Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 9
Um afstöðu ... Framhald af bls. 3. fiskveiðum, hljóta að hugsa fram í tímann og munu því hafa vilja og gem til að nýta fiskistofnana án rányrkju. Fisk- stofnarnir í N-Atlanitshafi eru nú þegar mjög ofnýttir og ein- stakir Stofnar næstum horfnk. Þess vegna liggur á. Þess vegna er nauðsynlegt að hin einstöku ríki færi út fiskveiði- mörk sín strax (t.d. 50—200 mílur), þannig að tök verði á að þróunin færist í rétta áitt. Stúd- entar í Osló hafa þess vegna einnig gagnrýnt norsku ríkis- stjórnina fyrir hálfvelgju í af- stöðunni til hinnar rétm fisfei- málastefnu íslands. Staða Iandhelgis- málsins í Noregi ná Fiskimenn og aðrir íbúar strandhéraða vilja fá 50 mílna fiskveiðilögsögu sem fyrst, til verndar fiskveiðum, tilaðtryggja tilvem fiskvinnslustöðvanna og jafnvægi í byggð landsins, og til að vernda veiðarfæri gegn skemmdum erlendra togara. Útfærsla fiskveiðilögsögu er stórmál, en norska ríkisstjórnin er hikandi, meðal annars vegna fríverzlunarsamninga við EBE, og vill helzt bíða eftir niður- stöðu Hafréttarráðstefnu SÞ. 13. maí 1973 var Aksjon Kyst-Norge stofnað í þeim til- gangi að vinna á þverpólitískum grundvelli að auknu almennu fylgi við stækkun norsku Iand- helginnar. Sjómannafélög, stétt- arfélög almennt og einstakling- ar em meðlimir. Höfuðstöðvar eru í Tromsö en undirdeildir víða um landið. Samtökin gefa út blað og vinna á annan hátt að því að Noregur færi fisk- veiðilögsöguna þegar í stað út í a.m.k. 50 mílur. NATO-herstöðvar b 'Stefna Noregs hvað varðar erlendar herstöðvar á norskri grund hefur ákvarðazt af tveim höfuðsjónarmiðum: 1. Við viljum ekki hafa erlenda hermenn staðsetta á norskri grund. 2. NATO-herstöð mönnuð er- lendum her mundi teljast mikil ögrun við Sovétríkin. Áður fyrr var síðara atriðið ef til vill mikilvægara, en eftir að reynsla hefur fengizt af Víet- nam-stríðinu, nýlendiustríði Portúgals í Afríku, og nú síðast byltingunum í Grikklandi, þá hefur sá ótti aukizt, að erlendan her mætti nota gegn framfara- sinnaðri norskri ríkisstjórn. Almenn eining ríkir nú í Noregi að við, sem frjáls og fullvalda þjóð, munum ekki þola útlendan herstyrk á norskri grund. Allsstaðar í heiminum er reynslan sú, að herforingjaklík- unum stjórna íhaldssöm og að miklu leyti afturhaldssöm öfl. Þeir norsku herforingjar og stjórnmálamenn, sem láta stjórn- ast af þeim, sem vilja viðhalda herstöðvum á íslandi, tala ekki fyrir munn Norðmanna almennt, né norsku ríkisstjórnarinnar. Auk þess eru þeir með ótil- hlýðileg afskipti af íslenzkum innanríkismálum. Fjöldi manns ..: Framhald ai 3 síðu. eyju eru veikir. Dr. Patricio Ciron emkalæknir Allende for- seta, er rúmliggjandi eftir hjarta slag. Daniel Vergara, fyrrver- andi aðstoðarráðherra í Innan- Stúdentabl. Herstjórn 1 .. .. ríkisráðuneytinu, þjáist af miklu blóðleysi og er mjög illa særð- ur vegna skota sem hann hlaut í umsátrinu og bardaganum í Moneda forsetahöllinni. Fangarnir hafa Iítið samband við umheiminn. Þeir fá bréf frá ættingjum sínum, en þau eru lesin áður en þeir fá þau í hendur. í herskólanum í Santi- ago eru ættingjum fanganna af- hent svarbréf frá þeirn, þar sem þeir láta vel yfir högum sínum, en slíkt er fjarri sannleikanum. Mörg þessara bréfa eru skrifuð samkvæmt fyrirskipun herfor- ingjanna. Mikil hætta er á því, að meirihluti fanganna á Dawson- eyju lifi ekki af þessa meðferð. Hér fara á eftir nöfn fang- anna: Clodomiro Almeyda, fyrrverandi utanríkisráðherra og meðlimur miðstjórnar Sósíalistaflokksins. Anselmo Sule, þingmaður og formaður Róttæka flokksins. José Toha, fyrrverandi innan- ríkisráðherra og meðlimur miðstjórnar Sósíalistaflokksins. Jaime Toha, fyrrverandi land- búnaðarráðherra og meðlimur miðstjórnar Sósíalistaflokksins. Hugo Miranda, þingmaður fyrir Róttæka flokkinn. Aniceto Rodrigues, þingmaður og meðlimur miðstjórnar Sós- íalistaflokksins. Anibal Palma, fyrrv. mennta- málaráðherra og fv. aðalritari ríkisstjórnarinnar, meðlimur Róttæka flokksins. Jorge Tapia, fyrrv. menntamála- ráðherra og meðlimur Rót- tæka flokksins. Fernando Flores, fyrrv. fjármála- ráðherra, meðilimur MAPU. Carlos Matus, fyrrv. fjármála- ráðherra, meðlimur MAPU. Jose Cademartori, fyrrv. fjár- málaráðherra og meðlimur stjórnmálanefndar Kommún- istaflokksins. Daniel Vergara, fyrrv. aðstoðar- ráðherra í Innanríkisráðu- neytinu og meðlimur Komm- únistaflokksins. Carlos Morales, þingmaður og meðlimur framkvæmdastjórn- ar Róttæka flokksins. Julio Silva Solar, þingmaður og meðlimur stjórnmálanefndar Kristilega vinstrifiokksins. Erich Schnacke, þingmaður og meðlimur stjórnmálanefndar Sósíalistaflokksins. Enrique Kirberg, rektor Tækni- háskóla ríkisins og meðlimur Kommúnistaflokksins. Tito Palestro, bæjarstjóri San Miguel-kommúnunnar og meðlimur Sósíalistaflokksins. Julio Palestro, einn af leiðtog- um Sósíalistaflokksins. Carlos Jorquera, blaðamaður og blaðafulltrúi Allende forseta. Óháður. Alfredio Joignat, fyrrv. Iögreglu- stjóri Santiago-boragr, fyrrv. yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar. Meðlimur Sósíalista- flokksins. Sergio Bitar, fyrrv. málmiðnaðar- ráðherra. Meðlimur stjórn- málanefndar Kristilega vinstri flokksins. Sergio Vuskovic, borgarstjóri í Valpariso og meðlimur Kommúnistaflokksins. Andres Sepulvera, þingmaður f. Sósíalistaflokkinn. Edgardo Sariques, fyrrv. mennta- málaráðherra og meðlimur Róttæka flokksins. Patricio Guillon, læknir Allende forseta. Óháður . Um leið og „Chile Demo- cratico" veitir þessar upplýsing- ar um fyrrverandi ráðherra og háttsetta leiðtoga Einingarflokks alþýðunnar, skora samtökin á hina alþjóðlegu samstöðuhreyf- ingu að krefjast þess, að fas- istastjórnin létti þjáningum chilensku þjóðarinnar. Við biðj- um einnig allar lýðræðisstjórnir heims að þrýsta að herforingja- stjórninni á alþjóðavettvangi, þessari stjórn sem fremur nú fjöldamorð á chilenskum verka- lýð og forystumönnum hans. • 0 »-'** i Yerðlaunaveggskildir Sigrúnar Guðjónsdóttur. Framleiðandi: -Bing & Gróndahl. Efni: Postulín. Stærð: 18 cm þvermal: Smásöluverð: kr. 7.205.— serían Veggskildir með teikningum. eftir Einar Hákonarson, sem hlutu sérstáka viðúrkennlngu í samkeppní Þjóðhátíðarnefndar. Eramleiðandi: Gler- og postulín sf. Efni: Pos'tulín og Ramingviður. Stærð: 16 X16. Smásöluverð: kr. 2.640.— serían. Þessir fallegu veggskildír til minningar um 11 alda afmæli Islandsbyggðar eru eingöngu seldir sem sería. • / a arum. , sem Heildsöludreifíng: Samband íslenzkra samvinnufélaga, Búsáhaldadeild, Reykjavík. O. Johnson &c Kaaber, Sætúni 8, Reykjavík. STÚDENTABLAÐIÐ — 9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.