Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 12
Ameríkanasleikjur komnar á stjá: NU A AÐ SAFNA UNDIRSKRIFTUM Fjórir kennarar við Háskóla Íslands afhjúpa sig Það er nóg til af fíflum í heiminum. Og fíflin kunna yf- irleitt ekki að skammast sín. Þetta sýndi sig berlega í síð- ustu viku þegar fjórtán „þjóð- kunnir menn“ riðu á vaðið með undirskriftasöfnun fyrir eins konar bænarskjal til bjarg- ar hernámsliði Bandaríkjanna á íslandi. Það var auðvitað Morgunblaðið, sem s.l. mið- áform um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins,“ Ameríkanasleikjurnar sem að skjalinu standa eru allar karlkyns og flestar ef ekki all- ar háskólamenntaðar, þó það segi í sjálfu sér lítið. Liðið er í Morgunblaðinu sagt ópóli- tískt, þó svo að meirihlutann geti almenningur þegar þekkt Hinir nýju iandvættir Háskólans. vikudag birti ljósmynd af lið- inu og opinberaði lesendum sínum um leið þetta fagnaðar- erindi, sem síðan hefur farið sína venjulegu leið í síðustu tölublöðum Moggans um Vel- vakanda, staksteina og í leið- ara. Texti undirskriftarskjals- ins er eftirfarandi: „Við undirritaðir skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær sem krata, íhaldsmenn eða upp- gjafa framsóknarmenn, sem ekkert hafa komist áfram inn- an sinna eigin samtaka, vegna þess hvað þeir þykja leiðin- legir. Þetta framtak átti þó ekki að koma neinum á óvart, það mátti heita fullvíst að borgarastétt þessa lands myndi ekki taka því með öllu átaka- laust að láta svipta sig bak- tryggingu hernámsins. Að þess- ir vonlausu framagosar íhalds- aflanna skuli hafa valist til að hrinda þessu í framkvæmd, stafar sennilega af því, að for- Happdrætti Háskólans 40 ára íslendingar eru mikil happ- drættisþjóð. Ætla má að yfir níu af hverjum tíu Islendingum spili í happdrætti. Og langflest- ir spila í Happdrætti Háskólans. A þeim fjörutíu árum, sem lið- in eru frá því Happdrættið tók til starfa hefur orðið mikil breyting í peningamálum þjóð- arinnar. I upphafi var lægsti vinningur eitt hundrað krónur (tutmguogfimm krónur á kvart- miða) og sá hæsti fimmtíuþús- ystumenn íhaldsins gera sér grein fyrir því, að meirihluti þjóðarinnar vill herinn burt, og að of stutt er í kosningar til að taka nokkra áhættu með flokksapparötin. íhaldið er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og því er þessi und- irskriftasöfnun síðasta hálm- stráið til að reyna að hafa á- hrif á málið með þrýstingi. I hópi þessa ófagnaðarlýðs er að finna fjóra menn, sem eru stúdentum engan veginn ókunnugir. Það eru háskóla- kennararnir Þorsteinn Sæ- mundsson, Jónatan Þórmunds- son, Þór Vilhjálmsson og Ragnar Ingimarsson. Þorsteinn virðist vera forsprakkinn í hópnum, og er væntanlega jafn ópólitískur núna og sd. Framhald á 4. síðu. Böðvar Guðmundsson: VARÐBERGS SÖNGUR: Stöndum á varðbergi Vvarðbergsmenn, vestræna samvinnu reynum enn, þrátt fyrir örlítil örðugheit eins og í Chile og Watergate, þrátt fyrir sprengjunnar þrumugný þrátt fyrir Grikkland og Wounded knee, þrátt fyrir íra í úfnum ham, Eykon og Moggann og Víetnam. Vonandi hallast í vesturátt vinstri stjórnin og þjóðin brátt, þá verður Keflavík Kanabær kyrr eins og hún var í dag og gær, því þrátt fyrir axarsköft yfrið stór og ýmislegt, sem í vaskinn fór og þrátt fyrir allt, sem var aldei gert er okkur samstarfið mikilsvert. Biðjum svo drottinn um Nixonsnéð, nafn hans sé með oss í lengd og bráð, þrátt fyrir örlítil örðugheit eins og í Chile og Watergate, þrátt fyrir sprengjunnar þrumugný, þrátt fyrir Grikkland og Wounded knee, þrátt fyrir íra í úfnum ham, Eykon og Moggann og Víetnam. NÝJAR REGLUR FYRIR STÚDENTASKIPTASJÓÐ und krónur. Það væri gaman að sá framan í andlitið á þeim sem í dag væri boðið upp á að spila í happdrætti, sem byði tuttuguogfimmkall í vinning. Stjórn Happdrættisins hefur alltaf kappkostað að halda réttu hlutfalli á milli verðmæti vinn- inga og verðgildi peninganna á hverjum tíma. Fyrir þremur ár- um tók ný vinningaskrá gildi sem var gjörbylting á rekstri Framhald á 4. síðu. Stúdentaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 18. des. s.l. nýjar úthlutunarregl- ur fyrir Stúdentaskiptasjóð. Helsta nýmælið í þeim regl- um er það, að nú geta öll fé- lagasamtök stúdenta sótt um styrk úr sjóðnum, en áður náði hann aðeins til utan- ferða á vegum deildarfélaga. Þessar nýju úthlutunarregiur hafa verið hengdar upp í bygg- ingum Háskólans til kynningar, en ekki er þó víst að menn hafi áttað sig á því, að enn er hægt að sækja um styrk úr sjóðnum fyrir þetta ár og framlengist fresturinn fram í febrúarmánuð. I september verður svo aftur hægt að sækja um styrk úr sjóðnum og verður það auglýst sérstaklega þegar þar að kemur. Aðspurður um styrki til ferða, sem bæru óvænt að, sagði Er- ling Olafsson, formaður Hags- munanefndar S.H.Í., að fimmt- ung eða sjöttung af ráðstöfun- artekjum sjóðsins yrði haldið eftir ár hvert til að styrkja slíkar ferðir. En sem sagt, enn er frest- ur fram í miðjan febrúar fyrir þau félagasamtök sem hyggjast sækja um styrk til stúdenta- skiptaferða þetta árið. Hér fara svo á eftir hinar nýju úthlutun- arreglur sjóðsins: Úthlutunareglur Stúdentaskiptasjóðs 1. Hagsmunanefnd skal kjósa undirnefnd þriggja manna er annist úthlutun og eftirlit með sjóðnum. 2. í desember úr hvert skulu viðeigandi aðilar félagssam- taka stúdenta leggja fram á- ætlun um ferðir næsta árs, sérstaklega eðli ferðanna og þátttakendafjölda. Stúdenta- skiptasjóði er aðeins skylt að styrkja þær ferðir, sem þann- ig er sótt um. 3. í janúar ár hvert úthlutar síðan nefndin þeim fjármun- um, sem sjóðurinn ræður yfir, á grundvelli þessara um- sókna. Styrkurinn er hins vegar ekki greiddur út fyrr en hálfum mánuði fyrir brottför (nema sérstaklega standi á). Styrk sem ekki er notaður bera að skila. 4. Við móttöku styrks til hverr- ar ferðar skulu viðkomandi félagssamtök leggja fram lista um þá menn sem fara í þessa ferð. Nefndin skal hafa yfirlit með því að ein- stakir menn séu ekki óeðli- lega oft styrktir. 5. Þeir styfkir, sem skilað er, ganga til úthlutunar næsta ár. SHÍ er þó heimilt að nota þetta fé til úthlutunar á haustin ef þörf krefur. Styrk- veiting þessi skal auglýst Framhald á 4. síðu. | DANSLEIKUR I s fyrir þá sem vilja hreyfingu. KONSERT fyrir þá sem ekki fara í Klúbbinn. D j amm-sess j ón fyrir þá sem eru inni í frösunum. Finnur Torfi Stefánsson, gítar Áskell Másson, slagverk og flauta Jóhann G. Jóhannsson, bassi Ólafur Garðarson, trommur Leifur Hauksson, gítar og söngur Laugardagskvöld 26. jan. kl. 21 í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut. Áfengislaus skemmtun — SMÍ I I i

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.