Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 10
DR. RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON HEIMSÓTTUR Við göngum heim til Dr. Róberts Abrahams Ottóssonar í þeim tilgangi að taka af honum viðtal fyrir Stúdenta- blaðið. Hann kemur sjálfur til dyra, heilsar okkur og fylgir okkur til stofu. Eftir að hafa boðið okkur sæti, fer hann fram og nær í pípu og tóbak, sezt síðan. Hefðbundin spurning berst að eyrum hans um fæðingardag og ár. Dr. Róbert brosir glaðlega og spyr, hvort við ætlum að nota gamla æfi- sögustílinn. Við brosum líka. En ekki stendur á svari. Hann er fæddur 17. maí 1912 í Berlín. Þar bjó og starfaði faðir hans sem læknir og tónvísinda- maður, unz hann andaðist, en þá var Dr. Róbert 14 ára að aldri. Mikil rækt var lögð við tónlist á heimilinu og hann var læs á nótur áður en hann las á bók. Sem barn í skóla var hann beð- inn að fara með stafrófið og stóð föst- um fótum á því, að byrjun þess væri STÚDENTASTJARNAN 1970 Stúdentastjarnan 1970 er veitt dr. Róbert A. Ottósyni, söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar, fyrir framúrskarandi starf í þágu tónlistar á íslandi. Stúdentastjarnan er fimmarma úr silfri. Á upphleyptum hringflöt er ritaöur oróskviðurinn latneski ,,PER ARDUA AD ASTRA" eða ,,enginn verður óbar- inn biskup", eins og þeir gömlu þýddu. Stúdentastjarnan er árlega veitt íslenzk- um manni fyrir framúrskarandi starf á sviði vísinda, mennta eða lista. Dr. Róbert A. Ottósson hefur unnið að tónlistarmálum á íslandi í meira en aldarfjórðung og sýnt frábœran dugnað og virðingarverða fórnfýsi í því starft. Hann hefur auðgað íslenzkt tónlistarlíf á margvíslegan hátt. Dr. Róbert hefur stjórnað fjölmörgum uppfcerslum tón- verka og verið afkastamikill tónlistar- kennari. Hann hefur lagt drjúgan skerf til íslenzkra tónvísinda með doktors- ritgerð sinni um Þorlákstíðir. Hann hefur oftsinnis stjórnað Sinfóníuhljóm- sveit Islands við góðan orðstír. Hann var einn af forvígismönnum stofnunar Söng- sveitarinnar Fílharmoníu og hefur hann unnið þar mikið þrekvirki. Hefur söfig- sveitin flutt mörg stcerstu kórverk tón- bókmenntanna undir stjórn hans. Nefna má 9. sinfóníu Beethovens, Reqwiem Mozarts, þýzka sálumessu eftir Brams, Messías eftir Handel og Sálmasinfóníu Stravinskys. H.í. 1. des. 1970 a, h, c, d. Á jólum gaf hann foreldrum sínum frumsamin lög, og einmitt nú um þessi jól gerði Dr. Róbert nokkuð, er minnir á þessa gömlu venju. Magnús tengdafaðir hans, gerði vísu og lag við hana, en þá var hann nýlega farinn að ganga við staf. Dr. Róbert raddsetti lagið og færði honum á jólum. Hann lætur okkur heyra hvernig til hefur tekist og syngur: „Vafizt elli viðjum hef,/viðnáms eyddur forðinn,/staulast lotinn, styttast skref,/stafkarl líka orð- inn./“ Magnús kemur nú inn til okkar. Hann á varla orð yfir tengdasoninn og háttalag hans. Hann er vel ern og hefur sína sögu að segja. Það vekur undrun okkar, er hann fer, og segir okk- ur að hann sé nær blindur. Magnús fer raunar ekki langt, því hann býr undir sama þaki. í æskudraumum sínum kom Dr. Róbert til hugar að verða þrennt, hljómsveitarstjóri, eimvagnastjóri og kokkur. Hann varpaði kokknum fyrir borð, en aldrei hefur ástin á járnbraut- inni og kostum hennar horfið . . . Dr. Róbert kom hingað frá Dan- mörku. Þar hafði honum verið boðin staða við Ríkisútvarp Dana. Stríðs- hætta var þá mikil, og olli hún þvi, að ekki var boðið upp á fasta samninga. Þá hafði hann komist í kynni við ís- lenzka tónlist og langaði til að öðlast víðtækari þekkingu á henni og kynn- 10

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.