stendur það nú.
Sp: Er eitthvað sem þú mundir vilja
taka fram að lokum, um mötu-
neytið hér á Garði ?
Fr:.ía, ég vildi bara óska stúdentum
til hamingju með hið nýja, sem rís
hér við hliðina. Mér finnst Félags-
stofnun gera mjög vel við þá, ef
þeir fá að njóta þess einir á vetrum,
því að það kemur til með að verða
samkeppnisfært við beztu matsölu-
staði bæjarins.
Bóla
NAMSFARGJOLD
HMFTLEIflA
„Mennt er hyggnum h»ent“
hagkvœm námsfargjöld Loftleiða stuðla að
því, að ungir íslendingar sœki sér framhalds-
menntun þar sem hana er bezta að fá hverju
sinni.
Leitið upplýsinga hjá skrifstofum Loftleiða,
ferðaskrifstofunum og umboðsmönnunum
víðsvegar um land.
Þotur Loftleiða þjóta
30 ferðir í viku til
Evrópu og Ameríku.
WTLEIDIR
15