Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 2
Námskynningarstarfsemi SHÍ: HVER ER TILGANGUR MENNTUNNAR? Hin áriega námskynning SHÍ og SÍNE fyrir menntaskólanema fór fram í nóvember 1973. Far- ið var í alla þrjá menntaskól- ana úti á landsbyggðinni, ísa- fjörð, Laugarvatn og Akureyri. í Reykjavík var aftur á móti aðeins haldin ein kynning fyrir skólana á höfuðborgarsvæðinu og var hún í Árnagarði. í at- hugun mun vera að breyta eitt- hvað fyrirkomulag.i kynninga hér í Reykjavík, þannig að far- ið verði í hvern einstakan skóla og jafnvel að einstakar deildir Háskólans efni þar til sérstakra kynninga, en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum og er úrslitavaldið í höndum Menntamálaráðuneytisins, sem á að fjármagna starfsemina. Að þessu sinni tókust kynn- ingar þessar með mestu ágætum og var vel staðið að undirbún- ingi og skipulagningu þeirra af hálfu menntamálanefndar. „Á Akureyri var að venju kall- að á Sal í tilefni af kynning- unni til að auglýsa hana og kynna tilgang hennar fyrir nem- endum skólans. Hér fer á eftir niðurlag á prédikun, sem Árni Blandon flutti við það tækifæri: Mörgum Ieikur hugur á að vita, aó hvaða leyti Háskólinn er helzt frábrugðinn mennta- skólum, hvað sé akademiskt frelsi eða akademiskt kortér, seminar, marklýsing o. s. frv. Ef við byrjum á því að reyna að útskýra hvað sé akademiskt kortér þá er það kortérið sem líður frá því að ákveðinn tími eða fyrirlestur á að byrja t.d. ef hann er auglýstur kl. 2, og þar til hann byrjar þ. e. a. s. kortér yfir 2. Þannig er hver tími í HÍ 45 mín. og síðan frí í kortér ef tveir tímar liggja saman. Akademiskt frelsi er það þegar nemendur eiga að fá frjálsar hendur um það, hvernig þeir skipuleggja nám sitt eða hvort þeir sækja tíma eða ekki. I einstaká greinum leyfist mönnum að fara í próf, án þess að hafa sótt nokkurn tíma og oft taka slíkir menn ágætis próf sem sýnir þá e.t.v. gagn- semi tímasóknar í viðkomandi grein. Tímaskylda er þó mikil í sumum greinum, sérstaklega raunvísindagreinum t.d. í verk- legum æfingum. Sumar greinar hafa reynt nýjar aðferðir í kennslu og mati á hæfni nem- enda m.a. með aukinni verk- efna- og ritgerðavinnslu og er t.d. þannig komið í ensku- kennslu við Háskólann að viða- mikil hefðbundin próf eru ekki tekin, en áhersla er lögð á jafna dreifða verkefnavinnslu yfir veturinn. Þannig losna nemendur að mestu við hið hvimleiða prófastress en þurfa að vinna jafnar. Seminör eða hópvinna er það kennsluform sem stúdentar berjast helst fyrir í stað hinna steinrunnu fyrirlestra. En kenn- ararnir eru yfirleitt ekki hlynnt- ir slíku kennsluformi, sem m.a. býður upp á frjálsar viðræður, persónulega tjáningu og skoð- anaskipti. Það-gæti m.a.—komið upp um vanþekkingu kennar- anna, bæði á viðkomandi um- ræðuefni og á því, ef þeir fylgjast illa með nýjungum t.d. í faginu og þróun nýrra kennsluaðferða. Hópvinnan krefst einnig samvinnu en ekki samkeppni eins og prófin miða að, svo það er erfiðara að flokka einstaklingana í hópn- um niður í gæðaflokka eins og gert er í samkeppnisprófunum. Marklýsing er lýsing á mark- miði kennslunnar í ákveðinni námsgrein þ.e. svar við þeirri spurningu til hvers ákveðin námsgrein er numin, að hvaða gagni námið kemur og hvernig eigi að læra viðkomandi grein, hvað sé aðalatriði í náminu og hvað þurfi að kunna. Nákvæm gerð slíkra lýsinga er mikil vinna og veigra kennararnir sér oftast við henni. Þar yrði líka komið inn á tilgang og gágn- semi greinanna og yrði þá e.t.v. lítið eftir af hagnýtu gildi ýmiss námsefnis sem nú er kennt. Þar sem fræðileg þekk- ing kemur oft á tíðum harla lítið að hagnýtum notum við hagnýtingu í væntanlegu starfi, hver er þá tilgangurinn með því, að læra utanað fyrir próf ákveðnar romsur sem maður síðar geymir og þarf e.t.v. alls ekki að ncta í því starfi, sem maður er að búa sig undir. Hver er þá tilgangur mennt- Framhald á 9. síðu. Áhrif hersetu Bandaríkjanna á íslenskt þjóðlíf eru í senn margþætt og hulin þoku um margt. Hermangsgróði borgara- itéttarinnar og þar á meðal for- ystumanna hernámssinna er sennilega sá þáttur sem augljós- astur er. Hin menningarlagu á- hrif liggja hins vegar ekki eins í augum uppi, þar sem þau eru samtvinnuð öðrum amerískum áhrifum hér og tengslum inn- lends auðvalds við hernaðar- maskínu bandarísku heimsvalda- sinnanna. Enn er ógetið áhrifa hersetunnar á íslenska stéttabar- áttu og stjórnmál, en þess þáttar hersetunnar hefur hingað til ver- ið lítill gaumur gefinn. Allt frá 1940 hefur stjórn- málabaráttan hér snúist að meira eða minna leyti um hernámsmál og afstöðuna til stórvelda og hernaðarblokka. Ekki fer hjá því að hermálið, sem oft hefur ver- ið „mál málanna", hafi haft á- hrif á aðra þætti stjórnmálanna. Þetta verður augljóst þegar at- huguð er saga sósíalískrar hreyf- ingar. Kommúnistaflokkur og Sósíal- istaflokur höfðu ávallt sósíal- isma á stefnuskrá sinni, og sós- íalískur áróður setti mjög svip sinn á allan málflutning og störf flokkanna, í dægurbaráttu engu síður en þegar beinlínis voru rædd langtímamarkmið flokk- anna. En þegar utanríkismálin urðu helsta ágreiningsefnið í dægurþrasinu, tók þetta að breytast. Framan af tengdust þó sósíalísk markmið baráttunni gegn aðild að hernaðarvél heims- valdasinna, en eftir að hernáms- samningurinn 1951 var gerður, varð málflutningur hernámsand- stæðinga stöðugt þjóðernislegri. Um leið gerðist það að hernáms- sinnar gengu berserksgang gegn sóstalistum og sökuðu þá um að vera handbendi Rússa. Sósíal- istar Iitu þá flestir enn á Sovét- ríkin sem „fyrirheitna landið", sbr. orð Brynjólfs Bjarnasonar um Sigfús Sigurhjartarson lát- inn og för hans í austurveg: „Hann hafði séð draum sinn ræt- ast". En öldur McCarthyismans bárust hingað til lands, svo að betri borgarar festu ekki svefn vegna Rússagrýlunnar og inn- lendra útsendara alheimskomm- ánismans. Um leið eru íslenskir sósíal- istar staddir í kreppu, eins og samherjar þeirra erlendis. Bar- áttuaðferðir og þjóðfélagsskiln- ingur endurnýjast ekki, þeir eru ófærir að aðlagast nýjum stað- reyndum og draga lærdóma af hinu liðna og mistekst því að efla og viðhalda stéttarvitund al- þýðunnar, svo að stór hluti henn- ar verður andkommúnísikum á- róðri að bráð. Við þessar að- stæður einkennist baráttan gegn hernum, þar sem sósíalistar höfðu forystu, af röksemdum sem höfðu verndun menningar, þjóðlega reisn o. s. frv. að leiðar- ljósi. Oll stjórnmálasaga síðustu áratuga gerist í skugga herset- unnar. Innan raða sósíalista hafði hermálið „algeran for- gang", enda var mönnum ljóst, að hérlendis yrðu vart fram- kvæmdar meiriháttar þjóðfélags- breytingar meðan bandaríska heimslögreglan dveldist í land- inu. Tvívegis á þessu tímabili hafa sósíalistar tekið þátt í stjórnarsamstarfi, og sætt sig við árangursleysi í baráttumálum sínum, í þeirri von að herinn færi. En mestallt þetta tímabil hefur líka átt sér stað þróun, sem ekki hefur borið eins mikið á og ugglaust væri, ef ekki kæmi til hersetan. Hér er átt við fráhvarf forystu sósíalista lrá byltingarsinnaðri stefnu eðajafn- vel róttækri umbótastefnu. í flokk sósíalista hafa jafnframt gengið menn sem eiga ekki ann- að sameiginlegt með sósíalistum en andstöðu gegn her í landi. Hernámsbaráttunni sjálfri hefur þó aðallega verið haldið uppi af hörðum sósíalistum. Þeir hafa því vanrækt að halda hátt á loft merkjum verkalýðs og sósíal- isma, og umræða um sósíalisma hefur verið í lágmarki, hvað magn og gæði snertir, allt fram á síðustu ár að upp hafa vaxið skipulagðir hópar vinstra megin við Alþýðubandalagið. Baráttan gegn hernum er þannig öðru jremur sú hula sem leynt befur stefnubreytingu sósíalískrar for- ystu sem í skjóli hersetunnar hefur leyfzt að stinga langtíma- markmiðum sínum undir stól án þess að flokksmenn, sem trúrri hafa verið hugsjónum sósíalism- ans, gerðu uppsteit. Að öllu samanlögðu hefurher- setan hér og hin óhjákvæmilega barátta gegn henni verið, eins og hún hefur verið háð, einn mesti meinvaldur sósíalískrar hreyfingar. Slíkt er vitaskuld engin söguleg nauðsyn, né held- ur skýring í sjálfu sér, heldur ræðst af vanmætti hreyfingar- innar til að tengja Nató- og hermálið baráttu gegn heims- valdastefnu auðvaldsins og halda um leið uppi kröftugu starfi til að rannsaka og gagnrýna íslenzkt auðvaldsþjóðfélag og leiða bar- áttu verkalýðsins þannig að hún beinist að rótum þjóðfélagsmein- anna, auðvaldsskipulaginu. Þessu sögulega verkefni hefur sósíalísk hreyfing ekki valdið allt frá upp- hafi kalda stríðsins og þungur róður fyrir þá sem nú vilja hefja merkið að nýju, þegar ávinning- ar 5. áratugsins hafa að mestu glatazt. Meðan hér er her er þess varla nokkur von að sósíalísk hreyfing endurnýjist að djarfleik og slag- krafti. Þetta gerir íslenzka auð- valdið sér vel ljóst og berst Lnú- um og hnefum gegn starfi her- stöðvaandstæðinga. Þetta gera forystumenn milliflokkanna sér einnig ljóst og gæla því við hugmyndina um brottför hersins og geta á þann hátt dregið sósí- alista á asnaeyruuum, látið þá starfa gegn eigin stefnu og graf- ið undan áliti verkalýðs og sós- íalista á forystunni. Umræðan um hermálið er Ijót- ur skollaleikur þar sem menn koma fram af óheilindum til að varna því að hin pólitíska bar- átta snúist um sjálfa þjóðfélags- gerðina, einstaka þætti hennar eða auðvaldsskipulagið í heild. Því er það kappsmál allra rót- tækra manna, að herstöðvamálið hverfi úr stjórnmálaumræðunni yfir á spjöld sögunnar. Þá get- um við farið að ræða pólitík. RITSTJÓRI óskast að Stúdentablaðinu. Stúdentaráð Háskóla íslands óskar eftir að ráða manneskju til að taka að sér ritstjórn Stúdentablaðsins, og umsjón með annarri út- gáfustarfsemi á vegum ráðsins. Umsóknarfrestur er til næstu mánaðamóta og skal umsóknum komið til Otgáfustjórnar Stúdentablaðsins, Stúdentaheimilinu v. Hring- braut (II. h.). Allar upplýsingar um starfið fást á skrifstofu blaðsins á sama stað, sími 1-59-59. STJÓRN SHÍ. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.