Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 7
.Ki ¦¦:* '¦¦?*,-:¥*¦ *m> &***,--&- .. ¦ •,. «*ís& stefna ríkisstjórnarinnar á þessu sviði er mótuð af mennta- og fjármáiaráðherra, var sú, að lánshlutföll skyldu vera óbreytt frá fyrra ári. Hagsmunanefnd SHÍ ásamt fulltrúum SHÍ og SÍNE í stjórn Lánasjóðsins á- kvað þá þegar, að allt kapp yrði lagt á að þoka lánshlutfallinu til réttari vegar. Var markmiðið sem fyrr 100% lánshlutfall af umframfjárþörf. Reynslunni frá fyrra ári ríkari var mótuð ítar- leg áætlun um, hvernig að þessu máli skyldi staðið. Sú áasdun fól í fyrsta lagi í sér fjölda viðtala við stjórnmálalega lykil- menn svo sem ráðherra, for- menn þingflokka og nefnda auk óbreyttra þingmanna. I öðru lagi fjölmiðlabaráttu og í þriðja lagi fjöldaaðgerðir, ef á þyrfti að halda. Á þennan hátt var vonazt til, að unnt væri að skapa þann þrýsting á ráða- menn, sem dygði. Það þessara atriða, sem bezt reyndizt og einna helzt má þakka þann árangur, sem náðist er hið fyrstnefnda. Fjölmiðla- þrýstingurinn gekk treglega vegna áhugaleysis fjölmiðla á málinu, og jafnvel enn minni áhugi stúdenta gerði fjölmiðla- aðgerðir nánast óhugsandi. Vera kann þó, að þeir hefðu tekið við sér á elleftu rtundu, ef engin bót hefði fengizt eftir öðrum leiðum. Með tilliti til komandi al- þinigiskosninga er stúdentuim hollt að gera sér grein fyrir því, hvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sýndu lánamál- um námsmanna mestan skiln- ing og stuðning. Það er skemmst frá að segja, að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið brugðust Iangbezt við þessari málaleitan. Formenn þessara flokka, Gylfi Þ. Gíslason og Ragnar Arnalds, að ógleymdum formanni fjárveitinganefndar, Geir Gunnarssyni, settu þann þrýsting á fjármálaráðherra, sem ef til vill réði úrslirum að lok- um. Sjálfsstæðisflokkurinn sýndii hins vegar málinu hvað minnst- an stuðning allra flokka, og for- maður þingflokks hans, Gunnar Thoroddsen virtist bókstaflega ekki hafa tíma til að rseða við fulltrúa SHÍ og SÍNE. Ef til vill hefur homim fundizt kommalykt af þeim. Það er einnig athyglisvert, að mennta- málaráðherra virtist vera nánast í vasa fjármálaráðherra í þessu máli. Frá honum barst náms- mönnun enginn stuðningur, nema síður væri. Jafnvel þegar hann hafði í hendi sér að hækka lánshlutfallið myndarlega, er hækkunarheimild alþingis hafði fengizt, var hann sá þröskuld- ur, sem hækkun umfram 7% strandaði á. Er því ekki að leyna, að sú hugsun hefur hvarflað að manni, að Iánamál- in væru betur stödd undir yfir- stjórn Gylfa Þ. en „jafnaðar- mannsins" M.T.Ó. (núllsins). Ætti þessi yfirlýsing að koma í stað margra lýsingarorða a.m.k. Framhald á bls. 11. veigamikill þáttur í rökstuðn- ingi fyrir launámismunun. Takmarkiö er ekki alger. launajoínuður ,heldur afnám þeirra launaforréttinda sem leiða af því að langskólagengið fólk hafnar samstöðu með öðr- um launþegum — þeas. eim öðrum sem lifa af því að selja vinnuorku sína — og stefnir að aukinni launamismunun í kjarakröfum sínum (sjá um- sögn SlNE, II. kafla 7. gr. og III. kafla, stefnuskrá hags- munanefndar SHl, Markmið B, liði a), b), d) og umsögn SHI 7. gr. 2, 3, 4, 5). 6. Umbótastefna. Endurskoðað námslána og -styrkjakerfi á að færa okkur nær því meginmark miði, að komið verði á náms- launakerfi fyrir alla náms- menn sem komnir eru af skóla skyldualdri. I þessu viðviki er ekki nauð- synlegt að bíða þjóðfélagsum- byltingar, heldur er hægt að nálgast jafnaðarsamfélagið með endurbótum í rétta átt. Að hafna mögulegum réttmæt- um umbótum, þegar annað er ekki mögulegt, er byltingar- rómantík og glapræði þeirra sem neita að skoða raunveruna hverju sinni, en einblína á útópíuna. Hér er útópíu bylt- ingarinnar ekki hafnað, heldur er hún hugsuð sem tæki til að ráðast í breytingar á núverandi ástandi, jafnframt því sem fall- ist er á, að í framkvæmd geti hugsast að til málamiðlunar verði að koma — þó ekki á sjálfu lokatakmarkinu. Heimildir: Stcfnuskrá hagsmunancfndar SHÍ, Umsögn SHÍ um lánalágafrumvarp frumvarpið, liggja frammi á skrif- ríkisstjórnarinnnar, stofu SHÍ og SÍNE. og umsögn SfNE um lánalaga- Jón Ásgejr Sigurðssqn . j-.ii K> **f ^3* *s**^' -••(|ii«r l«*m* rr* ""ri* nf «- ......... NORSK ISLAND Námsmenn í Ósló vinna nú við samningu bókar um ísland, sem áætlað er, að út komi á vormánuðum. Tildrög- in eru þau, að PAX-forlagið ákvað, að gefa út bók um Island, þar sem hin brennandi mál íslands, t.d. landhelg- ismálið og herstöðvamálið, yrðu rækilega kynnt norskum lesendum, og e.t.v. tengd samsvarandi norksum vandamál- um. Var í fyrstu ætlunin, að bókin yrði skrifuð af Norð- manni, með aðstoð námsmanna í Ósló, en eftir nokkutt þóf ákvað forlagið síðan að kúpla út Norðmanninum og biðja fslendingana að skrifa bókina að öllu leyti. Efnis- söfnun og samning bókarinnar hófst svo í nóvember. Bókin verður lögð þannig upp, að rakin er a.m.1. saga ís- lenska þjóðfélagsins á þessari öld og stjórnmálaþróun rakin. Nokkur bakgrunnur verður þó gefinn um eldti sögu og landshætti. Bókin er skrifuð út frá sósíalísku hugarfari, og verður megináhersla lögð á hina sósíalísku baráttu á íslandi, stéttar- og verkalýðsbaráttu, baráttuna gegn erlendri heimsvaldastefnu, hernum og'NATÓ, baráttuna gegn rán- veldunum í landhelgismálum o.s.frv. Einn kafli bókarinnar verður skrifaður af Norðmanni, væntanlega Óttari Brox, og mun sá kafli draga línurnar á milli íslensks þjóðfélags og norsks, einkum norður-norskra þjóðfélagshátta, og benda á það sem líkt er, og e.t.v. einnig benda á, hvað Norðmenn geti af íslandi lært, og öfugt. Einn stærsti vandinn við bókarsamninguna er, hversu lítið er um yfirlitsverk um hina ýmsu þætti íslensks þjóðfélags. Fer því mesmr hluti vinnu hinna 8-10 náms- manna, er bókina rita, í það að leita sér heimilda og upplýsirnga. Þess má geta, að vinnuhópurinn um bókina hefur viðr- að þá hugmynd sín á milli, að vert væri, að þessi mikla vinna yrði að einhverju gagni heima. Hefur verið rætt um að gefa út samsvarandi bók á íslandi. Víst er, að slík bók gæti orðið til talsverðs gagns. G.S. Lánafrumvarpið nyja: AFSTAÐA SÍNE TIL MÁLSINS Undanfarna mánuði hefur farið fram gagnger umræða innan SlNE um framkomið frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Á grundvelli ályktana SÍNE-deilda um frumvarpið, könnunar á af- stöðu SlNE-félaga til ein- stakra liða frumvarpsins svo og sérstakra vinnufunda um frumvarpið, sem haldnir voru um mánaðamótin des./jan., hefur endanleg afstaða SlNE til umrædds frumvarps verið mótuð: Sú grundvallar stefnubreyt- ing, sem felst í 6. gr. frum- varpsins, þar sem gert er ráð fyrir að tekjur og eignir for- eldra námsmanns hafi áhrif á upphæð námsláns hans, hefur verið harðlega mótmælt af öll- um SÍNE-deildum. Sama máli gegnir um hækkun vaxta frá þv, sem nú er og styttingu þess tíma frá námslokum þar til endurgreiðslur hefjast, er bið- tími hefur verið nefndur. Af þessu leiðir, að SlNE er algjörlega andvígt því, að . breytingar þær, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir á umrædd- um þremur atriðum verði gerð ,ar áð lögum og mun SlNE beita sér af alefli gegn öllum þessum breytingum. Hvað endurgreiðslum lána viðkemur er SlNE mjög fylgj- andi því, að tekið verði sem mest tillit til afkomu lánþega að námi loknu, sem hefði í för með sér mjög mismunandi endurgreiðsluhraða lánþega allt eftir aðstöðu þeirra til tekjuöflunar. Þannig myndi hátekjumaður greiða lán sitt til baka á tiltölulega fáum ár- um, en lágtekjumaður á mun lengri tíma eða ekki nema að hluta eða jafnvel alls ekki, ef laun væru, af einhverjum á- stæðum, svo lág, að ekki teld- ist fyrir hendi afgangur til end- urgreiðslu á námslánum. Slíkt endurgreiðslukerfi væri í anda frumvarpsins, en gengi þó mun lengra, hvað snertir tillit til aðstöðu lánþega til fjáröfl- unar. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að tillögur stjóma SlNE og SHÍ um vísitölubind- ingu lána voru mjög harðlega gagnrýndar af miklum meiri- hluta þeirra SlNE-deilda, sem tjáðu sig um þær. Töldu SlNE deildirnar m.a., að umræddar tillögur væru of harðir kostir námsmönnum umfram aðra þjóðfélagsþegna, auk þess væri ekki einhlítt um áhrif tillagn- anna í átt til launajafnréttis í þjóðfélaginu. Niðurstaðan er því sú, að SlNE, þar með tal- in stjórn SlNE, mun alls ekki ljá máls á vísitölubindingu námslána, enda er ekki gert ráð fyrir slíku í frumvarpinu, og vonandi ekki ástæða til að ætla, að þingmenn geri þess háttar breytingar á frumvarp- inu í andstöðu við Samband íslenskra námsmanna erlendis. Endurgreiðslukerfi það, sem SlNE er fylgjandi er þvi, að undanskilinni vísitölubindingu, með svipuðu sniði og stjórnir SlNE og SHÍ gerðu ráð fyrir í sínum tillögum. Af öðrum atriðum í afstöðu SlNE skulu auk þess eftir- farandi nefnd: 1) 2. gr. verði orðuð þann- ig að ekki leiki minnsti vafi á því, að 100% umframfjár- þarfarmarkinu verði náð við fyrstu úthlutun eftir gildistöku laganna. 2) Fjarbýlisstyrkur (5. gr.) nemi öllum þeim umfram- kostnaði, er af búsetu eða vistun utan foreldrahúsa leiðir og verði undir engum kring- umstæðum bundinn því skii- yrði, að „hliðstætt" nám vérði ekki stundað þar sem umsækj- andi á heima. 3) Styrkir til framhalds- náms (kandidatastyrkir, 12. gr.) skuli veittir öllu mþeim, er hafi að baki nám, sem svarar að meðaltati 5 ára há- skólanámi og gildi þar einu, hvort viðkomandi hafi lokið háskólagráðu eður ei. Með þessu væri rutt úr vegi því misrétti, sem núverandi lög svo og frumvarpið gera gild- andi, þ. e. að námsmenn í námi, er tekur lengri tíma en 5 ár án þess að um eiginlega háskólagráðu sé að ræða fyrr en við lokapróf, fá ekki kandi- datastyrk fyrr en eftir loka- próf á 6.—7. ári eða jafnvel síðar, meðan aðrir námsmenn, er lokið hafa háskólagráðu á 5 árum eða skemmri tíma fá kandidatastyrk á 6. ári. 4) 17. gr.: Menntamála- ráðuneytið skipi ncfnd til að semja reglugerð skv. lögunum og skuli 2 nefndarmenn til- nefndir af samtökum náms- fólks, 1 af stjórn LlN, 1 af menntamálaráðuneyti og 1 af fjármálaráðuneyti. 5) Lánasjóður innheimti félagsgjöld til SlNE af öllum námsmönnum, er nám stunda erlendis og njóta aðstoðar sjóðsins (8. gr. 3. mgr.) Hér er um sjálfsagt rétt- lætismál að ræða, sem myndi tryggja fjárhagsgrundvöll ,og þar með starf sgrundvöll, SÍNE. Slík trygging væri aftur ekki Framhald á 11. síðu. STUDENTABLAÐIÐ — 7

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.