Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 4
Nýjar reglur Framhald af bls. 12. sérstaklega. 6. Allar ferðir sem styrks njóta nema embættismannaferðir, verða að vera auglýstar öll- um stúdentum viðkomandi féliagssamtaka til umsóknar. 7. Þeir aðilar og samtök sem njóta styrks úr sjóði þessum skulu skila skýrslu um ferðir þessar. Reglur þær sem Stúdenta- skiptasjóðsnefnd styðst við við úthlutun úr Stúdentaskiptasjóði 1973: Ferðum verði skipt í 4 fl. 1. Eiginleg stúdentaskipti milli háskóla, venjulega um mán- aðartíma. 2. Skemmri ferðir á ráðstefnur og seminör, sem auglýst eru öllum stúdenmm viðkom- andi félags til umsóknar. 3. Ferðir embættismanna fé- lagasamtakanna. 4. Kynnisferðir hópa, sem aug- lýstar eru til umsóknar. Dregnir verði frá þeir opin- beru styrkir, sem félögin njóta vegna þesara ferða, nefndin á- kveður síðan skiptingu fjárins milli flokka. Happdrættið . . . Framhald af 12. síðu. Happdrættisins. Þá var við- skiptavinum boðið upp á að spila bæði langsum og þversum, menn gátu eignast fjóra miða á sama númerinu og svo líka númeraraðir. Lægsti vinningur var þá hækkaður úr tvö þúsund krónum í fimm þúsund, sem mæltist mjög vel fyrir, og hefur Happdrættið aldrei aukið velt- una jafn mikið á einu ári, frá upphafi. Þó var þá bent-á-að-- millivinninga vantaði og hefur nú verið bætt úr því. Vinnings- hlutfallið í dag er hið hæsta í heiminum og eru sjötíu prósent velmnnar greidd út afmr í vinn- ingum. Það mun vera einsdæmi í heiminum að háskóli (sem þar að auki er ríkisstofnun) skuli nota almennt peningahapp- drætti til að standa undir kostn- aði við framkvæmdir sínar. Þetta er raunar mjög skemmti- legur máti á að gefa fólki kost á að greiða fé til æðsm mennta- stofnunar þjóðarinnar. Fé er látið af hendi rakna án minnsm eftirsjár, í von um skjótfenginn auð, án þess að nokkur leiði hugann að því að um eins kon- ar skatt sé að ræða. Vel á minnst; em búinn að fá þér miða? Mundirðu eftir að end- urnýja? ráa. Nú á að safna . .. Framhald af bls. 12. sumar, þegar hann gekk hvað harðast fram í því með hjálp annarra íhaldsmanna að reyna að setja SHl á hausinn. Það er líka skemmtilegt að Jóna- tan Þórmundsson skuli nú svo berlega afhjúpa sig sem mömmudreng íhaldsins og kemur þó engum á óvart eftir árásir hans á stúdenta í skrif- um í Mogganum í haust. Framagosann Þór Vilhjálms- son þekkja líka allir stúentar eftir vonlaust brölt vildarsveina hans meðal stúdenta við að afla honum fylgis við rektors- kjör. Ragnar Ingimarsson, for- mann byggingarnefndar Hjóna- garða, þekkja sjálfsagt færri. Þessir einlægu hernámssinn- ar hafa komið sér upp skrif- stofu til að taka við undir- skriftarseðlum og fjárframlög- um, því auðvitað vilja margir borga fyrir að fá að skrifa sig á listann, þó CIA mundi sjálf- sagt ekkert um að borga brús- ann. Það væri annars áhuga- efni, ef einhverjir tækju sig til og gerðu könnun á því hvaða merkingu orðin „sjálfstæði“ og „öryggi“ Islands hafa í hugum landsbúa eftir þrjátíu ára mis- beitingu þeirra í áróðri land- ráðamanna og hernámssinna. Ekki þurfa menn mikið að velta vöngum yfir því hvers vegna það er einmitt þessi hóp- ur háskólamenntaðra íhalds- kurfa, sem hefur rottað sig saman til að slá skjaldborg um hernámið með undirskrifta- söfnun. Fyrir utan þá örvænt- ingarfullu framahagsmuni sem áður er drepið á, koma til annars konar hagsmunir. Hafi menn þegið styrk frá NATO til að mennta sig í Bandaríkj- unum er ekki nema sjálfsögð kurteisi að þakka fyrir sig á þennan hátt og ef ættingjar manns eiga hagsmuna að gæta af því að leigja könum hús- næði fyrir kourprís, því skyldi maður þá ekki vera reiðubú- inn að fórna sér fyrir „frelsi og öryggi“ ættjarðarinnar. Fyrir einlæga andstæðinga bandarískrar heimsvaldastefnu á Islandi- skiptir það í sjálfu sér litlu máli hversu marga siðferðislausa vesalinga tekst að"fá til að undirrita* plagg- þetta á elliheimilum, börum eða vinnustöðum. Það sem skiptir máli er að stefna að settu marki og hvika hvergi fyrr en sigur hefur náðst í þessu máli. Eftir það mun gef- ast nóg tóm til að fást við brjóstmylkinga hernámsstefnu og gróðaafturhalds. Herstöðvarmálið Framhald aí 1. síðu. svipta landið vörn og öryggi, vita vel að þeirra óvinir koma ekki siglandi á víkingaskpum til að ræna þá, og að Rússar, sem bjóða reyndar upp á hagstæða markaði fyrir okk- ar framleiðsluvörur, hafa meiri áhuga á fiskkaupum en vopnaviðskiptum hér á landi. Nei, þeir vita það ofboð vel þessir kappar, að það afl sem þeim stafar hvað mest hætta af, er hér innanlands, og að það mun koma að því, að íslenskur verkalýður áttar sig og skilur hvað um er að vera og tekur framleiðsluna í sínar hendur. Orvæntingarfull fjörbrot íhaldsins í þessu máli koma vel fram í hinni móðursýkislegu undirskriftasöfnun Þorsteins Sæmundssonar og félaga, sem fjallað er um annars staðar í blaðinu, og heimskulegum upp- ásmngum, á borð við hugmynd- ir Sigurðar Líndal og Valdi- mars Kristinssonar um að flytja herliðið norður á Melrakka- slétm og byggja þar nýjan flugvöll fyrir Kanann. Otrúlegt, en satt, þeir kumpánar birm um þetta langlokugrein í Moggan- um þar sem þeir tengdu þessar dillur sínar jafnvægi í byggð landsins. Meira að segja Fram- boðsflokkurinn hefði skammast sín fyrir að bera aðra eins vit- leysu á borð fyrir fólk, þó í gríni hefði verið. Menn hafa þó yfirleitt litlar áhyggjur af viðbrögðum íhalds- ins í þessu máli, það er ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, sem máli skiptir og sú lausn sem sett verður fram nú í mánaðarlok- in. Eina lausnin sem hernáms- andstæðingar geta sætt sig við er tafarlaus og skilyrðislaus upp- sögn hernámssamningsins við Bandaríkin. Þó eru fæstir bjart- sýnir á að sú lausn sé í nánd, til þess hafa íhaldsöflin innan Framsóknarflokksins látið um of á sér kræla, síðasta árið. Menn binda þó vonir sínar við það, að stjórnin verði að standa við málefnasamning sinn eða sprynga ella. Margir eru líka hinir svart- sýnustu og telja allar líkur á því að farið verði í kringum nýjan samning með einhverjum ráðum. Á þeim þrjátíu árum rúmum sem við höfum búið við erlenda hersetu sé nógu oft bú- ið að blekkja þjóðina og svíkja á allan hátt; þessa kjaftaskúma á Alþingi muni ekkert um að gera það einn ganginn til. Og víst er um það, að innan Fram- sóknarflokksins hafa komið upp skriilgilegustu hugmyndir um lausn þessa máls. Hin svonefnda fataskiptalausn var mjög til um- ræðu ekki alls fyrir löhgu, það er svipað því sem gerðist í Víet- nam; í stað hermanna koma „sér.fræðingar" í venjulegum fötum og gegna störfum þeirra. Eins hefur komið til tals, að Is- lendingar önnuðust sjálfir varn- ir landsins, og hefur það ef- laust vakið von í brjósti margs heimdellingsins, því öðrum væri náttúrlega ekki treystandi til að ganga í þjónusm NATO, guði sé lof. En allar Iausnir af þessu tagi eru útilokaðar. Menn verða enn sem fyrr að vaka á verðinum í þessu máli og andæfa kröftug- lega, ef það á að fara að leysa málin með einhverjum þeim hætti, sem er okkur Islending- um til enn meiri vansæmdar en núverandi ástand, eða gera okk- ur enn dofnari fyrir því að vera undir handarjaðri erlends stór- veldis. A sama hátt og Kanar féllust á að senda hingað ein- ungis „árvalslið", sem væru hvít- ir menn einir, þá gæm þeir ef- laust fallist á að hafa hérna lið í borgaralegum klæðum, sem færi aldrei út fyrir hússins dyr, eða eitthvað ámóta skynsamlegt. En sem sagt, um næstu mán- aðamót skýrast línurnar. Her- námsandstæðingar, verum á verði þangað til. Munum að íhaldið stólar á Framsókn og leggur henni lífsreglurnar. Lát- um okkar hlut ekki eftir liggja í því að tjá vilja okkar í þessu máli. Nú er það andófið sem gildir. ÍSLAND ÚR NATÓ — HERINN BURT. Ráa. Líf og fjör Framhald at bls. 1 voru fulltrúar stúdenta, þrír að tölu, og Margrét Guðnadóttir. Hafði áður verið þrefað um málið fram og afmr. Þá voru og greidd atkvæði um það hvort leyfa ætti nemendum þessum að endurtaka prófið, þremur vik- um eftir að einkunnir lægju fyrir, en sú tillaga var líka felld með fimm atkvæðum á móti fjórum. Hróðmar sagði fulltrúa stúd- enta hafa bent á hvílíkt hrika- legt óréttlæti væri hér um að ræða, þessir stúdentar væm sett- ir skör lægra en aðrir nemend- ur í deildinni, með því að þeim væri ekki gefinn kosmr á að endurtaka þessi próf ef þeir næðu ekki lágmarkseinkunn. Það væri og viðtekin venja í Háskólanum að menn fengju annan sjens, ef þeir einhverra hluta vegna stæðust ekki próf í tiltekinni grein. Astæður þær, sem einkum hafa verið færðar fram frir þessu háttalagi eru þær að vegna áðurnefnds aðstöðuskorts verði það mikið hagræði fyrir Læknadeildina, að þurfa ekki að hafa eins marga stúdenta í þeim verklegu kúrsum, sem eru meg- inuppistaða í námsefni seinna misseris á 1. ári. Nemendur þeir, sem ekki standast prófið núna mega reyndar taka það í haust, en þá vantar verklegu kúrsana og þeir komast því ekki inn á annað ár, svo það er marklaust. Hróðmar hélt að flöskuhálsinn í þessu máli væri verklega líf- færafræðin á seinna misserinu, að þar kreppti mest að, og því væri tekið upþ á 'þessum ták- möfkunáHðgefðúfb, sém“ væru í beinni andstöðu við stefnu læknanema, sem fóru eins og lesendur muna eflaust, í kröfu- göngu 1. nóv. s.l. til að mót- mæla því að 1. árs nemar væru notaðir sem brjóstvörn í barátt- unni við fjárveitingavaldið, og mótmæltu hugmyndum deildar- innar um „numerus clausus" í reynd. Hróðmar sagði það líka spennandi, að sjá til hvort deild- in myndi svo ætla sér að not- færa sér takmörkunarheimild sína í haust gagnvart þeim nem- endm, sem þá yrðu eftir. Hann sagði að samkvæmt upplýsing- um Jóhanns Axelssonar, deild- arforseta, hefði ríkisvaldið enn ekki komið nægjanlega til móts við kröfur deildarinnar og því stæði hótunin um „numerus clausus" enn. Aðspurður sagði Hróðmar litla hreyfingu á þeim hóp, sem þessar aðgerðir ættu að bitna á. Hann sagði engu lík- ara en það fólk hefði fyrirfram sætt sig við örlög sín, jafn mikil deyfð og sér virtist vera yfir hópnum. Það skal þó tekið fram, að nemendum þessum var tilkynnt það strax í haust, að þeir skyldu vera undir það búnir að mæta takmörkunum, sem yrðu til þess, að hluti þeirra fengi ekki að halda áfram námi, jafnvel þótt þeir stæðust próf. Þetta mál er þó ekkert einkamál þessa fólks, sem það bitnar á, eða ann- arra læknanema. Mál sem þetta er mál allra stúdenta, og komi til aðgerða í læknadeild út af máli þessu, skorar Stúdentablað- ið á stúdenta í öðrum deildum, að leggja þeim lið á hvern þann hátt sem þeir geta. Þegar skóla- yfirvöld hóta „numerus claus- us", ríður á samstöðu allra stúd- enta, til að af því geti aldrei orðið. •> .. 4 GEGN „NUMERUS CLAUS- US“ — FYRIR OPNUN HÁ- SKÓLANS. ráa Fundir £ aÓ Hótel LoftleiÓurn^^ Fundarsalir Hótels Loftleiöa eru hinir 'fullkomnustu hér á landi, og í grannlöndum eru fáir betri. Þar geta 200 manns þingað í einum sal, meðan 100 ráða ráðum sínum í þeim næsta. Leitið ekki langt yfir skammt. Lítið á salarkynni Hótels Loftleiða — einhver þeirra munu fullnægja kröfum yðar. HOTEL LOFTLEIÐIR « 4 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.