Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 12
EKKI ER OLL VIT- LEYSAN EIN -„„.-...-...------- ._„._„ Nemendum á fyrsta ári í Læknadeild meinað að halda áfram, ef þeir geyma próf Kippilykkjumál: VELSÆMIS- BROT KALLAST ÞAD! í síðasta tölublaði Stbl. var sagt frá þeirri ákvörðun Læknadcildar, að hleypa ekki áfram í námi þeim 1. árs nem- iiai, sem ekki stæðust prói íurn misseris nú i janúar. Gilti þá cinu hvort þeir féllu á öðru prófinu eða báðum. Þctta var auðvitað mesta lög- leysa, enda fór svo að deildin lcll frá ákvörðun sinni. En lokaniðurstaðan var þó ekki par gáfulcg. Þeir nemendur, sem aðeins fóru í annað próf- ið, skyldu ekki fá að halda áfram námi, jafnvel þó að þcir næðu því. Hinir sem fóru í bæði prófin og féilu á báðum eða öðru skyldi leyft að halda áfram. Snjallræði þetta mun vera runnið undan rifjum . kennslustjóra deildarinnar. Um þetta segir í öðru tölublaði Kippilykkju, baráttumálgagns læknanema, í grein sem ber yfirskriftina SIGMUNDAR- DÓMUR: Á deildarfundi þ. 6. 2. sl. var samþykkt að þeir 1. árs- menn, sem í bæði janúarpróf föru, hvort sem þeir féllu eða náðu, skyldu setjast á seinna misseri 1. árs. Sarínast sagna kom þessi stefnubreyting mjög á óvart. Áður var stefnan hörð og ótvíræð. Janúarpróf skyldu vera takmarkandi með einum prófmökuleika punktum og basta hvað sem reglugerðin segði. Hvers vegna var þá blaðinu snúið við? Stúdentar höfðu að vísu gagnrýnt nefnd próf harðlega, bæði á deildar- ráðsfundi og í Kippilykkju og fundið þeim margt til foráttu. Ekki er þess þó að vænta, að sú gagnrýni hafi haft nein á- hrif ef að líkum lætur. Stað- reynd málsins er sú, að deild- arráð fól Jónatani Þórmunds-. syni prófessor í lagadeild að segja álit sitt á lögmæti prófs- ins sem takmarkandi prófs. Niðurstaða hans var sú, að það ætti sér enga stoð í reglu- gerð háskólans, og var því draumur deildarstjórnar um gildi þeirra algerlega kastað á glæ. Af einhverjum ástæðum, stúdentum ókunnum, fékkst á- lit lögfræðinsins ekki lesið á deildarfundi 6. 2., þar sem um janúarpróf var fjalllað, þrátt fyrir ítrekaðaar beiðnir um það frá stúdentum og Margréti Guðnadóttur. Illt er að trúa því að óreyndu að deildar- stjórn stingi undir stól gögn- um, sem henni er falið að afla. Ef til vill er skýringin sú, að álitið hafi ekki komið fyrir augu hennar áður en fundur- inn hófst. Þó höfðu stúdentar Framhald á 4. síðu. Á deildarfundi í Læknadeild fyrir mánuði síðan, nánar til- tekið 6. febrúar var samþykkt ályktun þess efnis, að Háskóla- ráð tæki fyrir mál þeirra sjö manna sem stóðu að útgáfu fyrra tölublaðs Kippilykkju, baráttumálgagns læknanema. Að þessari samþykkt stóðu fjórtán fundarmenn, en einn var á móti Ekki er blaðinu kunnugt um hvað margir sátu hjá. Blaðinu er hinsvegar kunnugt um það, aö af þessum fjórtán lærifeðrum læknanema, voru ekki nema fjórir eða fimm, sem höfðu þá séð blað- ið. Til skýringar má geta þess, að flutningsmönnum tillögunn- líkaði ekki efni blaðsins, og töldu útgáfu þess jafnvel vera brot á 24. gr. háskólalaga, sem fjallar um óskilgreint vel- sæmi hóskólaborgara: 24. gr. Allir skrásettir stúdentar eru skyldir til að gæta velsæmis bæði í háskólanum og utan hans. Háskólaráð getur veitt stúdent áminningu eða vikið stúdent úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerzt sekur um brot á lögum og öðrum reglum háskólans eðá reynzt sekur um háttsemi, sem er ósamboðin há- skólaborgara. Áður en brottrekstur er ráðinnn, skal leila umsagnar háskóladeildar stúdcnts. Einnig skal veita stúd- ent kost á að svara til saka. Enn- fremur skal leita umsagnar stjórn- ar í deildarfélagi stúdents, áður en brottrekstur er ráðinn sam- kvæmt 2. málsgrein. Brottrekstur skal þegar í stað tilkynntur menntamálaráðuneytinu. Stúdent er heimilt að skjóta úr- skurði háskólaráðs til Hæstaréttar eftir reglum um kæru í opinberum málum innan 4 vikná frá því, að honum barst tilkynning um úr- skurðinnn. Kæra frestar fram- kvæmd úrskurðar, en stúdent má þó ekki ganga undir próf, fyrr en úrlausn Hæstaréttar er fengin. Nú tekur stúdent sig á, og er háskólaráði þá heimilt að fella brott fyrri úrskurð um brottrekst- ur. I blaðinu var einkum fjallað um „fölsunarmálið" svonefnda, en einnig um takmörkunarmál 1. árs nema, bæði janúarprófin og hótun deildarinnar um að beita „numerus clausus" í haust þó búið sé að ganga að velflestum kröfum hennar: „25 miljónir þegar í stað til tækja- kaupa, annars: NUMERUS CLAUSUS". En aðgerðir læknanema í vetur fengu því meðal annars óorkað, að búið er að gefa vilyrði fyrir þriggja ára áætlun um að bæta tækja- kostinn. Á baksíðu, þessa ann- ars ágæta blaðs, eru svo nokkrir fúlir læknadeildar- brandarar, sem engir hafa gaman af nema læknanemar og þeirra lærifeður. Dæmi: Forseti Læknadeildar er vax- inn upp af naflastreng. Fóstr- inu og fylgjunni var kastað. En það voru víst einkum þess- ir baksíðubrandarar, sem særðu velsæmistilfinningu flutningsmanna tillögunnar. Sjálfsagt hafa þeir sem greiddu tillögunni atkvæði, án þess að hafa séð málgagnið, ekki gert sér grein fyrir því, að þeir voru í reynd að fara fram á að sjö forystumönnum læknanema, allt saman gegn- um nemendum, væri vísað úr skóla eða að þeir víttir af Há- skólaráði fyrir velsæmisbrot. Hinsvegar má það vera ljóst, að flutningsmenn tillögunnar gerðu sér fulla grein fyrir at- höfnum sínum, því hún var borin upp sem dagskrártillaga, og umræður um hana ekki leyfðar. Þeir sem báru fram tillöguna eru Arinbjörn Kol- beinsson, Hannes Blöndal og Sigurður Friðjónsson. Háskólaráð hefur þegar þetta er ritað ekki enn fengið mál þetta til meðferðar, en deildarforseta er skylt að leggja samþykkt sem þessa fyr- ir ráðið. Líklega verður henni þó þegar þar að kemur vísað frá umræðulaust og málinu þannig komið út úr heiminum. Að öðrum kosti er eins víst, að stúdentar í öðrum deildum skólans taki við sér, því það hlýtur að vera aðalsmerki skóla á borð við Háskóla ís- lands, að nemendur hafi fullan rétt, til að setja fram gagnrýni sína, í ræðu eða riti á stofnun- ina sjálfa eða forráðamenn hennar. ráa AlþjóBleg sendinefnd stúdenta til Chile ísíendingur með í förinni Alþjóðasamiband stúdenta, IUS, mun núna í lok þessa mánaðar, eða í byrjun þess næsta, senda alþjóðlega sendi- nefnd stúdenta til Chile, til að ' ferðast þar á milli hásköla og kynna sér ástandið af eigin raun. Eins og kunnugt er hafa chilenskk stúdentar sætt mití- um ofsóknum af hálfu herfor- ingjaklíkunnar, leiðtogar þekra og fjöknargk aðrk verið tekn- k af lífi, margir fangelsaðir og tugþúsundum verið víscað úr skóla, fyrk utan það að ótal háskókim hefur verið lokað. Allar fregnir af þessu hafa þó verið heldur óljósar og því hefur Alþjóðasambandið á- kveðið að senda þangað stúd- entasendinefnd, sem í verða f iilltrúar nokkurra stúdenta- samfoanda í v-Evrópu, fimm eða sex talsins. Stúdentaráði H.í. var boðið að tiilinefna mann í nefndina, og hefur verið ákveðið að Ævar Kjartansson verði full- trúi íslenskra srúdenta í heríni. Ævar Kjartansson dvaldist ;um eins árs skeið í Br-.silíu, svo hann er ekki með öllu ókunn- ugur málefnum Rómönsku Ameríku, fyrir utan að hann bjargar sér vel á spænsku (eða portúgölsku). Ævar var og einn af þeim, sem mynduðu móttökunefnd fyrir Chilebúann Rafael Carrera, sem var gestur íslenzkra stúdenta 1. des. s.l. Tókust með þeim ágæt kynni, og þar sem þeir gátu rætt sín á milli á sömu tungu, er Ævar flestum íslenskum stúdentum fróðari um atburðina í Chile og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart þeim. Aðrir sem verða í sendi- nefndinni eru fulltrúar stúd- entasambandanna á írlandi, í Finnlandi, V-Þýskalandi og Noregi. Til greina kemnr að fleiri verði með, en ekki er bú- ið að ákveða það. Það verður að teljast talsverð viðurkenning á stefnu Stúdentaráðs í alþjóða- málum, að íslenskum stúdent- um skuli vera boðið að til- nefna mann í þessa sendinefnd, sem mun koma til með að skýra frá því á alþjóðavett- vangi, sem hún sér í Chile, þar sem morðkvikar öldur fas- ismans hefur ekki enn lægt.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.